Sádi-Arabar ætla sér að verða óháðir olíusölu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. apríl 2016 05:00 Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu. Vísir/EPA „Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira