Landeigendur hóta Garðabæ málsókn Ingvar Haraldsson skrifar 5. mars 2016 07:00 Gunnar Einarsson bæjarstjóri Landeigendur á Arnarnesi hóta því að stefna Garðabæ leggi bærinn ekki fram gagntilboð í lóðir á Arnarnesi í eigu þeirra. Í bréfi sem lögmaður landeigenda sendi Garðabæ, dagsettu þann 10. febrúar, er gefinn 30 daga frestur til að leggja fram gagntilboð, ella verði viðræðum slitið og dómsmál höfðað þar sem krafist verði viðurkenningar á eignarétti þeirra og farið fram á skaðabætur. Deilan snýst um breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar, sem breytti verslunarlóðum í eigu landeigenda við Hegranes og Æðarnes í íbúðarlóðir og um eignarhald á Háholti. Þá vilji landeigendur að bærinn kaupi fjöruna á norðanverðu Arnarnesi. Bæjarráð hafnaði fyrra tilboði landeigenda sem fól í sér að bærinn greiddi 150 milljónir króna og afhenti níu lóðir í fyrirhugaðri byggð í Hnoðraholti í Garðabæ í skiptum fyrir svæðin fjögur á Arnarnesi. Bæjarráð Garðabæjar fól lögmanni sínum í vikunni að svara bréfinu í samræmi við samþykktir bæjarráðs en Garðabær hefur boðist til að borga 50 milljónir fyrir lóðirnar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði í lok janúar við Fréttablaðið að íbúðalóðirnar níu í Hnoðraholti væru metnar á um 150 milljónir króna og því næmi heildarvirði tillögu landeigenda um 300 milljónum króna, sexföldu því verði sem Garðabær telji sanngjarnt. Í nýjasta bréfi lögmanns landeigenda eru gerðar athugasemdir við að bæjarstjórinn hafi rætt tillögur landeigenda við fjölmiðla. „Sér í lagi eru umbjóðendur mínir óánægðir með að látið sé þar í veðri vaka að tillögur umbjóðenda minna endurspegli óeðlilega verðlagningu landsréttinda þeirra, sem ekki á við rök að styðjast,“ segir í bréfinu. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Landeigendur á Arnarnesi hóta því að stefna Garðabæ leggi bærinn ekki fram gagntilboð í lóðir á Arnarnesi í eigu þeirra. Í bréfi sem lögmaður landeigenda sendi Garðabæ, dagsettu þann 10. febrúar, er gefinn 30 daga frestur til að leggja fram gagntilboð, ella verði viðræðum slitið og dómsmál höfðað þar sem krafist verði viðurkenningar á eignarétti þeirra og farið fram á skaðabætur. Deilan snýst um breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar, sem breytti verslunarlóðum í eigu landeigenda við Hegranes og Æðarnes í íbúðarlóðir og um eignarhald á Háholti. Þá vilji landeigendur að bærinn kaupi fjöruna á norðanverðu Arnarnesi. Bæjarráð hafnaði fyrra tilboði landeigenda sem fól í sér að bærinn greiddi 150 milljónir króna og afhenti níu lóðir í fyrirhugaðri byggð í Hnoðraholti í Garðabæ í skiptum fyrir svæðin fjögur á Arnarnesi. Bæjarráð Garðabæjar fól lögmanni sínum í vikunni að svara bréfinu í samræmi við samþykktir bæjarráðs en Garðabær hefur boðist til að borga 50 milljónir fyrir lóðirnar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði í lok janúar við Fréttablaðið að íbúðalóðirnar níu í Hnoðraholti væru metnar á um 150 milljónir króna og því næmi heildarvirði tillögu landeigenda um 300 milljónum króna, sexföldu því verði sem Garðabær telji sanngjarnt. Í nýjasta bréfi lögmanns landeigenda eru gerðar athugasemdir við að bæjarstjórinn hafi rætt tillögur landeigenda við fjölmiðla. „Sér í lagi eru umbjóðendur mínir óánægðir með að látið sé þar í veðri vaka að tillögur umbjóðenda minna endurspegli óeðlilega verðlagningu landsréttinda þeirra, sem ekki á við rök að styðjast,“ segir í bréfinu.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira