Sádi-Arabar ætla sér að verða óháðir olíusölu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. apríl 2016 05:00 Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu. Vísir/EPA „Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
„Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira