Til í slaginn Oddný Harðardóttir skrifar 1. júní 2016 08:00 Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur ákveðið að blása til landsfundar 3. – 4. júní, endurnýja forystusveit flokksins og skerpa á stefnumálunum. Samfylkingin mun mæta fersk til leiks að loknum landsfundi. Og það er tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem þrá að finna baráttunni fyrir jafnrétti og réttlæti greiðan farveg. Ég vil leiða þá baráttu og vil að velferðarmálin verði þar sett í öndvegi. Augljóst kosningamál jafnaðarmanna verður gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta enda eru gjöldin sem sjúklingar greiða allt of há og of margir draga það þess vegna að leita sér lækninga. Bygging nýs Landspítala, áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila, framkvæmd geðheilsustefnu og betri heilsugæsla sem er samstillt félagsþjónustu sveitarfélaga, eru allt aðkallandi velferðarmál. Jafnrétti til náms verður einnig kosningamál samofið raunhæfri byggða- mennta- og atvinnustefnu. Húsnæðisgreiðslur, barnagreiðslur og lengra fæðingarorlof mætir þörfum ungra barnafjölskyldna. Einfaldari og betri almannatryggingar eru nauðsynlegar. Spilling Til að fjármagna velferðina þarf fullt verð fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar að renna í ríkissjóð og allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Með Panamaskjölunum komst upp um Íslendinga sem höfðu nýtt sér skattaskjól og sumir þeirra hafa væntanlega talið sér vera þar óhætt, í skjóli fyrir skattinum á Íslandi. Við eigum að nýta það tækifæri sem Panamaskjölin gefa okkur til að uppræta kerfi blekkingar og spillingar sem búið hefur verið til fyrir þá sem vilja komast hjá því að greiða sinn hlut til samfélagsins. Einhverjir eigendur aflandsfélaga fengu háar fjárhæðir afskrifaðar í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Dæmi eru um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans og eigendur þess fjár fengið þar verulegan ábata. Upplýsa þarf hvort hér sé í einhverjum tilfellum um sömu aðila að ræða, því slíka spillingu og siðleysi má alls ekki líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur ákveðið að blása til landsfundar 3. – 4. júní, endurnýja forystusveit flokksins og skerpa á stefnumálunum. Samfylkingin mun mæta fersk til leiks að loknum landsfundi. Og það er tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem þrá að finna baráttunni fyrir jafnrétti og réttlæti greiðan farveg. Ég vil leiða þá baráttu og vil að velferðarmálin verði þar sett í öndvegi. Augljóst kosningamál jafnaðarmanna verður gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta enda eru gjöldin sem sjúklingar greiða allt of há og of margir draga það þess vegna að leita sér lækninga. Bygging nýs Landspítala, áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila, framkvæmd geðheilsustefnu og betri heilsugæsla sem er samstillt félagsþjónustu sveitarfélaga, eru allt aðkallandi velferðarmál. Jafnrétti til náms verður einnig kosningamál samofið raunhæfri byggða- mennta- og atvinnustefnu. Húsnæðisgreiðslur, barnagreiðslur og lengra fæðingarorlof mætir þörfum ungra barnafjölskyldna. Einfaldari og betri almannatryggingar eru nauðsynlegar. Spilling Til að fjármagna velferðina þarf fullt verð fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar að renna í ríkissjóð og allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Með Panamaskjölunum komst upp um Íslendinga sem höfðu nýtt sér skattaskjól og sumir þeirra hafa væntanlega talið sér vera þar óhætt, í skjóli fyrir skattinum á Íslandi. Við eigum að nýta það tækifæri sem Panamaskjölin gefa okkur til að uppræta kerfi blekkingar og spillingar sem búið hefur verið til fyrir þá sem vilja komast hjá því að greiða sinn hlut til samfélagsins. Einhverjir eigendur aflandsfélaga fengu háar fjárhæðir afskrifaðar í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Dæmi eru um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans og eigendur þess fjár fengið þar verulegan ábata. Upplýsa þarf hvort hér sé í einhverjum tilfellum um sömu aðila að ræða, því slíka spillingu og siðleysi má alls ekki líða.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun