Tækifæri í hjúkrun Guðríður Kristín Þórðardóttir og Hildur Ey Sveinsdóttir skrifar 12. maí 2016 08:00 Í tilefni af afmælisdegi upphafsmanns nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, þann 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar. Alþjóðlega hjúkrunarráðið (ICN) leggur til þema á hverju ári og nú er það: Hjúkrunarfræðingar í fararbroddi breytinga: efla þrautseigju heilbrigðiskerfisins. Með þrautseigju er átt við getuheilbrigðisstarfsmanna og stofnanna til að undibúa sig og bregðast við neyðarástandi á árangursríkan hátt ásamt því að viðhalda meginstarfsemi. Það sem einkennir að þeirra mati þrautseigt heilbrigðiskerfi er að það búi m.a. yfir nægilegum fjölda þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna, viðeigandi innviði heilbrigðiskerfisins og nægilegt fjármagn. Lykilatriðið er þó geta til að aðlagast breytingum. Til þess þarf sveigjanleika, aðlögunarhæfni og menningu þar sem vilji og geta er til að læra. Hvað þrautseigju okkar heilbrigðiskerfis varðar spilar Landspítalinn, þjóðarsjúkrahúsið, stóran sess. Ábyrgð spítalans er mikil þar sem hingað koma allir þeir sjúklingar sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni okkar á Landspítala en afleiðingarnar eru yfir 100% rúmanýting en ætti að vera undir 85% til að hafa getu til að mæta hættuástandi. Dæmin sanna að fjölgun skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn eða venjubundin árleg inflúensa getur sett spítalann í hættuástand. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjastykki í íslensku heilbrigðiskerfi eins og annarsstaðar í heiminum. Hjúkrunarfræðingar Landspítalans hafa getu til að vera að miklu leyti lausn við flæðisvanda spítalans, læknaskorti og skorti á sérfræðiþekkingu hjúkrunar í heilsugæslu og úti á landi. Við höfum nú þegar ótal dæmi þess. Góð fyrirmynd að fjarheilbrigðisþjónustu er nýrnablóðskilun. Fyrir 4 árum þurftu þeir sem bjuggu t.d. á Akureyri að flytja til Reykjavíkur eða fljúga þangað þrisvar í viku til að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nú hefur þessi þjónusta verið byggð upp á Akureyri, Neskaupsstað og Selfossi með góðum árangri og dyggri aðstoð sérfræðinga á Landspítala. Annað dæmi um tækifæri innan hjúkrunar er þjónusta á dagdeild krabbameinslækninga sem hefur tekið miklum breytingum vegna skort á sérfræðilæknum undanfarin ár og er sú starfsemi enn í þróun, með sjúklinginn í öndvegi. Á Landspítalanum er árlega haldin uppskeruhátíð í tengslum við alþjóðadag hjúkrunar sem kallast Vika hjúkrunar. Þrátt fyrir mikið álag síðasta ár hafa yfir hundrað hjúkrunarfræðingar lagt sitt af mörkum til að varpa ljósi á þrautseigju hjúkrunar á Landspítala. Vika hjúkrunar ber þess ekki merki að fyrir tæpu ári síðan var spítalinn undirlagður í verkföllum sem endaði í gerðadómi. Róður spítalans þyngdist vissulega, biðlistar lengdust fram úr hófi og því miður missti spítalann dýrmætan mannafla hjúkrunar frá sér. Þrautseigjan skín samt enn úr störfum þeirra hjúkrunarfræðinga sem þar vinna. Rannsóknir, umbætur, kennsla, þjálfun, bætt öryggismening, árangursrík þjónusta og margt, margt fleira má lesa um á 60 veggspjaldakynningum á göngum spítalans í tilefni viku hjúkrunar. Tækifærin í heilbrigðiskerfinu felast í því að efla hjúkrun á Íslandi. Fjölga hjúkrunarfræðingum, fullnýta sérfræðiþekkingu þeirra og styðja þá í endurmenntun. Við þurfum fleiri meistara- og doktorsmenntaða hjúkrunarfræðinga, fleiri sérfræðinga í hjúkrun, sérmenntaða svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðinga í rannsóknavinnu, kennara og fleiri hjúkrunarfræðinga í beina hjúkrun við rúm sjúklingsins. Við viljum nýta tækifærið og benda þeim sem eiga eftir að velja sér framtíðarstarf: tækifærin innan hjúkrunar eru óteljandi. Ekki er hægt að segja að hjúkrun henti einni ákveðinni manngerð. Starfsvettvangurinn er einn sá fjölbreyttasti sem hugsast getur: fjölbreytt hjúkrun frá meðgöngu/fæðingu, fram yfir andlát og allt þar á milli. Kennsla, rannsóknir, stjórnun, fræðsla, eftirlit, tækniþróun, umbótavinna, nefndarstörf, stjórnmál og margt fleira. Hjúkrunarfræðingar bera þess líka merki í fjölbreytileika sínum. Það má segja að það eina sem hjúkrunarfræðingar eigi sameiginlegt er að störf þeirra eru mikilvæg í að efla þrautseigju heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingar, hvar sem þið eruð og hver sem starfsvettvangur ykkar er, til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af afmælisdegi upphafsmanns nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, þann 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar. Alþjóðlega hjúkrunarráðið (ICN) leggur til þema á hverju ári og nú er það: Hjúkrunarfræðingar í fararbroddi breytinga: efla þrautseigju heilbrigðiskerfisins. Með þrautseigju er átt við getuheilbrigðisstarfsmanna og stofnanna til að undibúa sig og bregðast við neyðarástandi á árangursríkan hátt ásamt því að viðhalda meginstarfsemi. Það sem einkennir að þeirra mati þrautseigt heilbrigðiskerfi er að það búi m.a. yfir nægilegum fjölda þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna, viðeigandi innviði heilbrigðiskerfisins og nægilegt fjármagn. Lykilatriðið er þó geta til að aðlagast breytingum. Til þess þarf sveigjanleika, aðlögunarhæfni og menningu þar sem vilji og geta er til að læra. Hvað þrautseigju okkar heilbrigðiskerfis varðar spilar Landspítalinn, þjóðarsjúkrahúsið, stóran sess. Ábyrgð spítalans er mikil þar sem hingað koma allir þeir sjúklingar sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni okkar á Landspítala en afleiðingarnar eru yfir 100% rúmanýting en ætti að vera undir 85% til að hafa getu til að mæta hættuástandi. Dæmin sanna að fjölgun skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn eða venjubundin árleg inflúensa getur sett spítalann í hættuástand. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjastykki í íslensku heilbrigðiskerfi eins og annarsstaðar í heiminum. Hjúkrunarfræðingar Landspítalans hafa getu til að vera að miklu leyti lausn við flæðisvanda spítalans, læknaskorti og skorti á sérfræðiþekkingu hjúkrunar í heilsugæslu og úti á landi. Við höfum nú þegar ótal dæmi þess. Góð fyrirmynd að fjarheilbrigðisþjónustu er nýrnablóðskilun. Fyrir 4 árum þurftu þeir sem bjuggu t.d. á Akureyri að flytja til Reykjavíkur eða fljúga þangað þrisvar í viku til að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nú hefur þessi þjónusta verið byggð upp á Akureyri, Neskaupsstað og Selfossi með góðum árangri og dyggri aðstoð sérfræðinga á Landspítala. Annað dæmi um tækifæri innan hjúkrunar er þjónusta á dagdeild krabbameinslækninga sem hefur tekið miklum breytingum vegna skort á sérfræðilæknum undanfarin ár og er sú starfsemi enn í þróun, með sjúklinginn í öndvegi. Á Landspítalanum er árlega haldin uppskeruhátíð í tengslum við alþjóðadag hjúkrunar sem kallast Vika hjúkrunar. Þrátt fyrir mikið álag síðasta ár hafa yfir hundrað hjúkrunarfræðingar lagt sitt af mörkum til að varpa ljósi á þrautseigju hjúkrunar á Landspítala. Vika hjúkrunar ber þess ekki merki að fyrir tæpu ári síðan var spítalinn undirlagður í verkföllum sem endaði í gerðadómi. Róður spítalans þyngdist vissulega, biðlistar lengdust fram úr hófi og því miður missti spítalann dýrmætan mannafla hjúkrunar frá sér. Þrautseigjan skín samt enn úr störfum þeirra hjúkrunarfræðinga sem þar vinna. Rannsóknir, umbætur, kennsla, þjálfun, bætt öryggismening, árangursrík þjónusta og margt, margt fleira má lesa um á 60 veggspjaldakynningum á göngum spítalans í tilefni viku hjúkrunar. Tækifærin í heilbrigðiskerfinu felast í því að efla hjúkrun á Íslandi. Fjölga hjúkrunarfræðingum, fullnýta sérfræðiþekkingu þeirra og styðja þá í endurmenntun. Við þurfum fleiri meistara- og doktorsmenntaða hjúkrunarfræðinga, fleiri sérfræðinga í hjúkrun, sérmenntaða svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðinga í rannsóknavinnu, kennara og fleiri hjúkrunarfræðinga í beina hjúkrun við rúm sjúklingsins. Við viljum nýta tækifærið og benda þeim sem eiga eftir að velja sér framtíðarstarf: tækifærin innan hjúkrunar eru óteljandi. Ekki er hægt að segja að hjúkrun henti einni ákveðinni manngerð. Starfsvettvangurinn er einn sá fjölbreyttasti sem hugsast getur: fjölbreytt hjúkrun frá meðgöngu/fæðingu, fram yfir andlát og allt þar á milli. Kennsla, rannsóknir, stjórnun, fræðsla, eftirlit, tækniþróun, umbótavinna, nefndarstörf, stjórnmál og margt fleira. Hjúkrunarfræðingar bera þess líka merki í fjölbreytileika sínum. Það má segja að það eina sem hjúkrunarfræðingar eigi sameiginlegt er að störf þeirra eru mikilvæg í að efla þrautseigju heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingar, hvar sem þið eruð og hver sem starfsvettvangur ykkar er, til hamingju með daginn.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar