Fram er komið úrslit Flugfélags Íslands mótsins eftir þriggja marka sigur á Val, 26-23, í fyrri undanúrslitaleiknum í dag.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir.
Eftir 11 mínútur benti fátt til þess að Fram væri að fara í úrslitaleikinn en þá var staðan 2-7 fyrir Val.
Fram svaraði með þremur mörkum og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn aðeins eitt mark, 11-12.
Í seinni hálfleiknum var Fram svo mun sterkari aðilinn og hafði góð tök á leiknum.
Margir lögðu hönd á plóg hjá Fram en alls komust níu leikmenn liðsins á blað í leiknum. Á meðan skoruðu Diana Satkauskaite og Morgan Marie Þorkelsdóttir 16 af 23 mörkum Vals.
Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 26-23.
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sex mörk en Satkauskaite skoraði 10 mörk fyrir Val.
Það kemur í ljós í kvöld hvort Fram mætir Stjörnunni eða Haukum í úrslitaleiknum á morgun.
Mörk Fram:
Ragnheiður Júlíusdóttir 6/2, Steinunn Björnsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2, Hulda Dagsdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1/1, Marthe Sördal 1.
Mörk Vals:
Diana Satkauskaite 10/2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 6/1, Kristine Häheime Vike 3, Birta Fönn Sveinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2.
Fram í úrslit þrátt fyrir slæma byrjun | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

