Ákæru vísað frá dómi vegna lögreglumanns sem var augljóslega vanhæfur Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 16:38 Ákæran beindist gegn manni sem var sakaður um að hóta tveimur lögreglumönnum og eiginkonu annars þeirra. Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Austurlands á ákæru gegn manni sem var sakaður um brot gegn valdstjórninni. Var maðurinn grunaður um að hafa hótað tveimur lögreglumönnum og eiginkonu annars þeirra líkamsmeiðingu. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands var rakið að annar lögreglumannanna hefði verið viðstaddur skýrslutöku af sambýliskonu mannsins sem var ákærður, en til þess var hann augljóslega vanhæfur að mati dómsins. Þá tók lögreglumaðurinn beinlínis þátt í skýrslutökunni með því að beina tvívegis spurningum til vitnisins. Taldi dómurinn að um svo alvarlegan annmarka á rannsókn málsins væri að ræða að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu frá dómi.Lögreglan sinnti útkalli vegna heimiliserja Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 31. Desember árið 2014 ítrekað hótað lögreglumönnunum sem voru við skyldustörf á heimili hans, líkamsmeiðingum auk þess sem maðurinn var sakaður um að hafa hótað eiginkonu annars lögreglumannanna líkamsmeiðingum. Samkvæmt frumskýrslu lögreglustjórans á Austurlandi tilkynning um heimiliserjur laust fyrir miðnætti 30. desember 2014 í gegnum fjarskiptamiðstöð lögreglustjóra. Kom fram að tilkynningin hefði borist frá sambýliskonu mannsins og var upplýst að börn væru á staðnum. Tveir lögreglumenn lögðu af stað frá Egilsstöðum og voru komnir á vettvangi skömmu eftir að tilkynningin barst.Kom til átaka Lögreglumennirnir eru sagðir hafa rætt í sitthvoru lagi við manninn og sambýliskonu hans en maðurinn hafi orðið sífellt æstari. Hafi þá hótanirnar sem hann var sakaður um átt sér stað. Samkvæmt greinargerðinni kom í kjölfarið til átaka milli sambýlisfólksins og lögreglumennirnir gengið þar á milli, og átti maðurinn að hafa brugðist illa við því. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa. Í skýrslunni kom fram að lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld, auk þess sem rætt var símleiðis við sambýliskonu mannsins en hún hafi þá dregið allt til baka sem hún hafði áður sagt um hegðun mannsins og óskað eftir að hann kæmi aftur heim sem fyrst. Var manninum sleppt á þriðja tímanum sömu nótt. Maðurinn byggði frávísunarkröfu sína á því að embætti lögreglustjórans á Austurlandi hafi verið vanhæft til að annast rannsókn málsins, auk þess að rannsókn málsins hafi verið haldin svo veigamiklum annmörkum að ekki væri annað hægt að en vísa málinu frá dómi. Féllust bæði Héraðsdómur Austurlands og Hæstiréttur á það sjónarmið og vísuðu ákærunni frá dómi. Lesa má dóminn hér. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Austurlands á ákæru gegn manni sem var sakaður um brot gegn valdstjórninni. Var maðurinn grunaður um að hafa hótað tveimur lögreglumönnum og eiginkonu annars þeirra líkamsmeiðingu. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands var rakið að annar lögreglumannanna hefði verið viðstaddur skýrslutöku af sambýliskonu mannsins sem var ákærður, en til þess var hann augljóslega vanhæfur að mati dómsins. Þá tók lögreglumaðurinn beinlínis þátt í skýrslutökunni með því að beina tvívegis spurningum til vitnisins. Taldi dómurinn að um svo alvarlegan annmarka á rannsókn málsins væri að ræða að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu frá dómi.Lögreglan sinnti útkalli vegna heimiliserja Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 31. Desember árið 2014 ítrekað hótað lögreglumönnunum sem voru við skyldustörf á heimili hans, líkamsmeiðingum auk þess sem maðurinn var sakaður um að hafa hótað eiginkonu annars lögreglumannanna líkamsmeiðingum. Samkvæmt frumskýrslu lögreglustjórans á Austurlandi tilkynning um heimiliserjur laust fyrir miðnætti 30. desember 2014 í gegnum fjarskiptamiðstöð lögreglustjóra. Kom fram að tilkynningin hefði borist frá sambýliskonu mannsins og var upplýst að börn væru á staðnum. Tveir lögreglumenn lögðu af stað frá Egilsstöðum og voru komnir á vettvangi skömmu eftir að tilkynningin barst.Kom til átaka Lögreglumennirnir eru sagðir hafa rætt í sitthvoru lagi við manninn og sambýliskonu hans en maðurinn hafi orðið sífellt æstari. Hafi þá hótanirnar sem hann var sakaður um átt sér stað. Samkvæmt greinargerðinni kom í kjölfarið til átaka milli sambýlisfólksins og lögreglumennirnir gengið þar á milli, og átti maðurinn að hafa brugðist illa við því. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa. Í skýrslunni kom fram að lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld, auk þess sem rætt var símleiðis við sambýliskonu mannsins en hún hafi þá dregið allt til baka sem hún hafði áður sagt um hegðun mannsins og óskað eftir að hann kæmi aftur heim sem fyrst. Var manninum sleppt á þriðja tímanum sömu nótt. Maðurinn byggði frávísunarkröfu sína á því að embætti lögreglustjórans á Austurlandi hafi verið vanhæft til að annast rannsókn málsins, auk þess að rannsókn málsins hafi verið haldin svo veigamiklum annmörkum að ekki væri annað hægt að en vísa málinu frá dómi. Féllust bæði Héraðsdómur Austurlands og Hæstiréttur á það sjónarmið og vísuðu ákærunni frá dómi. Lesa má dóminn hér.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira