Björt segir atburðarrás í kringum forsetakosningarnar svolítið sorglega Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 10:44 Björt styður Guðna en Guðlaugur styður Davíð. Vísir/Stefán/Vilhelm Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir atburðarásina í kringum forsetakosningarnar hafa verið forvitnilega en um leið svolítið sorglega. Þetta sagði hún á Sprengisandi í morgun en hún var gestur Páls Magnússonar ásamt Helga Hjörvari, þingmanni Samfylkingarinnar, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Hér að neðan má heyra viðtalið við þingmennina. Björt telur ákveðna aðila hafa gert sig svo veigamikla í umræðunni að þeir telji sig „þurfa að ákveða“ hverjir eru hæfir til að bjóða sig fram í forseta. Þarna vísar hún til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, þegar hann ákvað að hætta við að hætta við að bjóða sig fram í sjötta sinn til embættis forseta Íslands. Hún telur mikilvægt að leyfa þjóðinni að ráða sjálfri hverja hún treystir til forsetaembættisins. „Fólkið á að ráða,“ sagði Björt. Það eigi allir að geta boðið sig fram og svo sé kosið með lýðræðislegum hætti. Guðlaugur Þór segir það hafa komið verulega á óvart að Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hafi boðið sig fram til forseta. „Hann er svo sannarlega öflugur frambjóðandi og yrði góður forseti. Það er ekkert leyndarmál að ég mun kjósa hann.“ Björt hyggst kjósa Guðna Th Jóhannsson en hún er yfirlýstur stuðningsmaður hans. Helgi Hjörvar sagðist ekki vilja blanda sér í forsetaslaginn og gaf ekki upp hvern hann hyggst kjósa í júní. Panama-skjölin krauma enn í fólki Þingmennirnir þrír ræddu Panama-skjölin svonefndu og afleiðingar þeirra. Þau eru öll sammála um að það þurfi að ræða málin ítarlega og komast að því hvernig þjóðin og stjórnvöld vilja taka á þessum málum. „Ég tel að við þurfum að ræða þetta á dýptina og eins og þetta er,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann telur að Mossack Fonseca, sú lögfræðiskrifstofa sem Panama-skjölin taka til, hafi aðeins haft um fimm prósent þeirra aflandsviðskipta sem Íslendingar stunduðu hér á árunum fyrir hrun. „Manni finnst þetta í besta falli ósiður. Sjaldnast er þetta á einhverjum eðlilegum forsendum en svo getur þó stundum verið,“ sagði Guðlaugur um aflandsfélög. Björt sagði að með skjölunum hefði verið ljóstrað upp um þá staðreynd að á Íslandi búi tvær þjóðir – annars vegar þeir sem fela peningana sína í aflandsfélögum vel og vandlega og hins vegar þeir sem geyma sínar krónur og aura í íslensku bönkunum og greiði samviskusamlega af þeim skatta og gjöld. Hún segir skjölin enn krauma í landanum og að von sé á fleiri uppljóstrunum. Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15 Mun sakna þess að kenna misáhugasömum nemendum í Háskóla Íslands Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í beinni hjá Nova í dag. 19. maí 2016 16:10 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir atburðarásina í kringum forsetakosningarnar hafa verið forvitnilega en um leið svolítið sorglega. Þetta sagði hún á Sprengisandi í morgun en hún var gestur Páls Magnússonar ásamt Helga Hjörvari, þingmanni Samfylkingarinnar, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Hér að neðan má heyra viðtalið við þingmennina. Björt telur ákveðna aðila hafa gert sig svo veigamikla í umræðunni að þeir telji sig „þurfa að ákveða“ hverjir eru hæfir til að bjóða sig fram í forseta. Þarna vísar hún til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, þegar hann ákvað að hætta við að hætta við að bjóða sig fram í sjötta sinn til embættis forseta Íslands. Hún telur mikilvægt að leyfa þjóðinni að ráða sjálfri hverja hún treystir til forsetaembættisins. „Fólkið á að ráða,“ sagði Björt. Það eigi allir að geta boðið sig fram og svo sé kosið með lýðræðislegum hætti. Guðlaugur Þór segir það hafa komið verulega á óvart að Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hafi boðið sig fram til forseta. „Hann er svo sannarlega öflugur frambjóðandi og yrði góður forseti. Það er ekkert leyndarmál að ég mun kjósa hann.“ Björt hyggst kjósa Guðna Th Jóhannsson en hún er yfirlýstur stuðningsmaður hans. Helgi Hjörvar sagðist ekki vilja blanda sér í forsetaslaginn og gaf ekki upp hvern hann hyggst kjósa í júní. Panama-skjölin krauma enn í fólki Þingmennirnir þrír ræddu Panama-skjölin svonefndu og afleiðingar þeirra. Þau eru öll sammála um að það þurfi að ræða málin ítarlega og komast að því hvernig þjóðin og stjórnvöld vilja taka á þessum málum. „Ég tel að við þurfum að ræða þetta á dýptina og eins og þetta er,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann telur að Mossack Fonseca, sú lögfræðiskrifstofa sem Panama-skjölin taka til, hafi aðeins haft um fimm prósent þeirra aflandsviðskipta sem Íslendingar stunduðu hér á árunum fyrir hrun. „Manni finnst þetta í besta falli ósiður. Sjaldnast er þetta á einhverjum eðlilegum forsendum en svo getur þó stundum verið,“ sagði Guðlaugur um aflandsfélög. Björt sagði að með skjölunum hefði verið ljóstrað upp um þá staðreynd að á Íslandi búi tvær þjóðir – annars vegar þeir sem fela peningana sína í aflandsfélögum vel og vandlega og hins vegar þeir sem geyma sínar krónur og aura í íslensku bönkunum og greiði samviskusamlega af þeim skatta og gjöld. Hún segir skjölin enn krauma í landanum og að von sé á fleiri uppljóstrunum.
Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15 Mun sakna þess að kenna misáhugasömum nemendum í Háskóla Íslands Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í beinni hjá Nova í dag. 19. maí 2016 16:10 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira
Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00
Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15
Mun sakna þess að kenna misáhugasömum nemendum í Háskóla Íslands Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í beinni hjá Nova í dag. 19. maí 2016 16:10