Hinsta óskin um að fá að deyja sem Íslendingur fékkst ekki uppfyllt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2016 14:30 „Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og við eigum að fagna því að hingað kemur fólk sem sér tækifæri í því að setjast hér að“ vísir/vilhelm „Hann greindist árið 2014 með illkynja krabbamein og hans hinsta ósk var að fá að deyja sem Íslendingur. Honum varð ekki að þeirri ósk sinni eftir margra ára neitun um ríkisfang.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, á Iðnþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag, þar sem hún talaði fyrir mikilvægi þess að fjölga erlendu vinnuafli hér á landi.Þvílíkur fengur Guðrún sagði að fyrir rúmum tíu árum hafi maður að nafni Grantas Grigorianas komið til starfa hjá Kjörís. Hann var Armeni sem ólst upp í Baku í Azerbaijan en vegna trúar hans yfirgaf hann landið og settist að í Litháen þar sem hann kynntist konu sinni. Þau komu til Íslands árið 2001 og settust að í Hveragerði. „Þau aðlöguðust vel og bjuggu sér til fallegt heimili. Grantas starfaði fyrst við garðyrkju en kom síðan til okkar í ísinn og þvílíkur fengur sem hann var. Með eindæmum duglegur og samviskusamur,“ sagði hún. Fljótlega hafi tekist mikill vinskapur þeirra á milli. „Það þarf krafta til að rífa sig upp í fjarlægri heimsálfu og flytja ítrekað á milli landa í von um betra líf. Hver einasta manneskja er hingað kemur hefur sögu að segja. Kemur með reynslu og þekkingu í farteskinu sem auðgar líf okkar hinna með svo margvíslegum hætti.“ Grantas hafi svo sannarlega auðgað líf hennar.„Hefur auðgað líf mitt“ „Grantas kenndi mér til dæmis að drekka vodka. Það hefur auðgað líf mitt. Grantas sagði gjarnan: Gudrun, ekki drekka bjór, bara pissa, pissa. Drekka vodka, ekki pissa.“,“ sagði Guðrún. Hún sagði Grantas og konu hans hafa fundist þau himinn höndum hafa tekið er þau komu til Íslands og að þau hafi daglega talað um hve gott væri hér að búa. Hann hafi svo greinst með illkynja krabbamein og óskað þess að fá að deyja sem Íslendingur, ósk sem hafi ekki fengist uppfyllt. „Grantas skilaði sínu fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína, fyrir fyrirtækið og fyrir íslenskt samfélagið. Það skiptir ekki máli hvaðan hann kom. Hann hefði getað heitið Gunnar eða Geir.“Mikil þörf á erlendu vinnuafli Guðrún sagði mikla þörf á erlendu vinnuafli, jafnt ófaglærðu sem sérmenntuðu. Ef vöxturinn í atvinnulífinu verði áfram eins og spáð er þurfi um 2000 einstaklinga til landsins á hverju ári næstu fimmtán ári. Það séu staðreyndir sem eigi ekki að koma neinum á óvart. „Við höfum á undanförnum árum misst þúsundir Íslendinga til annarra landa, fólk sem leitar að betri lífsgæðum, fólk sem vill auðga líf sitt og kynnast heiminum betur. Okkur finnst sjálfsagt að við getum ferðast út um allan heim en setjum okkur síðan í stellingar gagnvart fólki sem hingað vill koma. Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og við eigum að fagna því að hingað kemur fólk sem sér tækifæri í því að setjast hér að, stunda hér vinnu og byggja sér hér heimili. Það er engin ógn í því heldur nauðsynlegur fjölbreytileiki fyrir fámenna og einsleita þjóð.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
„Hann greindist árið 2014 með illkynja krabbamein og hans hinsta ósk var að fá að deyja sem Íslendingur. Honum varð ekki að þeirri ósk sinni eftir margra ára neitun um ríkisfang.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, á Iðnþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag, þar sem hún talaði fyrir mikilvægi þess að fjölga erlendu vinnuafli hér á landi.Þvílíkur fengur Guðrún sagði að fyrir rúmum tíu árum hafi maður að nafni Grantas Grigorianas komið til starfa hjá Kjörís. Hann var Armeni sem ólst upp í Baku í Azerbaijan en vegna trúar hans yfirgaf hann landið og settist að í Litháen þar sem hann kynntist konu sinni. Þau komu til Íslands árið 2001 og settust að í Hveragerði. „Þau aðlöguðust vel og bjuggu sér til fallegt heimili. Grantas starfaði fyrst við garðyrkju en kom síðan til okkar í ísinn og þvílíkur fengur sem hann var. Með eindæmum duglegur og samviskusamur,“ sagði hún. Fljótlega hafi tekist mikill vinskapur þeirra á milli. „Það þarf krafta til að rífa sig upp í fjarlægri heimsálfu og flytja ítrekað á milli landa í von um betra líf. Hver einasta manneskja er hingað kemur hefur sögu að segja. Kemur með reynslu og þekkingu í farteskinu sem auðgar líf okkar hinna með svo margvíslegum hætti.“ Grantas hafi svo sannarlega auðgað líf hennar.„Hefur auðgað líf mitt“ „Grantas kenndi mér til dæmis að drekka vodka. Það hefur auðgað líf mitt. Grantas sagði gjarnan: Gudrun, ekki drekka bjór, bara pissa, pissa. Drekka vodka, ekki pissa.“,“ sagði Guðrún. Hún sagði Grantas og konu hans hafa fundist þau himinn höndum hafa tekið er þau komu til Íslands og að þau hafi daglega talað um hve gott væri hér að búa. Hann hafi svo greinst með illkynja krabbamein og óskað þess að fá að deyja sem Íslendingur, ósk sem hafi ekki fengist uppfyllt. „Grantas skilaði sínu fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína, fyrir fyrirtækið og fyrir íslenskt samfélagið. Það skiptir ekki máli hvaðan hann kom. Hann hefði getað heitið Gunnar eða Geir.“Mikil þörf á erlendu vinnuafli Guðrún sagði mikla þörf á erlendu vinnuafli, jafnt ófaglærðu sem sérmenntuðu. Ef vöxturinn í atvinnulífinu verði áfram eins og spáð er þurfi um 2000 einstaklinga til landsins á hverju ári næstu fimmtán ári. Það séu staðreyndir sem eigi ekki að koma neinum á óvart. „Við höfum á undanförnum árum misst þúsundir Íslendinga til annarra landa, fólk sem leitar að betri lífsgæðum, fólk sem vill auðga líf sitt og kynnast heiminum betur. Okkur finnst sjálfsagt að við getum ferðast út um allan heim en setjum okkur síðan í stellingar gagnvart fólki sem hingað vill koma. Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og við eigum að fagna því að hingað kemur fólk sem sér tækifæri í því að setjast hér að, stunda hér vinnu og byggja sér hér heimili. Það er engin ógn í því heldur nauðsynlegur fjölbreytileiki fyrir fámenna og einsleita þjóð.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira