Allur fatnaður kemur að góðum notum Birta Björnsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:30 Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira