Jafnrétti til náms Stella Rún Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar