Hefur óvissa í stjórnmálum áhrif á íbúðaverð í Breiðholti? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2016 11:00 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar áfram enda eru lykilstærðir mjög jákvæðar og benda til áframhaldandi hækkana. En hvað er það sem drífur fasteignaverð áfram? Í grunninn er það fólksfjölgun og launaþróun. Við þetta bætast svo bætt aðgengi að lánsfé, lægri vextir og bætt skuldastaða heimilanna. Búist er við áframhaldandi aukningu kaupmáttar en það er einfaldlega ekki verið að byggja nóg af íbúðum til að anna eftirspurn, því þjóðinni fjölgar og við erum farin að flytja inn vinnuafl aftur. Síðustu ár hefur byggingaiðnaðurinn verið að taka við sér en hefur samt meira einbeitt sér að hótelbyggingum, þar sem ferðamannafjöldinn vex á stjarnfræðilegum hraða. Þetta ýtir enn frekar undir hækkun fasteignaverðs. Við þessar aðstæður hefur verð á fasteignum í miðbæ hækkað langt umfram það sem við höfum séð áður. Fyrir 20 árum var verðmunur ekki svo ýkja mikill milli hverfa en raunin er allt önnur í dag þar sem mun eftirsóknarverðara er að búa í miðbæ og staðsetning skiptir verulega máli, ekki síst vegna leigu til ferðamanna. Loksins erum við farin að sjá verðhækkanir smitast út í úthverfin en þau hafa setið verulega eftir síðustu misseri. Það geta ekki allir né vilja búa í miðbænum. Nú eru væringar í stjórnmálum. Hvaða áhrif getur það haft á þróun fasteignaverðs ef við tekur uppstokkun í stjórnarliðinu? Opinber inngrip sem skapa ójafnvægi á húsnæðismarkaði gætu haft verulegar afleiðingar eins og skattaumgjörð og bótakerfi. Það er freistandi að hækka bætur og styrki til íbúðarkaupa eða leigutaka, en hættan er að það muni í raun ekki hjálpa þeim sem raunverulega þurfa á því að halda, heldur þvert á móti hækka fasteignaverð og kynda undir verðbólgu. Sögulega hefur fasteignaverð þó hækkað umfram verðbólgu til lengri tíma litið. Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaaðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostnaði. Aðrir þættir geta líka haft áhrif á fasteignaverð eins og afnám hafta, aðgerðir í ríkisfjármálum og verðbólguvæntingar. Útkoman úr næstu kosningum getur því haft veruleg áhrif á þróun fasteignaverðs, t.d. í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar áfram enda eru lykilstærðir mjög jákvæðar og benda til áframhaldandi hækkana. En hvað er það sem drífur fasteignaverð áfram? Í grunninn er það fólksfjölgun og launaþróun. Við þetta bætast svo bætt aðgengi að lánsfé, lægri vextir og bætt skuldastaða heimilanna. Búist er við áframhaldandi aukningu kaupmáttar en það er einfaldlega ekki verið að byggja nóg af íbúðum til að anna eftirspurn, því þjóðinni fjölgar og við erum farin að flytja inn vinnuafl aftur. Síðustu ár hefur byggingaiðnaðurinn verið að taka við sér en hefur samt meira einbeitt sér að hótelbyggingum, þar sem ferðamannafjöldinn vex á stjarnfræðilegum hraða. Þetta ýtir enn frekar undir hækkun fasteignaverðs. Við þessar aðstæður hefur verð á fasteignum í miðbæ hækkað langt umfram það sem við höfum séð áður. Fyrir 20 árum var verðmunur ekki svo ýkja mikill milli hverfa en raunin er allt önnur í dag þar sem mun eftirsóknarverðara er að búa í miðbæ og staðsetning skiptir verulega máli, ekki síst vegna leigu til ferðamanna. Loksins erum við farin að sjá verðhækkanir smitast út í úthverfin en þau hafa setið verulega eftir síðustu misseri. Það geta ekki allir né vilja búa í miðbænum. Nú eru væringar í stjórnmálum. Hvaða áhrif getur það haft á þróun fasteignaverðs ef við tekur uppstokkun í stjórnarliðinu? Opinber inngrip sem skapa ójafnvægi á húsnæðismarkaði gætu haft verulegar afleiðingar eins og skattaumgjörð og bótakerfi. Það er freistandi að hækka bætur og styrki til íbúðarkaupa eða leigutaka, en hættan er að það muni í raun ekki hjálpa þeim sem raunverulega þurfa á því að halda, heldur þvert á móti hækka fasteignaverð og kynda undir verðbólgu. Sögulega hefur fasteignaverð þó hækkað umfram verðbólgu til lengri tíma litið. Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaaðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostnaði. Aðrir þættir geta líka haft áhrif á fasteignaverð eins og afnám hafta, aðgerðir í ríkisfjármálum og verðbólguvæntingar. Útkoman úr næstu kosningum getur því haft veruleg áhrif á þróun fasteignaverðs, t.d. í Breiðholti.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun