Er oft bókuð út á misskilinn grófleika Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 2. apríl 2016 11:00 Uppistandarinn Bylgja Babýlons segir grín vera mikilvægt. "Fólk sem finnst ekkert fyndið er ekki fólk sem aðrir vilja vera í kringum. Ég þekki engan sem hlær aldrei, ég hef heyrt að svoleiðis fólk sé til en það hefur það örugglega ekki gott. Mig langaði alltaf að prófa uppistandið og starfa við það í augnablikinu og finnst það voða huggulegt.“ ANTON BRINK Þegar Bylgja Babýlons var í leiklistarnámi leiddist henni klassíska hliðin á því og reyndi að gera flest allt fyndið. Það reyndist ekki vinsælt og segir Bylgja að það virðist vera að grín sé ekki eins virðingarvert í leiklistarheiminum. Hún er á annarri skoðun og segir grín vera mikilvægt. „Fólk sem finnst ekkert fyndið er ekki fólk sem aðrir vilja vera í kringum. Ég þekki engan sem hlær aldrei, ég hef heyrt að svoleiðis fólk sé til en það hefur það örugglega ekki gott. Mig langaði alltaf að prófa uppistandið og starfa við það í augnablikinu og finnst það voða huggulegt.“Í höfuðið á biblíupersónu Nafnið Bylgja Babýlons er ekki raunverulegt nafn uppistandarans heldur eitthvað sem byrjaði í gríni og festist svo við hana. Hún vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. „Mér finnst gaman að fólk viti ekki hvað ég heiti, það er svolítið „Bubba Morthenslegt“, það kemur þannig fílingur að ég sé merkilegri en ég er kannski,“ segir hún létt í bragði og bætir við að hún sé nefnd í höfuðið á Babýlonshórunni úr Biblíunni. „Mér var sendur linkur á hana einhvern tíma og þá komst ég að því að hún er rosa svöl pía þannig að ég tók þessu viðurnefni fagnandi og það hefur fylgt mér síðustu tíu árin eða svo.“Prófar alls konar Bylgja hefur komið víða við og prófað hin ýmsu störf en hún segir ferilskrána sína vera um tuttugu metra langa. „Ég var alltaf að byrja í nýjum störfum en hætti af því að þau voru ekki skemmtileg en ég held að ég sé búin að finna mig í uppistandinu, að ég geti miðjað mig þar. En ég verð að gera eitthvað annað með því. Ég var til dæmis á Domino’s um daginn og hugsaði að það væri örugglega gaman að vinna þar. Mig langaði að prófa og hver veit nema ég geri það bara, mér finnst nauðsynlegt að prófa alls konar,“ útskýrir hún.Píka og blæðingar Þessa dagana flakkar Bylgja um landið með sýninguna Fólk er óþolandi og kemur hún fram í kvöld á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki. Sýningin er nokkurs konar uppskerusýning á vinnu síðustu tveggja ára eða frá því hún byrjaði í uppistandinu. Þegar Bylgja er beðin um að lýsa uppistandi sínu segir hún að það sé ekki jafn gróft og fólk haldi. „Ég er oft bókuð út á að ég sé gróf sem ég er held ég ekki. Ég er með smá neðanbeltishúmor, er að tala um klám, blæðingar og píkuna á mér en ég held að fólki finnist það gróft af því að það er tabú. Við höfum kannski ekki verið að gera nóg grín að blæðingum,“ segir hún og játar því aðspurð að fólki finnist þetta fyndið sem gleðji hana ákaflega því henni finnist það mjög fyndið sjálfri.Og enginn hló Allir uppistandarar lenda í því einhvern tíma að enginn í salnum hlær að bröndurunum þeirra. Bylgja lenti í því í fyrsta skipti um daginn. „Það var ekki gott. Ég hafði aldrei lent í því að bomba algjörlega en vissi að það myndi gerast einhvern tímann. Ég man að ég stóð á sviðinu og heyrði í sjálfri mér og hugsaði með mér að þetta væri að gerast núna, mómentið sem ég var búin að bíða eftir. Þetta var hræðilegt en ég gat lítið gert, kláraði bara mitt og reyndi að biðjast ekki afsökunar á tilvist minni,“ segir Bylgja og hlær. „Mér var hins vegar sagt þegar ég var að vera mjög dramatísk yfir þessu að líklega ætti ég eftir að muna þetta lengur en allir aðrir sem urðu vitni að þessu.“ Næsta uppistand Bylgju gekk þó mjög vel. „En ég kveið því mikið af því að ég hugsaði: „Ef þetta gerist aftur þá er þetta bara búið, þá verð ég að finna mér eitthvað annað, þá verð ég bara að hringja niður á Domino’s“,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þetta hafi bara gerst í þetta eina skipti en hún geri sér þó grein fyrir að það séu allar líkur á að þetta gerist einhvern tíma aftur. Í bili er hún búin að finna sína hillu þó hún þori ekki að fullyrða um það. „Það getur vel verið að ég prófi að gera við reiðhjól og fíli það og fari bara að gera það.“ Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Þegar Bylgja Babýlons var í leiklistarnámi leiddist henni klassíska hliðin á því og reyndi að gera flest allt fyndið. Það reyndist ekki vinsælt og segir Bylgja að það virðist vera að grín sé ekki eins virðingarvert í leiklistarheiminum. Hún er á annarri skoðun og segir grín vera mikilvægt. „Fólk sem finnst ekkert fyndið er ekki fólk sem aðrir vilja vera í kringum. Ég þekki engan sem hlær aldrei, ég hef heyrt að svoleiðis fólk sé til en það hefur það örugglega ekki gott. Mig langaði alltaf að prófa uppistandið og starfa við það í augnablikinu og finnst það voða huggulegt.“Í höfuðið á biblíupersónu Nafnið Bylgja Babýlons er ekki raunverulegt nafn uppistandarans heldur eitthvað sem byrjaði í gríni og festist svo við hana. Hún vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. „Mér finnst gaman að fólk viti ekki hvað ég heiti, það er svolítið „Bubba Morthenslegt“, það kemur þannig fílingur að ég sé merkilegri en ég er kannski,“ segir hún létt í bragði og bætir við að hún sé nefnd í höfuðið á Babýlonshórunni úr Biblíunni. „Mér var sendur linkur á hana einhvern tíma og þá komst ég að því að hún er rosa svöl pía þannig að ég tók þessu viðurnefni fagnandi og það hefur fylgt mér síðustu tíu árin eða svo.“Prófar alls konar Bylgja hefur komið víða við og prófað hin ýmsu störf en hún segir ferilskrána sína vera um tuttugu metra langa. „Ég var alltaf að byrja í nýjum störfum en hætti af því að þau voru ekki skemmtileg en ég held að ég sé búin að finna mig í uppistandinu, að ég geti miðjað mig þar. En ég verð að gera eitthvað annað með því. Ég var til dæmis á Domino’s um daginn og hugsaði að það væri örugglega gaman að vinna þar. Mig langaði að prófa og hver veit nema ég geri það bara, mér finnst nauðsynlegt að prófa alls konar,“ útskýrir hún.Píka og blæðingar Þessa dagana flakkar Bylgja um landið með sýninguna Fólk er óþolandi og kemur hún fram í kvöld á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki. Sýningin er nokkurs konar uppskerusýning á vinnu síðustu tveggja ára eða frá því hún byrjaði í uppistandinu. Þegar Bylgja er beðin um að lýsa uppistandi sínu segir hún að það sé ekki jafn gróft og fólk haldi. „Ég er oft bókuð út á að ég sé gróf sem ég er held ég ekki. Ég er með smá neðanbeltishúmor, er að tala um klám, blæðingar og píkuna á mér en ég held að fólki finnist það gróft af því að það er tabú. Við höfum kannski ekki verið að gera nóg grín að blæðingum,“ segir hún og játar því aðspurð að fólki finnist þetta fyndið sem gleðji hana ákaflega því henni finnist það mjög fyndið sjálfri.Og enginn hló Allir uppistandarar lenda í því einhvern tíma að enginn í salnum hlær að bröndurunum þeirra. Bylgja lenti í því í fyrsta skipti um daginn. „Það var ekki gott. Ég hafði aldrei lent í því að bomba algjörlega en vissi að það myndi gerast einhvern tímann. Ég man að ég stóð á sviðinu og heyrði í sjálfri mér og hugsaði með mér að þetta væri að gerast núna, mómentið sem ég var búin að bíða eftir. Þetta var hræðilegt en ég gat lítið gert, kláraði bara mitt og reyndi að biðjast ekki afsökunar á tilvist minni,“ segir Bylgja og hlær. „Mér var hins vegar sagt þegar ég var að vera mjög dramatísk yfir þessu að líklega ætti ég eftir að muna þetta lengur en allir aðrir sem urðu vitni að þessu.“ Næsta uppistand Bylgju gekk þó mjög vel. „En ég kveið því mikið af því að ég hugsaði: „Ef þetta gerist aftur þá er þetta bara búið, þá verð ég að finna mér eitthvað annað, þá verð ég bara að hringja niður á Domino’s“,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þetta hafi bara gerst í þetta eina skipti en hún geri sér þó grein fyrir að það séu allar líkur á að þetta gerist einhvern tíma aftur. Í bili er hún búin að finna sína hillu þó hún þori ekki að fullyrða um það. „Það getur vel verið að ég prófi að gera við reiðhjól og fíli það og fari bara að gera það.“
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira