Allur fatnaður kemur að góðum notum Birta Björnsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:30 Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira
Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira