Endurupptökunefnd – hvað er nú það? Ragnar Halldór Hall skrifar 10. mars 2016 07:00 Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar