Tölvan fyrir okkur hin og alla aðra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2016 13:00 Steve Jobs var umdeildur maður en áhersla hans á aðlaðandi og einfalda einkatölvu hafði óumdeilanleg áhrif á gjörvallan tæknigeirann. Jobs var 21 árs gamall þegar hann stofnaði Apple ásamt Steve Wozniak og Ronald Wayne. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Los Altos í Kaliforníu. Apple var stofnað í bílskúrnum hjá Jobs. Hann seldi VW rúnstykkið sitt til að fjármagna stofnkostnaðinn og Wozniak fórnaði Hewlett-Packard reiknivélinni sinni. Í dag er Apple verðmætasta fyrirtæki veraldar og leiðandi afl í tæknigeiranum sem rutt hefur sér til rúms á síðustu áratugum. Hagnaður þessa geira er yfirþyrmandi. Á þeim 40 sekúndum sem hafa liðið síðan þú byrjaðir að lesa þessa grein hafa þessi fyrirtæki (Apple, Alphabet, Microsoft o.fl.) hagnast um 11,7 milljónir króna. Helmingurinn fór til Apple.Aðlaðandi einfaldleiki Apple, rétt eins og Facebook og Microsoft, hefur mótað nýjan veruleika afþreyingar, samskipta og sköpunar. Um milljarður Apple-tækja var í notkun á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er því athyglisvert að flestir þeirra sem nota vörur Apple í dag kynntust tölvum í gegnum keppinauta fyrirtækisins. „Það er gaman að segja frá því að ég var mikill andófsmaður gegn Apple í æsku,“ segir Sverrir Björgvinsson, ritstjóri Einstein.is og Apple-maður mikill. „Maður var alls ekki að hygla Apple, einmitt á þeim tíma þegar Steve Jobs var ekki hjá fyrirtækinu. Og maður hélt í raun áfram að hata Apple eftir að hann kom til baka.“Sverrir BjörgvinssonHugarfarsbreyting Sverris átti sér stað eftir að hafa fengið eina af fyrstu kynslóðum iPod-spilarans að gjöf, og þegar hann komst í kynni við PowerBook G3-fartölvuna. Í báðum tækjum var grunnstef Steve Jobs allsráðandi: „Tölva fyrir okkur hin.“ Samkvæmt Jobs verður tölvan, sem hluti af daglegu lífi fólks, að vera aðlaðandi og einföld.Ég var ung gefin Apple Steve Wozniak sagði eitt sinn að snilld Steve Jobs hafi falist í því að gera hlutina einfalda, en það útheimti altæka stjórn yfir öllu. Þannig er stýrikerfi fyrirtækisins lokað, öfugt við Microsoft o.fl. Ef þú notar iPhone, þá eru litlar líkur á að þú hafir fyrir því að fara eitthvað annað. Sverrir tekur undir þetta og vitnar í Brennu-Njáls sögu: „Eg var ung gefin Njáli. Maður er innviklaður í þetta kerfi.“ Sverrir hefur prófað aðrar tegundir tækja við prófanir á síðunni sinni, en það var oft eitthvað sem gekk ekki sem skyldi. Háþróað og ofur-skilvirkt vistkerfi Apple heillar. Hjá flestum fer að hægjast á hlutunum eftir að 40 ára aldrinum er náð. Apple virðist ekki bera nein merki stöðnunar, það er, ef sölu- og hagnaðartölur eru annars vegar. Engu að síður bíða margir eftir nýrri og byltingarkenndri vöru frá Apple. „Steve Jobs talaði um að allar vörur Apple ættu að komast fyrir á einu skrifborði. iPad, iPhone og Mac-tölvurnar. Núna eru þrjár mismunandi stærðir iPhone í boði, sama á við um iPad. Meiri valmöguleikar eru ekki alltaf af hinu góða.“Að dreyma stórt Apple hefur í gegnum tíðina mætt gríðarlegri mótspyrnu frá þeim sem hafa ríkjandi stöðu á tilteknum mörkuðum. Það þótti fáránlegt af Apple að ætla að ryðja sér til rúms á farsímamarkaði. Ljóst er að Apple hyggst sundra og endurheimta fleiri geira. Bílamarkaðurinn þykir augljóst næsta skref fyrir tæknirisann. Sverrir segir spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær Apple kynnir bíl til leiks. „Margir telja að Apple muni nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) í bílnum þar sem þú sérð leiðarvísi GPS-tækisins í bílrúðunni. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.[…] Ég, sem Apple notandi þá, var mjög efins um iPhone-inn. Ég var mjög seinn að fá mér iPhone. Þegar hann var kynntur hugsaði maður: „Hvað ætla þeir eiginlega að fara að gera með þennan síma? Þeir eru ekki að fara að skáka Nokia?““ segir Sverrir og bætir við: „Það hefur nú aldeilis breyst.“ Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Jobs var 21 árs gamall þegar hann stofnaði Apple ásamt Steve Wozniak og Ronald Wayne. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Los Altos í Kaliforníu. Apple var stofnað í bílskúrnum hjá Jobs. Hann seldi VW rúnstykkið sitt til að fjármagna stofnkostnaðinn og Wozniak fórnaði Hewlett-Packard reiknivélinni sinni. Í dag er Apple verðmætasta fyrirtæki veraldar og leiðandi afl í tæknigeiranum sem rutt hefur sér til rúms á síðustu áratugum. Hagnaður þessa geira er yfirþyrmandi. Á þeim 40 sekúndum sem hafa liðið síðan þú byrjaðir að lesa þessa grein hafa þessi fyrirtæki (Apple, Alphabet, Microsoft o.fl.) hagnast um 11,7 milljónir króna. Helmingurinn fór til Apple.Aðlaðandi einfaldleiki Apple, rétt eins og Facebook og Microsoft, hefur mótað nýjan veruleika afþreyingar, samskipta og sköpunar. Um milljarður Apple-tækja var í notkun á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er því athyglisvert að flestir þeirra sem nota vörur Apple í dag kynntust tölvum í gegnum keppinauta fyrirtækisins. „Það er gaman að segja frá því að ég var mikill andófsmaður gegn Apple í æsku,“ segir Sverrir Björgvinsson, ritstjóri Einstein.is og Apple-maður mikill. „Maður var alls ekki að hygla Apple, einmitt á þeim tíma þegar Steve Jobs var ekki hjá fyrirtækinu. Og maður hélt í raun áfram að hata Apple eftir að hann kom til baka.“Sverrir BjörgvinssonHugarfarsbreyting Sverris átti sér stað eftir að hafa fengið eina af fyrstu kynslóðum iPod-spilarans að gjöf, og þegar hann komst í kynni við PowerBook G3-fartölvuna. Í báðum tækjum var grunnstef Steve Jobs allsráðandi: „Tölva fyrir okkur hin.“ Samkvæmt Jobs verður tölvan, sem hluti af daglegu lífi fólks, að vera aðlaðandi og einföld.Ég var ung gefin Apple Steve Wozniak sagði eitt sinn að snilld Steve Jobs hafi falist í því að gera hlutina einfalda, en það útheimti altæka stjórn yfir öllu. Þannig er stýrikerfi fyrirtækisins lokað, öfugt við Microsoft o.fl. Ef þú notar iPhone, þá eru litlar líkur á að þú hafir fyrir því að fara eitthvað annað. Sverrir tekur undir þetta og vitnar í Brennu-Njáls sögu: „Eg var ung gefin Njáli. Maður er innviklaður í þetta kerfi.“ Sverrir hefur prófað aðrar tegundir tækja við prófanir á síðunni sinni, en það var oft eitthvað sem gekk ekki sem skyldi. Háþróað og ofur-skilvirkt vistkerfi Apple heillar. Hjá flestum fer að hægjast á hlutunum eftir að 40 ára aldrinum er náð. Apple virðist ekki bera nein merki stöðnunar, það er, ef sölu- og hagnaðartölur eru annars vegar. Engu að síður bíða margir eftir nýrri og byltingarkenndri vöru frá Apple. „Steve Jobs talaði um að allar vörur Apple ættu að komast fyrir á einu skrifborði. iPad, iPhone og Mac-tölvurnar. Núna eru þrjár mismunandi stærðir iPhone í boði, sama á við um iPad. Meiri valmöguleikar eru ekki alltaf af hinu góða.“Að dreyma stórt Apple hefur í gegnum tíðina mætt gríðarlegri mótspyrnu frá þeim sem hafa ríkjandi stöðu á tilteknum mörkuðum. Það þótti fáránlegt af Apple að ætla að ryðja sér til rúms á farsímamarkaði. Ljóst er að Apple hyggst sundra og endurheimta fleiri geira. Bílamarkaðurinn þykir augljóst næsta skref fyrir tæknirisann. Sverrir segir spurninguna ekki vera hvort, heldur hvenær Apple kynnir bíl til leiks. „Margir telja að Apple muni nýta aukinn veruleika (e. augmented reality) í bílnum þar sem þú sérð leiðarvísi GPS-tækisins í bílrúðunni. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.[…] Ég, sem Apple notandi þá, var mjög efins um iPhone-inn. Ég var mjög seinn að fá mér iPhone. Þegar hann var kynntur hugsaði maður: „Hvað ætla þeir eiginlega að fara að gera með þennan síma? Þeir eru ekki að fara að skáka Nokia?““ segir Sverrir og bætir við: „Það hefur nú aldeilis breyst.“
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira