Langar að verða stórmeistari í skák Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2016 10:15 Óskar Vískingur er á ellefta ári. Mamma hans kenndi honum að tefla en hann kominn fram úr henni fyrir löngu. Vísir/Stefán Hvernig tilfinning er að vera Norðurlandameistari í skólaskák, Óskar Víkingur? Það er algjör snilld. Það var mikil spenna allt mótið og þá líður manni vel þegar maður er búinn að tryggja sigurinn. Hvar var keppnin haldin? Í Kosta í Svíþjóð sem er smábær í Smálöndunum. Við kepptum á hóteli sem heitir Kosta Boda Art Hótel og er rosalega flott en gistum í kofum dálítið frá skákstað. Flugum til Kaupmannahafnar og tókum lestina yfir til Svíþjóðar. Það kepptu tíu krakkar frá Íslandi, svo voru foreldrar og þjálfarar líka með svo að hópurinn var alls 17 manns. Áttir þú von á sigri? Í fyrra lenti ég í öðru sæti og þá var ég á yngra ári. Núna var ég stigahæstur keppenda í mínum flokki og vissi að ég ætti ágætis möguleika en maður er aldrei búinn að vinna fyrirfram. Hvernig varðst þú svona góður? Ég lærði mannganginn fimm ára, byrjaði að æfa sex ára og var líka sex ára þegar ég keppti mína fyrstu kappskák. Síðan fór ég að æfa mig meira, bæði á netinu og á skákæfingum og tók þátt í öllum skákmótum. Ég hef tekið þátt í Evrópumeistara- og heimsmeistaramóti því það er mikilvægt að fá keppnisreynslu. Ég hef verið að æfa hjá stórmeisturunum Helga Ólafssyni og Hjörvari Steini Grétarssyni. Er skákáhugi í skólanum þínum? Já, ég er í Ölduselsskóla og þar eru æfingar einu sinni í viku bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Skólaliðið er líka frekar sterkt. Björn Ívar Karlsson sér um æfingarnar og hann er algjör snillingur. Eru foreldrar þínir skákfólk? Mamma kenndi mér skák en hún er ekkert rosalega góð, ég fór að vinna hana fyrir löngu. Pabbi kann skák en teflir ekkert sjálfur. Áttu fleiri áhugamál en skákina? Já, ég æfi körfubolta og líka fótbolta á sumrin með ÍR. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Stórmeistari í skák. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Hvernig tilfinning er að vera Norðurlandameistari í skólaskák, Óskar Víkingur? Það er algjör snilld. Það var mikil spenna allt mótið og þá líður manni vel þegar maður er búinn að tryggja sigurinn. Hvar var keppnin haldin? Í Kosta í Svíþjóð sem er smábær í Smálöndunum. Við kepptum á hóteli sem heitir Kosta Boda Art Hótel og er rosalega flott en gistum í kofum dálítið frá skákstað. Flugum til Kaupmannahafnar og tókum lestina yfir til Svíþjóðar. Það kepptu tíu krakkar frá Íslandi, svo voru foreldrar og þjálfarar líka með svo að hópurinn var alls 17 manns. Áttir þú von á sigri? Í fyrra lenti ég í öðru sæti og þá var ég á yngra ári. Núna var ég stigahæstur keppenda í mínum flokki og vissi að ég ætti ágætis möguleika en maður er aldrei búinn að vinna fyrirfram. Hvernig varðst þú svona góður? Ég lærði mannganginn fimm ára, byrjaði að æfa sex ára og var líka sex ára þegar ég keppti mína fyrstu kappskák. Síðan fór ég að æfa mig meira, bæði á netinu og á skákæfingum og tók þátt í öllum skákmótum. Ég hef tekið þátt í Evrópumeistara- og heimsmeistaramóti því það er mikilvægt að fá keppnisreynslu. Ég hef verið að æfa hjá stórmeisturunum Helga Ólafssyni og Hjörvari Steini Grétarssyni. Er skákáhugi í skólanum þínum? Já, ég er í Ölduselsskóla og þar eru æfingar einu sinni í viku bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Skólaliðið er líka frekar sterkt. Björn Ívar Karlsson sér um æfingarnar og hann er algjör snillingur. Eru foreldrar þínir skákfólk? Mamma kenndi mér skák en hún er ekkert rosalega góð, ég fór að vinna hana fyrir löngu. Pabbi kann skák en teflir ekkert sjálfur. Áttu fleiri áhugamál en skákina? Já, ég æfi körfubolta og líka fótbolta á sumrin með ÍR. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Stórmeistari í skák.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira