Matvælasvindl getur varðað fangelsisvist Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. vísir/GVA Hægt er að dæma matvælaframleiðendur á Íslandi í allt að fjögurra ára fangelsisvist ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er að ræða. Viktor S. Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Matvælastofnun, Mast, kveðst ekki vita til þess að menn hafi verið dæmdir í fangelsi. „Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi. Það er ekki þar með sagt að eitthvað stórkostlegt hafi verið að en það er ekki nógu gott að okkur skuli ekki vera hleypt inn,“ segir Viktor. Tilgangur eftirlitsins var meðal annars að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar.„Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi.“ Viktor Stefán Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs MatvælastofnunarHaldi fyrirtæki áfram starfsemi eftir að Matvælastofnun hefur lokað því er kæra send til lögreglu. „Nýjasta dæmið sem ég man eftir er frá því í fyrra. Við höfðum þá lokað lítilli fiskvinnslu en starfseminni var haldið áfram í nokkra mánuði eftir það. Við lokuðum þá fyrirtækinu aftur og kærðum það til lögreglu. Viðkomandi var dæmdur til sektargreiðslu,“ greinir Viktor frá. Matvælastofnun hefur eftirlit með bændum og stórum matvælaframleiðendum. „Heilt yfir er þetta í nokkuð góðu lagi en auðvitað koma reglulega upp einhver tilvik.“ Sænska ríkisstjórnin lætur nú kanna hvort taka eigi upp á ný ákvæði um fangelsisdóma vegna brota á matvælalögum. Slíkt ákvæði var tekið út árið 2006. Matvælastofnunin í Svíþjóð hefur lengi krafist þess að slíkt ákvæði verði sett í lög á ný. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur greint frá því að svindl með matvæli hafi á undanförnum árum orðið nýr markaður fyrir skipulagða glæpastarfsemi, meðal annars vegna mikils hagnaðar, lítillar hættu á að svindlið uppgötvist og vegna vægra refsinga. Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 200 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 3 milljónir íslenskra króna, í sekt. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Hægt er að dæma matvælaframleiðendur á Íslandi í allt að fjögurra ára fangelsisvist ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er að ræða. Viktor S. Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Matvælastofnun, Mast, kveðst ekki vita til þess að menn hafi verið dæmdir í fangelsi. „Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi. Það er ekki þar með sagt að eitthvað stórkostlegt hafi verið að en það er ekki nógu gott að okkur skuli ekki vera hleypt inn,“ segir Viktor. Tilgangur eftirlitsins var meðal annars að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar.„Oftast eru gerðar kröfur um úrbætur í fyrirtækjunum eða markaðssetning stöðvuð eins og gert var í síðasta mánuði þegar við lokuðum sláturhúsi.“ Viktor Stefán Pálsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs MatvælastofnunarHaldi fyrirtæki áfram starfsemi eftir að Matvælastofnun hefur lokað því er kæra send til lögreglu. „Nýjasta dæmið sem ég man eftir er frá því í fyrra. Við höfðum þá lokað lítilli fiskvinnslu en starfseminni var haldið áfram í nokkra mánuði eftir það. Við lokuðum þá fyrirtækinu aftur og kærðum það til lögreglu. Viðkomandi var dæmdur til sektargreiðslu,“ greinir Viktor frá. Matvælastofnun hefur eftirlit með bændum og stórum matvælaframleiðendum. „Heilt yfir er þetta í nokkuð góðu lagi en auðvitað koma reglulega upp einhver tilvik.“ Sænska ríkisstjórnin lætur nú kanna hvort taka eigi upp á ný ákvæði um fangelsisdóma vegna brota á matvælalögum. Slíkt ákvæði var tekið út árið 2006. Matvælastofnunin í Svíþjóð hefur lengi krafist þess að slíkt ákvæði verði sett í lög á ný. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur greint frá því að svindl með matvæli hafi á undanförnum árum orðið nýr markaður fyrir skipulagða glæpastarfsemi, meðal annars vegna mikils hagnaðar, lítillar hættu á að svindlið uppgötvist og vegna vægra refsinga. Eitt helsta svindlið í Svíþjóð var þegar fyrirtæki seldi um tveggja ára skeið mörg tonn af lituðu svínakjöti sem nautafillé eða sem aðrar tegundir kjöts. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 200 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 3 milljónir íslenskra króna, í sekt.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira