Ákæru vísað frá dómi vegna lögreglumanns sem var augljóslega vanhæfur Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 16:38 Ákæran beindist gegn manni sem var sakaður um að hóta tveimur lögreglumönnum og eiginkonu annars þeirra. Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Austurlands á ákæru gegn manni sem var sakaður um brot gegn valdstjórninni. Var maðurinn grunaður um að hafa hótað tveimur lögreglumönnum og eiginkonu annars þeirra líkamsmeiðingu. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands var rakið að annar lögreglumannanna hefði verið viðstaddur skýrslutöku af sambýliskonu mannsins sem var ákærður, en til þess var hann augljóslega vanhæfur að mati dómsins. Þá tók lögreglumaðurinn beinlínis þátt í skýrslutökunni með því að beina tvívegis spurningum til vitnisins. Taldi dómurinn að um svo alvarlegan annmarka á rannsókn málsins væri að ræða að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu frá dómi.Lögreglan sinnti útkalli vegna heimiliserja Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 31. Desember árið 2014 ítrekað hótað lögreglumönnunum sem voru við skyldustörf á heimili hans, líkamsmeiðingum auk þess sem maðurinn var sakaður um að hafa hótað eiginkonu annars lögreglumannanna líkamsmeiðingum. Samkvæmt frumskýrslu lögreglustjórans á Austurlandi tilkynning um heimiliserjur laust fyrir miðnætti 30. desember 2014 í gegnum fjarskiptamiðstöð lögreglustjóra. Kom fram að tilkynningin hefði borist frá sambýliskonu mannsins og var upplýst að börn væru á staðnum. Tveir lögreglumenn lögðu af stað frá Egilsstöðum og voru komnir á vettvangi skömmu eftir að tilkynningin barst.Kom til átaka Lögreglumennirnir eru sagðir hafa rætt í sitthvoru lagi við manninn og sambýliskonu hans en maðurinn hafi orðið sífellt æstari. Hafi þá hótanirnar sem hann var sakaður um átt sér stað. Samkvæmt greinargerðinni kom í kjölfarið til átaka milli sambýlisfólksins og lögreglumennirnir gengið þar á milli, og átti maðurinn að hafa brugðist illa við því. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa. Í skýrslunni kom fram að lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld, auk þess sem rætt var símleiðis við sambýliskonu mannsins en hún hafi þá dregið allt til baka sem hún hafði áður sagt um hegðun mannsins og óskað eftir að hann kæmi aftur heim sem fyrst. Var manninum sleppt á þriðja tímanum sömu nótt. Maðurinn byggði frávísunarkröfu sína á því að embætti lögreglustjórans á Austurlandi hafi verið vanhæft til að annast rannsókn málsins, auk þess að rannsókn málsins hafi verið haldin svo veigamiklum annmörkum að ekki væri annað hægt að en vísa málinu frá dómi. Féllust bæði Héraðsdómur Austurlands og Hæstiréttur á það sjónarmið og vísuðu ákærunni frá dómi. Lesa má dóminn hér. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Austurlands á ákæru gegn manni sem var sakaður um brot gegn valdstjórninni. Var maðurinn grunaður um að hafa hótað tveimur lögreglumönnum og eiginkonu annars þeirra líkamsmeiðingu. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands var rakið að annar lögreglumannanna hefði verið viðstaddur skýrslutöku af sambýliskonu mannsins sem var ákærður, en til þess var hann augljóslega vanhæfur að mati dómsins. Þá tók lögreglumaðurinn beinlínis þátt í skýrslutökunni með því að beina tvívegis spurningum til vitnisins. Taldi dómurinn að um svo alvarlegan annmarka á rannsókn málsins væri að ræða að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu frá dómi.Lögreglan sinnti útkalli vegna heimiliserja Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 31. Desember árið 2014 ítrekað hótað lögreglumönnunum sem voru við skyldustörf á heimili hans, líkamsmeiðingum auk þess sem maðurinn var sakaður um að hafa hótað eiginkonu annars lögreglumannanna líkamsmeiðingum. Samkvæmt frumskýrslu lögreglustjórans á Austurlandi tilkynning um heimiliserjur laust fyrir miðnætti 30. desember 2014 í gegnum fjarskiptamiðstöð lögreglustjóra. Kom fram að tilkynningin hefði borist frá sambýliskonu mannsins og var upplýst að börn væru á staðnum. Tveir lögreglumenn lögðu af stað frá Egilsstöðum og voru komnir á vettvangi skömmu eftir að tilkynningin barst.Kom til átaka Lögreglumennirnir eru sagðir hafa rætt í sitthvoru lagi við manninn og sambýliskonu hans en maðurinn hafi orðið sífellt æstari. Hafi þá hótanirnar sem hann var sakaður um átt sér stað. Samkvæmt greinargerðinni kom í kjölfarið til átaka milli sambýlisfólksins og lögreglumennirnir gengið þar á milli, og átti maðurinn að hafa brugðist illa við því. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa. Í skýrslunni kom fram að lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld, auk þess sem rætt var símleiðis við sambýliskonu mannsins en hún hafi þá dregið allt til baka sem hún hafði áður sagt um hegðun mannsins og óskað eftir að hann kæmi aftur heim sem fyrst. Var manninum sleppt á þriðja tímanum sömu nótt. Maðurinn byggði frávísunarkröfu sína á því að embætti lögreglustjórans á Austurlandi hafi verið vanhæft til að annast rannsókn málsins, auk þess að rannsókn málsins hafi verið haldin svo veigamiklum annmörkum að ekki væri annað hægt að en vísa málinu frá dómi. Féllust bæði Héraðsdómur Austurlands og Hæstiréttur á það sjónarmið og vísuðu ákærunni frá dómi. Lesa má dóminn hér.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira