Sádi-Arabar ætla sér að verða óháðir olíusölu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. apríl 2016 05:00 Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu. Vísir/EPA „Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
„Frá árinu 2020 getum við lifað án olíu,“ sagði Mohammed bin Salman, prins í Sádi-Arabíu, í viðtali við sádiarabísku sjónvarpsfréttastöðina Al Arabiya. Hann kynnti þar nýja og harla róttæka efnahagsáætlun stjórnar landsins, þar sem ótrautt er stefnt að því að gera Sádi-Arabíu óháða olíuútflutningi. Meðal annars stendur til að selja ríkisolíufyrirtækið Aramco, sem er stærsta olíufyrirtæki heims og talið verðmætasta fyrirtæki heims. Salman segist telja að fyrirtækið verði metið á 2.500 milljarða dala þegar það fer í sölu. Hann sagði einnig að Sádi-Arabía ætlaði að hrista af sér afturhaldsímyndina og opna landið fyrir ferðafólki frá öllum heimshornum. Til þessa hafa einungis pílagrímar fengið vegabréfsáritun sem ferðamenn til Sádi-Arabíu. Olíuverð hefur hríðlækkað á heimsmarkaði síðustu misserin. Olíutunnan kostar nú rúma 43 dali en hafði kostað í kringum hundrað dali í nokkur ár. Þetta verðhrun hefur bitnað á olíuframleiðsluríkjum eins og Sádi-Arabíu, en um það bil sjötíu til áttatíu prósent af tekjum Sádi-Arabíu hafa komið frá olíusölu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa fyrir vikið þurft að grípa til niðurskurðar, skuldabréfaútgáfu og erlendrar lántöku upp á tíu milljarða dala, að því er fram kemur í frásögn dagblaðsins The Wall Street Journal. Þá hefur verið gengið á gjaldeyrisvaraforða landsins, þannig að hann hefur minnkað um sextán prósent. Í sjónvarpsviðtalinu sagði Salman prins að þessi viðbrögð á árunum 2015 og 2016 geti talist bráðabirgðalausnir, en á næsta ári verði farið út í grundvallaruppstokkun á efnahagslífi landsins. Auka eigi fjölbreytni í hagkerfinu með það fyrir augum að fjárfestingar knýi efnahagslífið frekar en olía. Meðal annars eigi að opna fyrir fjárfestingar í námuvinnslu auk þess sem framleiðsla á vopnabúnaði verði stórefld. Þá verði landflótta múslimum og aröbum í fyrsta sinn gert heimilt að starfa til langframa í Sádi-Arabíu. Jafnframt efnahagsumbótum er stefnt á að verulegar breytingar verði á menntakerfi Sádi-Arabíu. Ahmed bin Mohammed al Issa, menntamálaráðherra landsins, skýrði frá þessu þegar hann var í heimsókn í Egyptalandi fyrir skömmu.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira