SA vilja fækka sveitarfélögum úr 74 í 9 Snærós Sindradóttir skrifar 5. desember 2016 06:00 Tillaga Samtaka atvinnulífsins gengur út á að skipta landinu í níu hluta. Suðurlandið yrði allt eitt sveitarfélag. Lagt er til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu í nýrri skýrslu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins um stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi. Í skýrslunni er sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og sameining sögð leið til að ná fram alvöru hagræðingu í rekstri þeirra. Sameiningin gæti skapað svigrúm til að færa fleiri stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga, samkvæmt skýrslunni, en tilfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hefur verið miklum vandkvæðum bundin. Á Íslandi eru 74 sveitarfélög en 41 þeirra eru með færri en 1000 íbúa, þar af eru sex sveitarfélög með færri en 100 íbúa. Tillögurnar miða að því að landinu yrði skipt í níu hluta. Suðurlandið væri eitt sveitarfélag frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði. Þaðan tæki austurland við til og með Vopnafirði. Norðausturland frá Bakkafirði að Siglufirði væri eitt sveitarfélag og Norðvesturland frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri eitt. Vestfirðir væru eitt sveitarfélag og Vesturland frá Skarðsströnd og að höfuðborgarsvæði væri eitt. Reykjanesskaginn væri eitt sveitarfélag en höfuðborgarsvæðinu væri skipt í tvö sveitarfélög, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær væri stærsta sveitarfélag landsins og Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður það næststærsta. „Reykjavíkurborg er nú hátt í fjórfalt stærri en næsta sveitarfélag. Samanburður á milli einstakra sveitarfélaga getur verið mjög erfiður og stundum villandi af því þau eru svo ólík í rekstri og umfangi,“ segir Ólafur Loftsson, starfsmaður á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Með sameiningu allra sveitarfélaga í níu stór sveitarfélög mætti leggja niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og einfalda regluverk umtalsvert, að mati efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Við sjáum að stærri sveitarfélög eiga að skila aukinni stærðarhagkvæmni. Þarna fáum við til að mynda tækifæri til þess að veita betri þjónustu þar sem stærri sveitarfélög eiga auðveldara með að draga til sín sérhæft, vel menntað og reynslumikið fólk til starfa,“ segir Ólafur Loftsson, skýrsluhöfundur og starfsmaður efnahagssviðs SA. „Það hefur verið mikið í umræðunni að færa fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga en það er einfaldlega ekki hægt þegar við erum með svona mörg lítil sveitarfélög eins og núna. Málefni fatlaðra voru færð yfir árið 2011 en málið er að þau ráða bara ekki við það. Tilfærsla grunnskólanna árið 1996 hafði mjög jákvæð áhrif á sameiningar sveitarfélaganna en yfirfærslan á málefnum fatlaðra hafði engin áhrif til sameiningar af því að þá var ákveðið að stofna þjónustusvæði sem er ekkert annað en viðbótarstjórnsýslustig,“ segir Ólafur. Í skýrslunni kemur fram að samstarfsverkefni sveitarfélaganna séu nú 328 talsins. Samskipti þeirra á milli séu flókin og kostnaðarsöm.Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í FjallabyggðGunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð sem varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006, segist sammála um að það megi fækka sveitarfélögum. Þessar tillögur gangi þó helst til of langt. „Ég held að þetta sé algjörlega út í hött nema í einhverri langri framtíð. Í raun og veru fer valdið á einn stað langt frá flestum af þessum byggðarkjörnum. Ef það er hagfellt þá er ég sammála því en það má ekki tapa þessari nánd við kjörna fulltrúa og embættismenn, sem óhjákvæmilega yrði. Svo er annað líka. Það ríkir ákveðin samkeppni á milli sveitarfélaga þannig að menn gera vel við sína íbúa. Það verður allt drepið niður með þessu. Þetta er bara miðstýring. Það er eiginlega ótrúlegt að þetta komi úr ranni Samtaka atvinnulífsins.“Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hrifinn af hugmyndinni. Hugmyndir í þessa átt hafi komið frá samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi og heyrst í ráðherratíð Kristjáns Möller á þarsíðasta kjörtímabili. „Einfaldasta leiðin á Íslandi væri sú að það væri einhver lágmarks íbúafjöldi lögfestur.“ Halldór segir að slíkt hafi verið gert í Danmörku þar sem sveitarfélög máttu ekki hafa færri en 20 þúsund íbúa. „Við viljum sjá eflingu sveitarstjórnarstigsins með sameiningu sveitarfélaganna en að íbúarnir eigi síðasta orðið. Danirnir fóru þessa Excel-leið og svo gátu sveitarfélögin sjálf ákveðið hverjum þeir vildu sameinast.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Lagt er til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu í nýrri skýrslu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins um stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi. Í skýrslunni er sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og sameining sögð leið til að ná fram alvöru hagræðingu í rekstri þeirra. Sameiningin gæti skapað svigrúm til að færa fleiri stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga, samkvæmt skýrslunni, en tilfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hefur verið miklum vandkvæðum bundin. Á Íslandi eru 74 sveitarfélög en 41 þeirra eru með færri en 1000 íbúa, þar af eru sex sveitarfélög með færri en 100 íbúa. Tillögurnar miða að því að landinu yrði skipt í níu hluta. Suðurlandið væri eitt sveitarfélag frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði. Þaðan tæki austurland við til og með Vopnafirði. Norðausturland frá Bakkafirði að Siglufirði væri eitt sveitarfélag og Norðvesturland frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri eitt. Vestfirðir væru eitt sveitarfélag og Vesturland frá Skarðsströnd og að höfuðborgarsvæði væri eitt. Reykjanesskaginn væri eitt sveitarfélag en höfuðborgarsvæðinu væri skipt í tvö sveitarfélög, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær væri stærsta sveitarfélag landsins og Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður það næststærsta. „Reykjavíkurborg er nú hátt í fjórfalt stærri en næsta sveitarfélag. Samanburður á milli einstakra sveitarfélaga getur verið mjög erfiður og stundum villandi af því þau eru svo ólík í rekstri og umfangi,“ segir Ólafur Loftsson, starfsmaður á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Með sameiningu allra sveitarfélaga í níu stór sveitarfélög mætti leggja niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og einfalda regluverk umtalsvert, að mati efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Við sjáum að stærri sveitarfélög eiga að skila aukinni stærðarhagkvæmni. Þarna fáum við til að mynda tækifæri til þess að veita betri þjónustu þar sem stærri sveitarfélög eiga auðveldara með að draga til sín sérhæft, vel menntað og reynslumikið fólk til starfa,“ segir Ólafur Loftsson, skýrsluhöfundur og starfsmaður efnahagssviðs SA. „Það hefur verið mikið í umræðunni að færa fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga en það er einfaldlega ekki hægt þegar við erum með svona mörg lítil sveitarfélög eins og núna. Málefni fatlaðra voru færð yfir árið 2011 en málið er að þau ráða bara ekki við það. Tilfærsla grunnskólanna árið 1996 hafði mjög jákvæð áhrif á sameiningar sveitarfélaganna en yfirfærslan á málefnum fatlaðra hafði engin áhrif til sameiningar af því að þá var ákveðið að stofna þjónustusvæði sem er ekkert annað en viðbótarstjórnsýslustig,“ segir Ólafur. Í skýrslunni kemur fram að samstarfsverkefni sveitarfélaganna séu nú 328 talsins. Samskipti þeirra á milli séu flókin og kostnaðarsöm.Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í FjallabyggðGunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð sem varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006, segist sammála um að það megi fækka sveitarfélögum. Þessar tillögur gangi þó helst til of langt. „Ég held að þetta sé algjörlega út í hött nema í einhverri langri framtíð. Í raun og veru fer valdið á einn stað langt frá flestum af þessum byggðarkjörnum. Ef það er hagfellt þá er ég sammála því en það má ekki tapa þessari nánd við kjörna fulltrúa og embættismenn, sem óhjákvæmilega yrði. Svo er annað líka. Það ríkir ákveðin samkeppni á milli sveitarfélaga þannig að menn gera vel við sína íbúa. Það verður allt drepið niður með þessu. Þetta er bara miðstýring. Það er eiginlega ótrúlegt að þetta komi úr ranni Samtaka atvinnulífsins.“Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hrifinn af hugmyndinni. Hugmyndir í þessa átt hafi komið frá samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi og heyrst í ráðherratíð Kristjáns Möller á þarsíðasta kjörtímabili. „Einfaldasta leiðin á Íslandi væri sú að það væri einhver lágmarks íbúafjöldi lögfestur.“ Halldór segir að slíkt hafi verið gert í Danmörku þar sem sveitarfélög máttu ekki hafa færri en 20 þúsund íbúa. „Við viljum sjá eflingu sveitarstjórnarstigsins með sameiningu sveitarfélaganna en að íbúarnir eigi síðasta orðið. Danirnir fóru þessa Excel-leið og svo gátu sveitarfélögin sjálf ákveðið hverjum þeir vildu sameinast.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira