Hæstaréttardómurum fækki í fimm Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari telur að nægjanlegt sé að flytja mál á tveimur dómstigum. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, fagnar stofnun millidómstigs og segir tilurð þess löngu tímabæra. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um nýjan dóm sem verður kallaður Landsréttur. Jón segist þó hafa athugasemdir við frumvarpið og telur að gera þurfi frekari breytingar á réttarfarslögum. „Í fyrsta lagi þá tel ég að um leið og þetta er gert eigi að fækka dómurum í Hæstarétti niður í fimm en ekki sjö eins og er í frumvarpinu,“ segir Jón. Hann segir að dómararnir fimm í Hæstarétti ættu að dæma í öllum málum. „Þetta tel ég að sé nauðsynlegt að gera til að styrkja fordæmisgildi dómanna og minnka hættuna á því að tilfallandi ákvarðanir og skipan dómsins í einstökum málum skapi óvissu um niðurstöðu.“Sitjandi dómarar hafi ekki áhrif Í öðru lagi telur Jón Steinar að ekkert mál eigi að fara á fleiri en tvö dómstig, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að mál geti farið í gegnum öll þrjú dómstigin. Þetta telur Jón Steinar að sé óþarfi. Hæstiréttur eigi að dæma í stærstu málunum; mestu prinsippmálunum og fordæmismálunum. Hægt sé að koma þessum málum til réttarins á tvennan hátt. „Annaðhvort að rétturinn leyfi áfrýjun beint af fyrsta dómstigi til Hæstaréttar ef prinsippið er mikið. Eins hitt að menn ættu að geta sótt um það til Hæstaréttar að byrja á millidómstiginu,“ segir Jón Steinar. Hæstiréttur myndi þá veita leyfi til þess og í því leyfi fælist þá um leið heimild til að áfrýja dómi þaðan til Hæstaréttar. Hann segir að ef fallist yrði á þetta þá þyrfti ekki fimmtán dómara á millistigi. Nóg yrði að hafa þá á bilinu níu til tólf. Í fjórða lagi telur Jón Steinar að það þurfi að afnema með öllu áhrif sitjandi dómara þegar ákvarðanir um skipun nýrra dómara eru teknar. Það sé algjörlega nauðsynlegt að ráðherra setji nýjar og skýrari reglur um skipun dómara. Jón Steinar telur að núverandi kerfi brjóti í bága við stjórnarskrá Íslands að sett sé upp nefnd sem skuli í raun ákveða hver verði næsti dómari í Hæstarétti.Fordæmi að finna í útlöndum Í fimmta lagi vill Jón Steinar sjá breyttar reglur um það hvernig atkvæði í Hæstarétti verði samin. Jón Steinar hefur lagt áherslu á að hver dómari semji sínar eigin forsendur undir eigin nafni. Núna er fyrirkomulagið þannig að sá sem les dóminn veit ekki hver hefur samið forsendurnar. „Ég var með tillögu um það að þessu yrði breytt og við tækjum upp kerfi sem þekkist víða erlendis, í Englandi, við Mannréttindadómstól Evrópu, í Hæstarétti Bandaríkjanna og í Noregi svo dæmi séu nefnd, að menn skrifa undir nafni,“ segir Jón Steinar. Þannig að sá sem skrifar aðalatkvæði skrifar það með sínum forsendum og setur nafn sitt undir. „Síðan geta hinir bara sagt sammála frummælanda og nafnið sitt við það. Eða þá að þeir geta samþykkt niðurstöður frummælanda með einhverri efnislegri athugasemd,“ segir Jón Steinar. Hann segir það vera lykilatriði að þegar menn leggi nafnið sitt við verkefnið og geta ekki falið sig í hópnum þá vandi þeir sig meira og leggi meira af mörkum. Þá segir Jón Steinar að hann vilji gjarnan hafa í lögum reglu um að skipuðum dómurum í Hæstarétti ætti að vera óheimilt að taka að sér störf á vegum stjórnsýslunnar. Þar með talar hann um réttarfarsnefnd, þar sem Eiríkur Tómasson gegnir formennsku.Frumvörpin sem innanríkisráðherra leggur fram eru tvöViðamestu breytingar eru eftirfarandi:Stofnaður verði nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, sem skipað verði á milli héraðsdómstólanna og Hæstaréttar Íslands sem verður eftir sem áður æðsti dómstóll þjóðarinnar.Lagt er til að 15 dómarar eigi sæti við Landsrétt og að þrír dómarar taki að meginstefnu þátt í meðferð hvers máls.Lagt er til að dómurum í héraði verði fjölgað úr 38 í 42. Með þessari fjölgun er tryggt að ekki þurfi að koma til setningar í embætti dómara vegna forfalla eða leyfa, nema í undantekningartilvikum.Lagt er til að dómstólaráð verði lagt niður en í stað þess verði sett á fót sérstök stjórnsýslustofnun innan dómskerfisins. Stofnunin beri heitið dómstólasýslan, sem hafi það hlutverk að annast og vera í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna allra.Lagt til að heimild dómara til að gegna aukastörfum verði þrengd þannig að dómara verði að meginstefnu til óheimilt að taka að sér stjórnsýslustörf í þágu hins opinbera.Lagt er til að lögfest verði ákvæði sem tryggja að kynjahlutfall í nefnd um dómarastörf og dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara verði sem jafnast.Lagt er til að framvegis verði ekki sett í embætti dómara nema í undantekningartilvikum og þá fyrst og fremst þegar hætta er á að dómstóll verði óstarfhæfur vegna forfalla fleiri en eins dómara. Tengdar fréttir Ólöf Nordal leggur til stofnun millidómstigs Heildarkostnaðaráhrif millidómstigs eru metin á 596 milljónir króna. 8. mars 2016 16:43 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, fagnar stofnun millidómstigs og segir tilurð þess löngu tímabæra. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um nýjan dóm sem verður kallaður Landsréttur. Jón segist þó hafa athugasemdir við frumvarpið og telur að gera þurfi frekari breytingar á réttarfarslögum. „Í fyrsta lagi þá tel ég að um leið og þetta er gert eigi að fækka dómurum í Hæstarétti niður í fimm en ekki sjö eins og er í frumvarpinu,“ segir Jón. Hann segir að dómararnir fimm í Hæstarétti ættu að dæma í öllum málum. „Þetta tel ég að sé nauðsynlegt að gera til að styrkja fordæmisgildi dómanna og minnka hættuna á því að tilfallandi ákvarðanir og skipan dómsins í einstökum málum skapi óvissu um niðurstöðu.“Sitjandi dómarar hafi ekki áhrif Í öðru lagi telur Jón Steinar að ekkert mál eigi að fara á fleiri en tvö dómstig, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að mál geti farið í gegnum öll þrjú dómstigin. Þetta telur Jón Steinar að sé óþarfi. Hæstiréttur eigi að dæma í stærstu málunum; mestu prinsippmálunum og fordæmismálunum. Hægt sé að koma þessum málum til réttarins á tvennan hátt. „Annaðhvort að rétturinn leyfi áfrýjun beint af fyrsta dómstigi til Hæstaréttar ef prinsippið er mikið. Eins hitt að menn ættu að geta sótt um það til Hæstaréttar að byrja á millidómstiginu,“ segir Jón Steinar. Hæstiréttur myndi þá veita leyfi til þess og í því leyfi fælist þá um leið heimild til að áfrýja dómi þaðan til Hæstaréttar. Hann segir að ef fallist yrði á þetta þá þyrfti ekki fimmtán dómara á millistigi. Nóg yrði að hafa þá á bilinu níu til tólf. Í fjórða lagi telur Jón Steinar að það þurfi að afnema með öllu áhrif sitjandi dómara þegar ákvarðanir um skipun nýrra dómara eru teknar. Það sé algjörlega nauðsynlegt að ráðherra setji nýjar og skýrari reglur um skipun dómara. Jón Steinar telur að núverandi kerfi brjóti í bága við stjórnarskrá Íslands að sett sé upp nefnd sem skuli í raun ákveða hver verði næsti dómari í Hæstarétti.Fordæmi að finna í útlöndum Í fimmta lagi vill Jón Steinar sjá breyttar reglur um það hvernig atkvæði í Hæstarétti verði samin. Jón Steinar hefur lagt áherslu á að hver dómari semji sínar eigin forsendur undir eigin nafni. Núna er fyrirkomulagið þannig að sá sem les dóminn veit ekki hver hefur samið forsendurnar. „Ég var með tillögu um það að þessu yrði breytt og við tækjum upp kerfi sem þekkist víða erlendis, í Englandi, við Mannréttindadómstól Evrópu, í Hæstarétti Bandaríkjanna og í Noregi svo dæmi séu nefnd, að menn skrifa undir nafni,“ segir Jón Steinar. Þannig að sá sem skrifar aðalatkvæði skrifar það með sínum forsendum og setur nafn sitt undir. „Síðan geta hinir bara sagt sammála frummælanda og nafnið sitt við það. Eða þá að þeir geta samþykkt niðurstöður frummælanda með einhverri efnislegri athugasemd,“ segir Jón Steinar. Hann segir það vera lykilatriði að þegar menn leggi nafnið sitt við verkefnið og geta ekki falið sig í hópnum þá vandi þeir sig meira og leggi meira af mörkum. Þá segir Jón Steinar að hann vilji gjarnan hafa í lögum reglu um að skipuðum dómurum í Hæstarétti ætti að vera óheimilt að taka að sér störf á vegum stjórnsýslunnar. Þar með talar hann um réttarfarsnefnd, þar sem Eiríkur Tómasson gegnir formennsku.Frumvörpin sem innanríkisráðherra leggur fram eru tvöViðamestu breytingar eru eftirfarandi:Stofnaður verði nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, sem skipað verði á milli héraðsdómstólanna og Hæstaréttar Íslands sem verður eftir sem áður æðsti dómstóll þjóðarinnar.Lagt er til að 15 dómarar eigi sæti við Landsrétt og að þrír dómarar taki að meginstefnu þátt í meðferð hvers máls.Lagt er til að dómurum í héraði verði fjölgað úr 38 í 42. Með þessari fjölgun er tryggt að ekki þurfi að koma til setningar í embætti dómara vegna forfalla eða leyfa, nema í undantekningartilvikum.Lagt er til að dómstólaráð verði lagt niður en í stað þess verði sett á fót sérstök stjórnsýslustofnun innan dómskerfisins. Stofnunin beri heitið dómstólasýslan, sem hafi það hlutverk að annast og vera í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna allra.Lagt til að heimild dómara til að gegna aukastörfum verði þrengd þannig að dómara verði að meginstefnu til óheimilt að taka að sér stjórnsýslustörf í þágu hins opinbera.Lagt er til að lögfest verði ákvæði sem tryggja að kynjahlutfall í nefnd um dómarastörf og dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara verði sem jafnast.Lagt er til að framvegis verði ekki sett í embætti dómara nema í undantekningartilvikum og þá fyrst og fremst þegar hætta er á að dómstóll verði óstarfhæfur vegna forfalla fleiri en eins dómara.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal leggur til stofnun millidómstigs Heildarkostnaðaráhrif millidómstigs eru metin á 596 milljónir króna. 8. mars 2016 16:43 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Ólöf Nordal leggur til stofnun millidómstigs Heildarkostnaðaráhrif millidómstigs eru metin á 596 milljónir króna. 8. mars 2016 16:43