Til í slaginn Oddný Harðardóttir skrifar 1. júní 2016 08:00 Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur ákveðið að blása til landsfundar 3. – 4. júní, endurnýja forystusveit flokksins og skerpa á stefnumálunum. Samfylkingin mun mæta fersk til leiks að loknum landsfundi. Og það er tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem þrá að finna baráttunni fyrir jafnrétti og réttlæti greiðan farveg. Ég vil leiða þá baráttu og vil að velferðarmálin verði þar sett í öndvegi. Augljóst kosningamál jafnaðarmanna verður gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta enda eru gjöldin sem sjúklingar greiða allt of há og of margir draga það þess vegna að leita sér lækninga. Bygging nýs Landspítala, áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila, framkvæmd geðheilsustefnu og betri heilsugæsla sem er samstillt félagsþjónustu sveitarfélaga, eru allt aðkallandi velferðarmál. Jafnrétti til náms verður einnig kosningamál samofið raunhæfri byggða- mennta- og atvinnustefnu. Húsnæðisgreiðslur, barnagreiðslur og lengra fæðingarorlof mætir þörfum ungra barnafjölskyldna. Einfaldari og betri almannatryggingar eru nauðsynlegar. Spilling Til að fjármagna velferðina þarf fullt verð fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar að renna í ríkissjóð og allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Með Panamaskjölunum komst upp um Íslendinga sem höfðu nýtt sér skattaskjól og sumir þeirra hafa væntanlega talið sér vera þar óhætt, í skjóli fyrir skattinum á Íslandi. Við eigum að nýta það tækifæri sem Panamaskjölin gefa okkur til að uppræta kerfi blekkingar og spillingar sem búið hefur verið til fyrir þá sem vilja komast hjá því að greiða sinn hlut til samfélagsins. Einhverjir eigendur aflandsfélaga fengu háar fjárhæðir afskrifaðar í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Dæmi eru um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans og eigendur þess fjár fengið þar verulegan ábata. Upplýsa þarf hvort hér sé í einhverjum tilfellum um sömu aðila að ræða, því slíka spillingu og siðleysi má alls ekki líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Sjá meira
Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur ákveðið að blása til landsfundar 3. – 4. júní, endurnýja forystusveit flokksins og skerpa á stefnumálunum. Samfylkingin mun mæta fersk til leiks að loknum landsfundi. Og það er tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem þrá að finna baráttunni fyrir jafnrétti og réttlæti greiðan farveg. Ég vil leiða þá baráttu og vil að velferðarmálin verði þar sett í öndvegi. Augljóst kosningamál jafnaðarmanna verður gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta enda eru gjöldin sem sjúklingar greiða allt of há og of margir draga það þess vegna að leita sér lækninga. Bygging nýs Landspítala, áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila, framkvæmd geðheilsustefnu og betri heilsugæsla sem er samstillt félagsþjónustu sveitarfélaga, eru allt aðkallandi velferðarmál. Jafnrétti til náms verður einnig kosningamál samofið raunhæfri byggða- mennta- og atvinnustefnu. Húsnæðisgreiðslur, barnagreiðslur og lengra fæðingarorlof mætir þörfum ungra barnafjölskyldna. Einfaldari og betri almannatryggingar eru nauðsynlegar. Spilling Til að fjármagna velferðina þarf fullt verð fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar að renna í ríkissjóð og allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Með Panamaskjölunum komst upp um Íslendinga sem höfðu nýtt sér skattaskjól og sumir þeirra hafa væntanlega talið sér vera þar óhætt, í skjóli fyrir skattinum á Íslandi. Við eigum að nýta það tækifæri sem Panamaskjölin gefa okkur til að uppræta kerfi blekkingar og spillingar sem búið hefur verið til fyrir þá sem vilja komast hjá því að greiða sinn hlut til samfélagsins. Einhverjir eigendur aflandsfélaga fengu háar fjárhæðir afskrifaðar í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Dæmi eru um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans og eigendur þess fjár fengið þar verulegan ábata. Upplýsa þarf hvort hér sé í einhverjum tilfellum um sömu aðila að ræða, því slíka spillingu og siðleysi má alls ekki líða.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun