Kaup á lyfjum á netinu gerð öruggari með nýrri reglugerð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2016 11:00 Mjög erfitt getur verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja, að því er segir á vef Lyfjastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frá og með 1. júlí verður auðveldara fyrir þá sem kaup lyf á netinu innan Evrópusambandsins að vita hverjir hafa leyfi til sölu á lyfjunum. Tekið verður í notkun sérstakt tákn sem verður á vefsíðum vottaðra seljenda og lyfjastofnana viðkomandi landa. „Það er verið að innleiða nýja reglugerð um fölsuð lyf sem gera á dreifingarkeðjuna á lyfjum öruggari. Það á eftir innleiða hana hér á landi þótt búið sé að taka hana inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Við erum búin að gera okkur klár til að birta lista á okkar heimasíðu yfir löglega seljendur lyfja á netinu þegar reglugerðin hefur verið innleidd hér,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún getur þess að reglugerðin hafi verið sett í kjölfar mikils átaks vegna sölu falsaðra lyfja. „Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir.“ Neytendur á Íslandi geta nú flutt inn 100 daga skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum í gegnum apótek á Norðurlöndum eða frá seljendum á Evrópska efnahagssvæðinu,EES, að því er Rúna greinir frá. Hún kveðst ekki vita um umfang kaupa lyfja hingað frá útlöndum. „En við erum í samstarfi og samráði við Póstinn og tollayfirvöld og erum stundum kölluð til ef skera þarf úr um hvort um lyf sé að ræða eða 100 daga skammt.“ Kaupendur lyfja erlendis frá eru í sumum tilfellum útlendingar sem eru búsettir hér í stuttan tíma. „Þeir eru kannski hjá lækni erlendis. Þetta er orðið svo alþjóðlegt samfélag,“ tekur Rúna fram. Engin íslensk vefverslun eða vefsíða á samskiptamiðlum hefur leyfi Lyfjastofnunar til að selja lyf."Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir," segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSONÁ vefsíðu Lyfjastofnunar er bent á að áhætta fylgi því að kaupa lyf frá þeim sem ekki uppfylli gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðenda lyfja. Að gefnu tilefni bendir Lyfjastofnun á að sala lyfja á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum auk söluvefja á netinu svo sem Bland.is, sé með öllu óheimil. Dæmi séu um að framleiðendur ólöglegra lyfja líki eftir löglegum lyfjaumbúðum. Algjörlega óvíst sé þess vegna hvaða efni eru í slíkri vöru og í hvaða magni efnin eru. Mjög erfitt geti verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja. Ísland hefur frá 2010 tekið þátt í árlegum aðgerðum Interpol, Europol og Alþjóðatollasamvinnuráðsins sem stefnt er gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum. Þúsundum vefsíðna um allan heim, þar sem stunduð er ólögleg lyfsala, hefur verið lokað. Þungir dómar hafa fallið í lyfjafölsunarmálum, t.d. Bretlandi, að því er segir á vef Lyfjastofnunar. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Frá og með 1. júlí verður auðveldara fyrir þá sem kaup lyf á netinu innan Evrópusambandsins að vita hverjir hafa leyfi til sölu á lyfjunum. Tekið verður í notkun sérstakt tákn sem verður á vefsíðum vottaðra seljenda og lyfjastofnana viðkomandi landa. „Það er verið að innleiða nýja reglugerð um fölsuð lyf sem gera á dreifingarkeðjuna á lyfjum öruggari. Það á eftir innleiða hana hér á landi þótt búið sé að taka hana inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Við erum búin að gera okkur klár til að birta lista á okkar heimasíðu yfir löglega seljendur lyfja á netinu þegar reglugerðin hefur verið innleidd hér,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún getur þess að reglugerðin hafi verið sett í kjölfar mikils átaks vegna sölu falsaðra lyfja. „Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir.“ Neytendur á Íslandi geta nú flutt inn 100 daga skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum í gegnum apótek á Norðurlöndum eða frá seljendum á Evrópska efnahagssvæðinu,EES, að því er Rúna greinir frá. Hún kveðst ekki vita um umfang kaupa lyfja hingað frá útlöndum. „En við erum í samstarfi og samráði við Póstinn og tollayfirvöld og erum stundum kölluð til ef skera þarf úr um hvort um lyf sé að ræða eða 100 daga skammt.“ Kaupendur lyfja erlendis frá eru í sumum tilfellum útlendingar sem eru búsettir hér í stuttan tíma. „Þeir eru kannski hjá lækni erlendis. Þetta er orðið svo alþjóðlegt samfélag,“ tekur Rúna fram. Engin íslensk vefverslun eða vefsíða á samskiptamiðlum hefur leyfi Lyfjastofnunar til að selja lyf."Einn þátturinn í að tryggja öryggið er að aðilar séu vottaðir," segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSONÁ vefsíðu Lyfjastofnunar er bent á að áhætta fylgi því að kaupa lyf frá þeim sem ekki uppfylli gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðenda lyfja. Að gefnu tilefni bendir Lyfjastofnun á að sala lyfja á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum auk söluvefja á netinu svo sem Bland.is, sé með öllu óheimil. Dæmi séu um að framleiðendur ólöglegra lyfja líki eftir löglegum lyfjaumbúðum. Algjörlega óvíst sé þess vegna hvaða efni eru í slíkri vöru og í hvaða magni efnin eru. Mjög erfitt geti verið að greina mun á umbúðum falsaðra lyfja og löglegra lyfja. Ísland hefur frá 2010 tekið þátt í árlegum aðgerðum Interpol, Europol og Alþjóðatollasamvinnuráðsins sem stefnt er gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum. Þúsundum vefsíðna um allan heim, þar sem stunduð er ólögleg lyfsala, hefur verið lokað. Þungir dómar hafa fallið í lyfjafölsunarmálum, t.d. Bretlandi, að því er segir á vef Lyfjastofnunar.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira