Umfjöllun og viðtöl. Þór Ak. - Tindastóll 81-93 | Frábær lokasprettur kláraði Stólanna Ólafur Haukur Tómasson í Höllinni á Akureyri skrifar 4. desember 2016 18:45 Antonio Hester hefur komið vel inn í lið Tindastóls. vísir/anton Tindastóll féll úr leik í Maltbikar karla í körfubolta í dag eftir 81-93 tap gegn Þór Akureyri á Akureyri í dag. Það var norðlenskur slagur í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar Þór Akureyri og Tindastóll mættust við troðfulla höll og í mikilli stemmingu þar sem fjölmargir stuðningsmenn beggja liða mættu. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi og hvorugu liðinu tókst að hrista hitt af sér þó svo þau hefðu bæði fengið tækifæri á að gera það. Leikurinn var hraður og bæði lið sóttu frekar hratt, jafnvel of hratt því bæði lið voru að klúðra mörgum fínum skotum í leiknum. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu Tindastóll með tveimur sex stigum, 44-50 en af þessum fimmtíu stigum Tindastóls voru þeir Antonio Hester og Christopher Caird með 42 stig samanlagt og Darrel Lewis var með fjórtán stig fyrir Þór. Heimamenn í Þór mættu öflugri til seinni hálfleiks og tóku stjórnina í leiknum af Tindastól. Þeir náðu að jafna metin aftur í þriðja leikhluta og voru eftir það alltaf skrefinu á undan. Í fjórða leikhlutanum sigldu heimamenn fram úr og unnu tólf stiga sigur, 93-81 og fara Akureyringarnir í átta liða úrslit Maltbikarsins.Af hverju vann Þór Akureyri? Darrel Lewis var frábær í leiknum gegn sínum gömlu liðsfélögum og var allt í öllu hjá þeim. Sóknarleikur þeirra var fínn en varnarleikurinn stóð upp úr og sigldi þessum sigri hjá þeim. Þeir náðu að halda niðri flestum af sterkari mönnum Stólana og fundu ágætis svar við þeim Hester og Caird í seinni hálfleiknum. Liðsheildin sem Þór sýndi í dag var mjög góð.Bestu menn vallarins: Hjá heimamönnum fór hann Darrel Lewis fremstur í flokki með 31 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Hann spilaði mjög góða vörn en var svo allt í öllu í sóknarleik þeirra. Hjá Stólunum báru tveir leikmenn af Christopher Caird skoraði 27 stig og átti sjö fráköst en Antonio Hester skoraði 32 stig, átti ellefu fráköst og tvö varin skot.Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið voru að skjóta lengi vel frekar illa en 37% skotnýting Tindastóls svíður svolítið í augun. Bæði lið fráköstuðu ágætlega en Þór bar af þegar kom að vörðum skotum en þeir áttu ellefu slík og stoðsendingum en Stólarnir stálu helmingi fleiri boltum en heimamenn.Hvað gekk illa? Tindastóll þurfti nauðsynlega á því að fá meira út úr öðrum lykilmönnum sínum í dag. Þeir Pétur Rúnar, Hafþór Björgvin og Helgi Valur sem gætu hæglega talist sem lykilmenn liðsins áttu ekki nógu góðan leik og fundu sig illa á báðum helmingum vallarins.Þór Ak.-Tindastóll 93-81 (23-20, 21-30, 26-21, 23-10)Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, George Beamon 21/10 fráköst, Danero Thomas 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 4/6 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 4/8 fráköst/6 varin skot, Sindri Davíðsson 3.Tindastóll: Antonio Hester 32/11 fráköst, Cristopher Caird 27/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 6/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Hannes Ingi Másson 3. Benedikt: Vörnin skilaði þessu á endanum„Ég er hrikalega sáttur. Mér fannst baráttan og viljinn í þessu liði til fyrirmyndar og ég er mjög ánægður með drengina og þeirra vinnuframlag í dag,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri eftir sigur sinna manna gegn Tindastól í kvöld. Varnarleikur Þórs var mjög góður mest allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar fyrri hálfleikur var búinn þá höfðu þeir Antonio Hester og Christopher Caird skorað 42 af 50 mörkum Tindastóls á þeim tíma og augljóst hvað þurfti að bæta hjá Þór í seinni hálfleik. Benedikt var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í vörninni. „Það sem skilar þessu er vörnin á endanum. Við réðum fyrst ekkert við Antonio Hester og Christopher Caird í fyrri hálfleiknum. Við vissum að Hester yrði erfiðum og að við þyrftum að ná að stöðva Caird í seinni háflleik og það hafi tekist nægilega mikið, hann var í stuði og var okkur nægilega erfiður. Við höldum þeim í 31 stigi í seinni hálfleik sem var lykillinn að þessu,“ Þórsarar hafa verið á ágætis skriði í deildinni og uppskáru góðan sigur gegn mjög sterkur liði í kvöld og er Benedikt ánægður með það en segist vilja sjá meira frá sínum mönnum. „Maður vill alltaf meira og aðeins betra og út á það gengur mitt starf. Ég get lítið kvartað og þetta hefur gengið þokkalega hjá okkur. Við verðum að halda áfram á sömu braut, það þýðir ekkert að vera of sáttur með sig og halda að við séum orðnir einhverjir ógurlegir spaðar, við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur,“ „Við skulum sjá. Við tökum eina umferð í einu,“ bætti Benedikt við þegar hann var spurður af því hve langt hann héldi að hann gæti farið með lið sitt í Maltbikarnum þetta árið. Martin Israel: Þurfum að fá meira frá öllum„Við náðum ekki flæðinu í okkar leik. Við sendum boltann ekki nógu vel í sókninni og komum okkur alltof oft í maður á mann stöður og varnarlega þá var maður á mann vörnin okkar ekki nægilega góð heldur. Við verðum að laga þetta. Þetta var bikarleikur, bara einn leikur og allt getur gerst,“ sagði Martin Israel, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Þórsarar spiluðu sterka vörn á Tindastól og var Israel ánægður með spilamennsku sinna manna í sókninni og taldi þá þurfa að gera betur til að brjóta þá niður og taldi sína menn ekki skila nógu miklu í vörninni heldur. „Þeir eru með gott lið en eru stundum ekki mikið með boltann í höndunum svo þeir sýndu að þeir voru bara þéttari en við í dag. Þeir eru ekki vanalega mjög ákafir og þeir hleypa okkur nálægt en við náðum ekki að spila nóg í gegnum þá, við reyndum alltof mikið að mæta þeim maður á mann. Þeir skora 93 stig á okkur og það er eitthvað sem við verðum að laga,“ Antonio Hester og Christopher Caird báru af í liði Tindastóls í dag og skoruðu 59 af 81 stigi Tindastóls. Aðrir sterkir leikmenn liðsins voru ekki að ná sér almennilega á strik og segist Israel ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Við spilum alltaf eins og lið og stundum spilar Hester vel, stundum er það Pétur og stundum Helgi og svo framvegis. Við þurftum meira frá öllum í liðinu gegn svona góðum liðum,“ sagði Isreal. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Tindastóll féll úr leik í Maltbikar karla í körfubolta í dag eftir 81-93 tap gegn Þór Akureyri á Akureyri í dag. Það var norðlenskur slagur í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar Þór Akureyri og Tindastóll mættust við troðfulla höll og í mikilli stemmingu þar sem fjölmargir stuðningsmenn beggja liða mættu. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi og hvorugu liðinu tókst að hrista hitt af sér þó svo þau hefðu bæði fengið tækifæri á að gera það. Leikurinn var hraður og bæði lið sóttu frekar hratt, jafnvel of hratt því bæði lið voru að klúðra mörgum fínum skotum í leiknum. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu Tindastóll með tveimur sex stigum, 44-50 en af þessum fimmtíu stigum Tindastóls voru þeir Antonio Hester og Christopher Caird með 42 stig samanlagt og Darrel Lewis var með fjórtán stig fyrir Þór. Heimamenn í Þór mættu öflugri til seinni hálfleiks og tóku stjórnina í leiknum af Tindastól. Þeir náðu að jafna metin aftur í þriðja leikhluta og voru eftir það alltaf skrefinu á undan. Í fjórða leikhlutanum sigldu heimamenn fram úr og unnu tólf stiga sigur, 93-81 og fara Akureyringarnir í átta liða úrslit Maltbikarsins.Af hverju vann Þór Akureyri? Darrel Lewis var frábær í leiknum gegn sínum gömlu liðsfélögum og var allt í öllu hjá þeim. Sóknarleikur þeirra var fínn en varnarleikurinn stóð upp úr og sigldi þessum sigri hjá þeim. Þeir náðu að halda niðri flestum af sterkari mönnum Stólana og fundu ágætis svar við þeim Hester og Caird í seinni hálfleiknum. Liðsheildin sem Þór sýndi í dag var mjög góð.Bestu menn vallarins: Hjá heimamönnum fór hann Darrel Lewis fremstur í flokki með 31 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Hann spilaði mjög góða vörn en var svo allt í öllu í sóknarleik þeirra. Hjá Stólunum báru tveir leikmenn af Christopher Caird skoraði 27 stig og átti sjö fráköst en Antonio Hester skoraði 32 stig, átti ellefu fráköst og tvö varin skot.Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið voru að skjóta lengi vel frekar illa en 37% skotnýting Tindastóls svíður svolítið í augun. Bæði lið fráköstuðu ágætlega en Þór bar af þegar kom að vörðum skotum en þeir áttu ellefu slík og stoðsendingum en Stólarnir stálu helmingi fleiri boltum en heimamenn.Hvað gekk illa? Tindastóll þurfti nauðsynlega á því að fá meira út úr öðrum lykilmönnum sínum í dag. Þeir Pétur Rúnar, Hafþór Björgvin og Helgi Valur sem gætu hæglega talist sem lykilmenn liðsins áttu ekki nógu góðan leik og fundu sig illa á báðum helmingum vallarins.Þór Ak.-Tindastóll 93-81 (23-20, 21-30, 26-21, 23-10)Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, George Beamon 21/10 fráköst, Danero Thomas 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 4/6 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 4/8 fráköst/6 varin skot, Sindri Davíðsson 3.Tindastóll: Antonio Hester 32/11 fráköst, Cristopher Caird 27/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 6/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Hannes Ingi Másson 3. Benedikt: Vörnin skilaði þessu á endanum„Ég er hrikalega sáttur. Mér fannst baráttan og viljinn í þessu liði til fyrirmyndar og ég er mjög ánægður með drengina og þeirra vinnuframlag í dag,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri eftir sigur sinna manna gegn Tindastól í kvöld. Varnarleikur Þórs var mjög góður mest allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar fyrri hálfleikur var búinn þá höfðu þeir Antonio Hester og Christopher Caird skorað 42 af 50 mörkum Tindastóls á þeim tíma og augljóst hvað þurfti að bæta hjá Þór í seinni hálfleik. Benedikt var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í vörninni. „Það sem skilar þessu er vörnin á endanum. Við réðum fyrst ekkert við Antonio Hester og Christopher Caird í fyrri hálfleiknum. Við vissum að Hester yrði erfiðum og að við þyrftum að ná að stöðva Caird í seinni háflleik og það hafi tekist nægilega mikið, hann var í stuði og var okkur nægilega erfiður. Við höldum þeim í 31 stigi í seinni hálfleik sem var lykillinn að þessu,“ Þórsarar hafa verið á ágætis skriði í deildinni og uppskáru góðan sigur gegn mjög sterkur liði í kvöld og er Benedikt ánægður með það en segist vilja sjá meira frá sínum mönnum. „Maður vill alltaf meira og aðeins betra og út á það gengur mitt starf. Ég get lítið kvartað og þetta hefur gengið þokkalega hjá okkur. Við verðum að halda áfram á sömu braut, það þýðir ekkert að vera of sáttur með sig og halda að við séum orðnir einhverjir ógurlegir spaðar, við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur,“ „Við skulum sjá. Við tökum eina umferð í einu,“ bætti Benedikt við þegar hann var spurður af því hve langt hann héldi að hann gæti farið með lið sitt í Maltbikarnum þetta árið. Martin Israel: Þurfum að fá meira frá öllum„Við náðum ekki flæðinu í okkar leik. Við sendum boltann ekki nógu vel í sókninni og komum okkur alltof oft í maður á mann stöður og varnarlega þá var maður á mann vörnin okkar ekki nægilega góð heldur. Við verðum að laga þetta. Þetta var bikarleikur, bara einn leikur og allt getur gerst,“ sagði Martin Israel, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Þórsarar spiluðu sterka vörn á Tindastól og var Israel ánægður með spilamennsku sinna manna í sókninni og taldi þá þurfa að gera betur til að brjóta þá niður og taldi sína menn ekki skila nógu miklu í vörninni heldur. „Þeir eru með gott lið en eru stundum ekki mikið með boltann í höndunum svo þeir sýndu að þeir voru bara þéttari en við í dag. Þeir eru ekki vanalega mjög ákafir og þeir hleypa okkur nálægt en við náðum ekki að spila nóg í gegnum þá, við reyndum alltof mikið að mæta þeim maður á mann. Þeir skora 93 stig á okkur og það er eitthvað sem við verðum að laga,“ Antonio Hester og Christopher Caird báru af í liði Tindastóls í dag og skoruðu 59 af 81 stigi Tindastóls. Aðrir sterkir leikmenn liðsins voru ekki að ná sér almennilega á strik og segist Israel ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Við spilum alltaf eins og lið og stundum spilar Hester vel, stundum er það Pétur og stundum Helgi og svo framvegis. Við þurftum meira frá öllum í liðinu gegn svona góðum liðum,“ sagði Isreal.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira