Jafnrétti til náms Stella Rún Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun