Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað Smári Jökull Jónsson í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2016 17:55 Hákon Daði Styrmisson. Vísir/Ernir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45