Telur ekki óeðlilegt að Guðni hafi haldið fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júní 2016 14:45 Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði við skólann og forsetaframbjóðandi. vísir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segist ekki hafa beina ástæðu til þess að ætla að Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði við skólann og forsetaframbjóðandi hafi ekki gætt hlutleysis í fyrirlestri sem hann hélt í skólanum í gær í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Málþing vegna þessara tímamóta var haldið af Sagnfræðistofnun HÍ. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir rektor að þetta sé „fín lína og við sem starfsfólk Háskóla Íslands og opinberra stofnana verðum að gæta hlutleysis. Ég legg mikla áherslu á það.“ Í samtali við Vísi segir Jón Atli að blaðamaður Morgunblaðsins hafi sagt honum að Guðni hefði í fyrirlestrinum farið út í eitthvað sem tengdist framboðinu. „Ég sagði um leið að ég hefði ekki verið viðstaddur fyrirlesturinn en sagði jafnframt að þegar fræðimenn, eins og Guðni, eru komnir í framboð þá er það fín lína hvenær þeir tala sem fræðimenn og hvenær þeir tala sem frambjóðendur. Það er kannski erfitt að greina þar á milli sérstaklega þegar málefnið sem fjallað er um tengist umræðum í aðdraganda forsetakjörs. En ég sagði líka að ég teldi að það hefði verið búið að skipuleggja þennan fyrirlestur fyrir löngu og þarna var erlendur fyrirlesari líka en Guðni er auðvitað að tala þarna í krafti sérþekkingar sinnar sem sagnfræðings,“ segir Jón Atli og ítrekar að það hafi ekki falist í orðum hans að Guðni hafi farið yfir strikið.Ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna Aðspurður hvað felist samt í þeim orðum hans að starfsmenn háskólans gæti hlutleysis þar sem þeir eru opinberir starfsmenn segir rektor: „Ég er ekki að segja að fólk megi ekki hafa skoðanir. Það sem ég á við er að stofnunin sem slík verður að passa að hún gæti hlutleysis. Það er hins vegar ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna en við, og þá á ég við stjórnendur skólans og stofnana hans, verðum að gæta jafnræðis á milli frambjóðenda og að við séum ekki að ýta einum frambjóðenda fram yfir aðra. Háskóli Íslands er ekki í framboði.“ Í tölvupósti til fjölmiðla í dag segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi að þetta hafi reyndar háskólinn akkúrat gert þegar hvorki mátti tengja Frið 2000 né Ástþór við fyrirlestur Johan Galtung í skólanum í vor þar sem ekki væri hægt að standa fyrir fundi sem tengdist forsetaframboði einhvers. Jón Atli segist ekki þekkja til þessa máls og geti því ekki svarað fyrir það. Vissi ekki að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna Jón Atli vill ekki meina það að það hafi endilega verið óeðlilegt að Guðni hafi talað á fyrirlestrinum í gær. „Hins vegar vara ég við því að blanda þessu saman, framboðinu við faglega umræðu. Það er þessi fína lína og það verður bara að vega og meta í hvert skipti. Guðni Th. Jóhannesson er dósent við Háskóla Íslands, hann er í leyfi frá starfsskyldum sínum en er boðið að halda þetta erindi í krafti sérþekkingar sinnar. Ég held að þetta sé einstakt tilvik.“ Streymt var beint frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna auk þess sem hann notaði tækifærið og svaraði fyrir það sem hann telur hafa verið rangt með farið í umræðu um framboð hans og umfjöllun hans sem fræðimanns um þorskastríðin. Rektor kveðst ekki hafa vitað að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna en aðspurður hvort þetta sé eðlilegt segir hann: „Aftur er þetta vandmeðfarið en ég vil ítreka að ég var ekki viðstaddur umræddan fyrirlestur og er því að tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki sjálfur upplifað. Almennt séð virðist mér þetta tilvik þó mögulega vera á mörkunum. Ég á bara erfitt með að tjá mig nákvæmlega um þetta mál en ég held að háskólafólk verði að gæta að því að blanda þessu ekki saman.“Ekki framboðsræða þó að forsetaframbjóðandi hafi talað Guðmundur Hálfdánarson, forseti hugvísindasviðs og prófessor í sagnfræði, finnst ekki óeðlilegt að steymt hafi verið frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna. „En ég get vel trúað því að einhverjir séu viðkvæmir fyrir þessu. Í sjálfu sér ættu landhelgismál ekki að skipta miklu máli í sambandi við forsetaembættið. Þarna kemur hann sem fræðimaður og er að tala um sitt fræðasvið og er ekki að halda framboðsræðu auk þess sem það var ákveðið fyrir löngu að hann myndi tala á þessu málþingi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þá finnst honum heldur ekki óeðlilegt að Guðni hafi notað tækifærið til að svara fyrir sig. „Mér finnst bara mjög eðlilegt að fólk fái sem flestar hliðar máls og geti þá tekið afstöðu út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ég tel þetta því ekkert óeðlilegt heldur er þetta bara upplýsingagjöf.“ Tengdar fréttir Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Guðni Th. Jóhannesson furðar sig á því að ekki sé stafkrókur í Morgunblaði dagsins þar sem þess sé minnst að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. 1. júní 2016 13:08 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segist ekki hafa beina ástæðu til þess að ætla að Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði við skólann og forsetaframbjóðandi hafi ekki gætt hlutleysis í fyrirlestri sem hann hélt í skólanum í gær í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Málþing vegna þessara tímamóta var haldið af Sagnfræðistofnun HÍ. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir rektor að þetta sé „fín lína og við sem starfsfólk Háskóla Íslands og opinberra stofnana verðum að gæta hlutleysis. Ég legg mikla áherslu á það.“ Í samtali við Vísi segir Jón Atli að blaðamaður Morgunblaðsins hafi sagt honum að Guðni hefði í fyrirlestrinum farið út í eitthvað sem tengdist framboðinu. „Ég sagði um leið að ég hefði ekki verið viðstaddur fyrirlesturinn en sagði jafnframt að þegar fræðimenn, eins og Guðni, eru komnir í framboð þá er það fín lína hvenær þeir tala sem fræðimenn og hvenær þeir tala sem frambjóðendur. Það er kannski erfitt að greina þar á milli sérstaklega þegar málefnið sem fjallað er um tengist umræðum í aðdraganda forsetakjörs. En ég sagði líka að ég teldi að það hefði verið búið að skipuleggja þennan fyrirlestur fyrir löngu og þarna var erlendur fyrirlesari líka en Guðni er auðvitað að tala þarna í krafti sérþekkingar sinnar sem sagnfræðings,“ segir Jón Atli og ítrekar að það hafi ekki falist í orðum hans að Guðni hafi farið yfir strikið.Ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna Aðspurður hvað felist samt í þeim orðum hans að starfsmenn háskólans gæti hlutleysis þar sem þeir eru opinberir starfsmenn segir rektor: „Ég er ekki að segja að fólk megi ekki hafa skoðanir. Það sem ég á við er að stofnunin sem slík verður að passa að hún gæti hlutleysis. Það er hins vegar ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna en við, og þá á ég við stjórnendur skólans og stofnana hans, verðum að gæta jafnræðis á milli frambjóðenda og að við séum ekki að ýta einum frambjóðenda fram yfir aðra. Háskóli Íslands er ekki í framboði.“ Í tölvupósti til fjölmiðla í dag segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi að þetta hafi reyndar háskólinn akkúrat gert þegar hvorki mátti tengja Frið 2000 né Ástþór við fyrirlestur Johan Galtung í skólanum í vor þar sem ekki væri hægt að standa fyrir fundi sem tengdist forsetaframboði einhvers. Jón Atli segist ekki þekkja til þessa máls og geti því ekki svarað fyrir það. Vissi ekki að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna Jón Atli vill ekki meina það að það hafi endilega verið óeðlilegt að Guðni hafi talað á fyrirlestrinum í gær. „Hins vegar vara ég við því að blanda þessu saman, framboðinu við faglega umræðu. Það er þessi fína lína og það verður bara að vega og meta í hvert skipti. Guðni Th. Jóhannesson er dósent við Háskóla Íslands, hann er í leyfi frá starfsskyldum sínum en er boðið að halda þetta erindi í krafti sérþekkingar sinnar. Ég held að þetta sé einstakt tilvik.“ Streymt var beint frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna auk þess sem hann notaði tækifærið og svaraði fyrir það sem hann telur hafa verið rangt með farið í umræðu um framboð hans og umfjöllun hans sem fræðimanns um þorskastríðin. Rektor kveðst ekki hafa vitað að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna en aðspurður hvort þetta sé eðlilegt segir hann: „Aftur er þetta vandmeðfarið en ég vil ítreka að ég var ekki viðstaddur umræddan fyrirlestur og er því að tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki sjálfur upplifað. Almennt séð virðist mér þetta tilvik þó mögulega vera á mörkunum. Ég á bara erfitt með að tjá mig nákvæmlega um þetta mál en ég held að háskólafólk verði að gæta að því að blanda þessu ekki saman.“Ekki framboðsræða þó að forsetaframbjóðandi hafi talað Guðmundur Hálfdánarson, forseti hugvísindasviðs og prófessor í sagnfræði, finnst ekki óeðlilegt að steymt hafi verið frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna. „En ég get vel trúað því að einhverjir séu viðkvæmir fyrir þessu. Í sjálfu sér ættu landhelgismál ekki að skipta miklu máli í sambandi við forsetaembættið. Þarna kemur hann sem fræðimaður og er að tala um sitt fræðasvið og er ekki að halda framboðsræðu auk þess sem það var ákveðið fyrir löngu að hann myndi tala á þessu málþingi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þá finnst honum heldur ekki óeðlilegt að Guðni hafi notað tækifærið til að svara fyrir sig. „Mér finnst bara mjög eðlilegt að fólk fái sem flestar hliðar máls og geti þá tekið afstöðu út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ég tel þetta því ekkert óeðlilegt heldur er þetta bara upplýsingagjöf.“
Tengdar fréttir Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Guðni Th. Jóhannesson furðar sig á því að ekki sé stafkrókur í Morgunblaði dagsins þar sem þess sé minnst að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. 1. júní 2016 13:08 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira
Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Guðni Th. Jóhannesson furðar sig á því að ekki sé stafkrókur í Morgunblaði dagsins þar sem þess sé minnst að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. 1. júní 2016 13:08
Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08