Óeinkennisklæddar siðferðislöggur herja á íbúa Teheran Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 10:34 Frá Teheran. Vísir/AFP Nýlega tilkynnti yfirmaður lögreglunnar í Teheran, höfuðborg Íran, að sjö þúsund lögregluþjónar í siðferðisdeild lögreglunnar vakti götur borgarinnar án einkennisbúninga. Yfirvöld segja að lögregluþjónarnir muni meðal annars sjá til þess að konur séu ekki áreittar, að ökumenn flauti ekki of mikið og að vélarhljóð bíla séu ekki of hávær. Þá hafa þeir í gegnum tíðina fjarlægt farða af konum sem þeir telja vera úr hófi. Gagnrýnendur óttast þó að helsta verkefni þeirra sé að ganga úr skugga um að ströngum lögum um klæðnað, sem meðal annars fela í sér að konur hylji sig, sé fylgt eftir. Litið er á stofnun þessarar deildar sem lið í átökum fylkinga hófsamra og harðlínumanna í landinu. Í nýlegum þingkosningum unnu hófsamar fylkingar gífurlegan sigur í borginni. Ný deild lögreglunnar var eingöngu sett á laggirnar þar og er það talið vera svar harðlínumanna við auknum réttindakröfum íbúa Teheran.AP fréttaveitan segir að hingað til hafi það reynst tiltölulega einfalt að forðast að lenda í siðferðislöggunni. Þeir hafi ávallt klæðst hefðbundnum lögreglubúningum og staðið vaktina á fjölmennum torgum og gatnamótum. Nú hafi hins vegar orðið breyting þar á. Meðal þess sem lögreglan hefur gert er að gefa konum höfuðklúta, gefa munnlegar viðvaranir eða láta kvenkyns lögregluþjóna fjarlægja farða. Þar að auki hafa þeir sem brjóta gegn lögunum verið látnir borga sektir, eða jafnvel hafa fjölskyldur þeirra verið látnar skila skriflegu loforði um að viðkomandi myndi ekki fremja slík brot aftur. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Nýlega tilkynnti yfirmaður lögreglunnar í Teheran, höfuðborg Íran, að sjö þúsund lögregluþjónar í siðferðisdeild lögreglunnar vakti götur borgarinnar án einkennisbúninga. Yfirvöld segja að lögregluþjónarnir muni meðal annars sjá til þess að konur séu ekki áreittar, að ökumenn flauti ekki of mikið og að vélarhljóð bíla séu ekki of hávær. Þá hafa þeir í gegnum tíðina fjarlægt farða af konum sem þeir telja vera úr hófi. Gagnrýnendur óttast þó að helsta verkefni þeirra sé að ganga úr skugga um að ströngum lögum um klæðnað, sem meðal annars fela í sér að konur hylji sig, sé fylgt eftir. Litið er á stofnun þessarar deildar sem lið í átökum fylkinga hófsamra og harðlínumanna í landinu. Í nýlegum þingkosningum unnu hófsamar fylkingar gífurlegan sigur í borginni. Ný deild lögreglunnar var eingöngu sett á laggirnar þar og er það talið vera svar harðlínumanna við auknum réttindakröfum íbúa Teheran.AP fréttaveitan segir að hingað til hafi það reynst tiltölulega einfalt að forðast að lenda í siðferðislöggunni. Þeir hafi ávallt klæðst hefðbundnum lögreglubúningum og staðið vaktina á fjölmennum torgum og gatnamótum. Nú hafi hins vegar orðið breyting þar á. Meðal þess sem lögreglan hefur gert er að gefa konum höfuðklúta, gefa munnlegar viðvaranir eða láta kvenkyns lögregluþjóna fjarlægja farða. Þar að auki hafa þeir sem brjóta gegn lögunum verið látnir borga sektir, eða jafnvel hafa fjölskyldur þeirra verið látnar skila skriflegu loforði um að viðkomandi myndi ekki fremja slík brot aftur.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira