Telur ekki óeðlilegt að Guðni hafi haldið fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júní 2016 14:45 Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði við skólann og forsetaframbjóðandi. vísir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segist ekki hafa beina ástæðu til þess að ætla að Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði við skólann og forsetaframbjóðandi hafi ekki gætt hlutleysis í fyrirlestri sem hann hélt í skólanum í gær í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Málþing vegna þessara tímamóta var haldið af Sagnfræðistofnun HÍ. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir rektor að þetta sé „fín lína og við sem starfsfólk Háskóla Íslands og opinberra stofnana verðum að gæta hlutleysis. Ég legg mikla áherslu á það.“ Í samtali við Vísi segir Jón Atli að blaðamaður Morgunblaðsins hafi sagt honum að Guðni hefði í fyrirlestrinum farið út í eitthvað sem tengdist framboðinu. „Ég sagði um leið að ég hefði ekki verið viðstaddur fyrirlesturinn en sagði jafnframt að þegar fræðimenn, eins og Guðni, eru komnir í framboð þá er það fín lína hvenær þeir tala sem fræðimenn og hvenær þeir tala sem frambjóðendur. Það er kannski erfitt að greina þar á milli sérstaklega þegar málefnið sem fjallað er um tengist umræðum í aðdraganda forsetakjörs. En ég sagði líka að ég teldi að það hefði verið búið að skipuleggja þennan fyrirlestur fyrir löngu og þarna var erlendur fyrirlesari líka en Guðni er auðvitað að tala þarna í krafti sérþekkingar sinnar sem sagnfræðings,“ segir Jón Atli og ítrekar að það hafi ekki falist í orðum hans að Guðni hafi farið yfir strikið.Ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna Aðspurður hvað felist samt í þeim orðum hans að starfsmenn háskólans gæti hlutleysis þar sem þeir eru opinberir starfsmenn segir rektor: „Ég er ekki að segja að fólk megi ekki hafa skoðanir. Það sem ég á við er að stofnunin sem slík verður að passa að hún gæti hlutleysis. Það er hins vegar ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna en við, og þá á ég við stjórnendur skólans og stofnana hans, verðum að gæta jafnræðis á milli frambjóðenda og að við séum ekki að ýta einum frambjóðenda fram yfir aðra. Háskóli Íslands er ekki í framboði.“ Í tölvupósti til fjölmiðla í dag segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi að þetta hafi reyndar háskólinn akkúrat gert þegar hvorki mátti tengja Frið 2000 né Ástþór við fyrirlestur Johan Galtung í skólanum í vor þar sem ekki væri hægt að standa fyrir fundi sem tengdist forsetaframboði einhvers. Jón Atli segist ekki þekkja til þessa máls og geti því ekki svarað fyrir það. Vissi ekki að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna Jón Atli vill ekki meina það að það hafi endilega verið óeðlilegt að Guðni hafi talað á fyrirlestrinum í gær. „Hins vegar vara ég við því að blanda þessu saman, framboðinu við faglega umræðu. Það er þessi fína lína og það verður bara að vega og meta í hvert skipti. Guðni Th. Jóhannesson er dósent við Háskóla Íslands, hann er í leyfi frá starfsskyldum sínum en er boðið að halda þetta erindi í krafti sérþekkingar sinnar. Ég held að þetta sé einstakt tilvik.“ Streymt var beint frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna auk þess sem hann notaði tækifærið og svaraði fyrir það sem hann telur hafa verið rangt með farið í umræðu um framboð hans og umfjöllun hans sem fræðimanns um þorskastríðin. Rektor kveðst ekki hafa vitað að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna en aðspurður hvort þetta sé eðlilegt segir hann: „Aftur er þetta vandmeðfarið en ég vil ítreka að ég var ekki viðstaddur umræddan fyrirlestur og er því að tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki sjálfur upplifað. Almennt séð virðist mér þetta tilvik þó mögulega vera á mörkunum. Ég á bara erfitt með að tjá mig nákvæmlega um þetta mál en ég held að háskólafólk verði að gæta að því að blanda þessu ekki saman.“Ekki framboðsræða þó að forsetaframbjóðandi hafi talað Guðmundur Hálfdánarson, forseti hugvísindasviðs og prófessor í sagnfræði, finnst ekki óeðlilegt að steymt hafi verið frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna. „En ég get vel trúað því að einhverjir séu viðkvæmir fyrir þessu. Í sjálfu sér ættu landhelgismál ekki að skipta miklu máli í sambandi við forsetaembættið. Þarna kemur hann sem fræðimaður og er að tala um sitt fræðasvið og er ekki að halda framboðsræðu auk þess sem það var ákveðið fyrir löngu að hann myndi tala á þessu málþingi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þá finnst honum heldur ekki óeðlilegt að Guðni hafi notað tækifærið til að svara fyrir sig. „Mér finnst bara mjög eðlilegt að fólk fái sem flestar hliðar máls og geti þá tekið afstöðu út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ég tel þetta því ekkert óeðlilegt heldur er þetta bara upplýsingagjöf.“ Tengdar fréttir Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Guðni Th. Jóhannesson furðar sig á því að ekki sé stafkrókur í Morgunblaði dagsins þar sem þess sé minnst að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. 1. júní 2016 13:08 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segist ekki hafa beina ástæðu til þess að ætla að Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði við skólann og forsetaframbjóðandi hafi ekki gætt hlutleysis í fyrirlestri sem hann hélt í skólanum í gær í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Málþing vegna þessara tímamóta var haldið af Sagnfræðistofnun HÍ. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir rektor að þetta sé „fín lína og við sem starfsfólk Háskóla Íslands og opinberra stofnana verðum að gæta hlutleysis. Ég legg mikla áherslu á það.“ Í samtali við Vísi segir Jón Atli að blaðamaður Morgunblaðsins hafi sagt honum að Guðni hefði í fyrirlestrinum farið út í eitthvað sem tengdist framboðinu. „Ég sagði um leið að ég hefði ekki verið viðstaddur fyrirlesturinn en sagði jafnframt að þegar fræðimenn, eins og Guðni, eru komnir í framboð þá er það fín lína hvenær þeir tala sem fræðimenn og hvenær þeir tala sem frambjóðendur. Það er kannski erfitt að greina þar á milli sérstaklega þegar málefnið sem fjallað er um tengist umræðum í aðdraganda forsetakjörs. En ég sagði líka að ég teldi að það hefði verið búið að skipuleggja þennan fyrirlestur fyrir löngu og þarna var erlendur fyrirlesari líka en Guðni er auðvitað að tala þarna í krafti sérþekkingar sinnar sem sagnfræðings,“ segir Jón Atli og ítrekar að það hafi ekki falist í orðum hans að Guðni hafi farið yfir strikið.Ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna Aðspurður hvað felist samt í þeim orðum hans að starfsmenn háskólans gæti hlutleysis þar sem þeir eru opinberir starfsmenn segir rektor: „Ég er ekki að segja að fólk megi ekki hafa skoðanir. Það sem ég á við er að stofnunin sem slík verður að passa að hún gæti hlutleysis. Það er hins vegar ekki verið að hefta málfrelsi einstakra starfsmanna en við, og þá á ég við stjórnendur skólans og stofnana hans, verðum að gæta jafnræðis á milli frambjóðenda og að við séum ekki að ýta einum frambjóðenda fram yfir aðra. Háskóli Íslands er ekki í framboði.“ Í tölvupósti til fjölmiðla í dag segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi að þetta hafi reyndar háskólinn akkúrat gert þegar hvorki mátti tengja Frið 2000 né Ástþór við fyrirlestur Johan Galtung í skólanum í vor þar sem ekki væri hægt að standa fyrir fundi sem tengdist forsetaframboði einhvers. Jón Atli segist ekki þekkja til þessa máls og geti því ekki svarað fyrir það. Vissi ekki að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna Jón Atli vill ekki meina það að það hafi endilega verið óeðlilegt að Guðni hafi talað á fyrirlestrinum í gær. „Hins vegar vara ég við því að blanda þessu saman, framboðinu við faglega umræðu. Það er þessi fína lína og það verður bara að vega og meta í hvert skipti. Guðni Th. Jóhannesson er dósent við Háskóla Íslands, hann er í leyfi frá starfsskyldum sínum en er boðið að halda þetta erindi í krafti sérþekkingar sinnar. Ég held að þetta sé einstakt tilvik.“ Streymt var beint frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna auk þess sem hann notaði tækifærið og svaraði fyrir það sem hann telur hafa verið rangt með farið í umræðu um framboð hans og umfjöllun hans sem fræðimanns um þorskastríðin. Rektor kveðst ekki hafa vitað að streymt yrði frá fundinum á framboðssíðu Guðna en aðspurður hvort þetta sé eðlilegt segir hann: „Aftur er þetta vandmeðfarið en ég vil ítreka að ég var ekki viðstaddur umræddan fyrirlestur og er því að tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki sjálfur upplifað. Almennt séð virðist mér þetta tilvik þó mögulega vera á mörkunum. Ég á bara erfitt með að tjá mig nákvæmlega um þetta mál en ég held að háskólafólk verði að gæta að því að blanda þessu ekki saman.“Ekki framboðsræða þó að forsetaframbjóðandi hafi talað Guðmundur Hálfdánarson, forseti hugvísindasviðs og prófessor í sagnfræði, finnst ekki óeðlilegt að steymt hafi verið frá fundinum á Facebook-síðu framboðs Guðna. „En ég get vel trúað því að einhverjir séu viðkvæmir fyrir þessu. Í sjálfu sér ættu landhelgismál ekki að skipta miklu máli í sambandi við forsetaembættið. Þarna kemur hann sem fræðimaður og er að tala um sitt fræðasvið og er ekki að halda framboðsræðu auk þess sem það var ákveðið fyrir löngu að hann myndi tala á þessu málþingi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þá finnst honum heldur ekki óeðlilegt að Guðni hafi notað tækifærið til að svara fyrir sig. „Mér finnst bara mjög eðlilegt að fólk fái sem flestar hliðar máls og geti þá tekið afstöðu út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ég tel þetta því ekkert óeðlilegt heldur er þetta bara upplýsingagjöf.“
Tengdar fréttir Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Guðni Th. Jóhannesson furðar sig á því að ekki sé stafkrókur í Morgunblaði dagsins þar sem þess sé minnst að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. 1. júní 2016 13:08 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Guðni Th. Jóhannesson furðar sig á því að ekki sé stafkrókur í Morgunblaði dagsins þar sem þess sé minnst að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. 1. júní 2016 13:08
Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08