Matt LeBlanc í nýrri Top Gear stríðnistiklu Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 16:08 Nú fer að líða að sýningu fyrstu Top Gear þáttaraðarinnar hjá BBC með nýjum stjórnendum þáttanna. Einn þeirra er Friends leikarinn Matt LeBlanc sem hér sést glíma við Ariel Nomad mjög svo torfæruhæfan Buggy-bíl. Það reynist honum þrautin þyngri að komast í bílinn enda engar hurðir á honum, en svo tekur fjörið við hjá Matt, enda bíllinn öflugur og fer afar létt með óslétt undirlagið á þessum slaglanga bíl. Ekki er rykið sem bíllinn þyrla upp með öllu afli sínu til að gleðja Matt eins og hér sést en það má afsaka með öðrum kostum bílsins, en Ariel Nomad er ekki með þak frekar en hurðir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur munu sakna þríeykisins Clarkson, Hammond og May svo mikið að þættirnir munu ekki ná fyrra flugi, en það kemur í ljós í næsta mánuði. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Nú fer að líða að sýningu fyrstu Top Gear þáttaraðarinnar hjá BBC með nýjum stjórnendum þáttanna. Einn þeirra er Friends leikarinn Matt LeBlanc sem hér sést glíma við Ariel Nomad mjög svo torfæruhæfan Buggy-bíl. Það reynist honum þrautin þyngri að komast í bílinn enda engar hurðir á honum, en svo tekur fjörið við hjá Matt, enda bíllinn öflugur og fer afar létt með óslétt undirlagið á þessum slaglanga bíl. Ekki er rykið sem bíllinn þyrla upp með öllu afli sínu til að gleðja Matt eins og hér sést en það má afsaka með öðrum kostum bílsins, en Ariel Nomad er ekki með þak frekar en hurðir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur munu sakna þríeykisins Clarkson, Hammond og May svo mikið að þættirnir munu ekki ná fyrra flugi, en það kemur í ljós í næsta mánuði.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent