Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik.
Fyrri hálfleikur var jafn og skemmtilegur. Aldrei munaði miklu á liðunum sem nánast héldust í hendur og staðan í hálfleik var 15-15.
Nora Mörk fór hamförum í norska liðinu og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Danick Snelder skoraði fimm fyrir Holland sem var með betri markvörslu líka í fyrri hálfleiknum.
Norska liðið tók frumkvæðið í síðari hálfleik og var 1-2 mörkum yfir. Norska liðið náði svo fjögurra marka forskoti, 24-20, er 18 mínútur voru eftir.
Hollenska liðið kom með gott áhlaup undir lokin og hefðu getað jafnað í lokasókninni. Sending úr aukakasti fór aftur á móti í hnéð samherja og Holland tapaði boltanum klaufalega sem og leiknum.
Nora Mörk endaði með tólf mörk í liði Noregs og Danick Snelder skoraði sex.
Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Þórir vinnur með norska landsliðinu á sjö árum.
Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn



Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn
