Unnið að því að gera smáheimili að raunhæfum valkosti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. júní 2016 21:30 Sandra Borg Bjarnadóttir býr í foreldrahúsum ásamt kærasta sínum og sér hvorki fram á að geta farið út á leigu né fasteignamarkað í bráð. Hún hófst því handa við að leita nýrra lausna og stofnaði í kjölfarið Facebook-hópinn Tiny Homes á Íslandi. Vísir/Nanna Auka þarf fjölbreytni og valfrelsi fólks hvað varðar búsetuform og líta á smáheimili, eða míkróhús, sem raunhæfan valkost. Þetta segir formaður nýstofnaðs félags um smáheimili. Hún segir mikinn áhuga á málefninu og að ungt fólk vilji upp til hópa búa minna og hafa meira á milli handana. Ljóst er að vaxandi áhugi er á svokölluðum smáheimilum eða míkróhúsum um heim allan. Sandra Borg Bjarnadóttir býr í foreldrahúsum ásamt kærasta sínum og sér hvorki fram á að geta farið út á leigu né fasteignamarkað í bráð. Hún hófst því handa við að leita nýrra lausna og stofnaði í kjölfarið Facebook-hópinn Tiny Homes á Íslandi. Nú ári síðar eru meðlimir hópsins orðnir hátt í þrjú þúsund. „Við höfum mikið verið að reyna að skilgreina smáheimili því fólk er oft að spyrja um fermetrafjölda og svoleiðis. Við höfum eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að það er eiginlega bara lítið hús sem passar við stærð fjölskyldunnar sem býr í því. Sex manna fjölskylda passar til dæmis ekki inn í fjörtíu fermetra. En grunnurinn er í raun bara að skipuleggja rýmið vel, nýta hvern fermetra og vera ekki að eyða plássi í óþarfa. Þú bara finnur út hvað þú þarft í húsið þitt og byggir það út frá þínum þörfum, “ segir Sandra. Í vikunni voru formlega stofnuð Hagsmunasamtök áhugafólks um smáheimili. Var það meðal annars gert vegna þess að í dag er í raun ekki mögulegt að byggja smáhús á Íslandi þar sem ekki er gert ráð fyrir þessari tegund húsa í deiliskipulögum sveitarfélaga og byggingarreglugerðum. „Ástæðan fyrir því að við stofnuðum félagið er að það þarf að breyta allskonar hlutum sem einn einstaklingur getur ekki breytt. Við þurfum að standa saman til að ná þessu áfram. Til þess að gera þetta að möguleika á Íslandi.“ Sandra segir ljóst að ungt fólk í dag geri aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan. Það vilji síður skuldsetja sig og hafa meira fjárhagslegt svigrúm. Markaðurinn hafi aftur á móti ekki brugðist við þessari þróun „Allavega ég og mínir vinir viljum lítið hús og borga minna af því. Eyða bara minni pening svona almennt í eitthvað sem tengist húsnæði og dóti almennt. Við sjáum þetta sem góða lausn á því,“ segir hún. Samtökin vilja að smáheimili verði raunhæfur valkostur í framtiðinni. „Við viljum það. Ef það er ekki þá bara gerum við hann raunhæfan.“ Tengdar fréttir Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. 17. apríl 2016 20:00 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Auka þarf fjölbreytni og valfrelsi fólks hvað varðar búsetuform og líta á smáheimili, eða míkróhús, sem raunhæfan valkost. Þetta segir formaður nýstofnaðs félags um smáheimili. Hún segir mikinn áhuga á málefninu og að ungt fólk vilji upp til hópa búa minna og hafa meira á milli handana. Ljóst er að vaxandi áhugi er á svokölluðum smáheimilum eða míkróhúsum um heim allan. Sandra Borg Bjarnadóttir býr í foreldrahúsum ásamt kærasta sínum og sér hvorki fram á að geta farið út á leigu né fasteignamarkað í bráð. Hún hófst því handa við að leita nýrra lausna og stofnaði í kjölfarið Facebook-hópinn Tiny Homes á Íslandi. Nú ári síðar eru meðlimir hópsins orðnir hátt í þrjú þúsund. „Við höfum mikið verið að reyna að skilgreina smáheimili því fólk er oft að spyrja um fermetrafjölda og svoleiðis. Við höfum eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að það er eiginlega bara lítið hús sem passar við stærð fjölskyldunnar sem býr í því. Sex manna fjölskylda passar til dæmis ekki inn í fjörtíu fermetra. En grunnurinn er í raun bara að skipuleggja rýmið vel, nýta hvern fermetra og vera ekki að eyða plássi í óþarfa. Þú bara finnur út hvað þú þarft í húsið þitt og byggir það út frá þínum þörfum, “ segir Sandra. Í vikunni voru formlega stofnuð Hagsmunasamtök áhugafólks um smáheimili. Var það meðal annars gert vegna þess að í dag er í raun ekki mögulegt að byggja smáhús á Íslandi þar sem ekki er gert ráð fyrir þessari tegund húsa í deiliskipulögum sveitarfélaga og byggingarreglugerðum. „Ástæðan fyrir því að við stofnuðum félagið er að það þarf að breyta allskonar hlutum sem einn einstaklingur getur ekki breytt. Við þurfum að standa saman til að ná þessu áfram. Til þess að gera þetta að möguleika á Íslandi.“ Sandra segir ljóst að ungt fólk í dag geri aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan. Það vilji síður skuldsetja sig og hafa meira fjárhagslegt svigrúm. Markaðurinn hafi aftur á móti ekki brugðist við þessari þróun „Allavega ég og mínir vinir viljum lítið hús og borga minna af því. Eyða bara minni pening svona almennt í eitthvað sem tengist húsnæði og dóti almennt. Við sjáum þetta sem góða lausn á því,“ segir hún. Samtökin vilja að smáheimili verði raunhæfur valkostur í framtiðinni. „Við viljum það. Ef það er ekki þá bara gerum við hann raunhæfan.“
Tengdar fréttir Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. 17. apríl 2016 20:00 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. 17. apríl 2016 20:00
Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent