Lífið

Meyers rífur Sigmund Davíð í sig: Gripinn glóðvolgur og strax tekin nærmynd af andlitinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Seth Meyers gerir grín að Sigmundir.
Seth Meyers gerir grín að Sigmundir. vísir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bregður enn einu sinni fyrir í grínþætti vestanhafs.

Að þessu sinni fjallar spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers um Panama-skjölin og tengsl Sigmundar við þau. Meyers heldur úti spjallþættinum Late Night with Seth Meyers og er hann gríðarlega vinsæll um allan heim.

Meyers gerði töluvert grín að Sigmundi og hvernig hann brást við þegar hann var fyrst spurður út í fyrirtækið Wintris.

„Þú veist að það er búið að grípa einhvern glóðvolgan þegar myndatökumaðurinn tekur svona mikla nærmynd af andlitinu,“ sagði Meyers í þættinum.

Umræðan um Sigmund hefst þegar 2:45 mínútur eru liðnar af innslaginu sem er hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.