Sterklega varað við landfyllingu í Elliðaárvogi Svavar Hávarðsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Laxastofn Elliðaánna er á tyllidögum sagður ein af skrautfjöðrum borgarinnar. vísir/Stefán Sérfræðingur Veiðimálastofnunar hefur uppi sterk varnaðarorð vegna landfyllingar í Elliðaárvogi og bendir á hættur sem því fylgja að þrengja enn meira að lífríki Elliðaánna en þegar hefur verið gert. Það lítur helst að laxastofninum, en einnig að öðrum stofnum ferksvatnsfiska sem og lífríkisins í heild. Þetta kemur fram í umsögn Þórólfs Antonssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun, um áhrif fyrirhugaðrar landfyllingar í Elliðaárvogi á laxfiska í ánum. „Farleiðir laxa úr sjó og seiða til hafs liggja þarna um og það segir sig sjálft að þegar þrengt er að því þá veit maður ekkert hvaða afleiðingar það getur haft. Strandsvæði þarna eru í hættu og þar fer fram mikil framleiðsla smádýra sem eru fæða seiðanna á leiðinni út,“ segir Þórólfur í viðtali við Fréttablaðið. Landfyllingin sem um ræðir er þrettán hektara landfylling við Sævarhöfða, sem varin verður af sjóvarnargörðum, en í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að uppbyggingu blandaðrar byggðar við Elliðaárvog og er eitt af þremur megin uppbyggingarsvæðum Reykjavíkur fyrir blandaða byggð á næstu áratugum. Landfyllingin mun þjóna hluta af þeirri uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð, segir í frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna landfyllingarinnar. Þórólfur segir í skýrslu sinni að ef litið er til allra tegundanna sem sem lifa í ánum – sem eru allar helstu tegundir ferskvatnsfiska hérlendis - er göngutími einhverrar þeirra um Elliðaárvog allt frá apríl á vorin fram í nóvember á haustin. Það er því einungis um fimm vetrarmánuðir sem ekki er samgangur fiska milli ferskvatns og sjávar um Elliðaárvog.Þórólfur bendir á að seiði eru sérstaklega viðkvæm á þeim tíma sem þau ganga til sjávar og venjast breyttu umhverfi í sjó. Þegar allt er talið gerir Þórólfur grein fyrir því hversu mikilvægt ósasvæðið er, og hefur uppi sérstök varnaðarorð í því sambandi. Í viðtali við Fréttablaðið minnir Þórólfur á hversu mjög hefur verið þrengt að Elliðaánum á síðustu áratugum. Frekari hugmyndir séu þá uppi um framkvæmdir við ósa ánna á landfyllingum, t.d. Sundabraut þó ekki sé búið að tímasetja þær. Í niðurlagi umsagnar Þórólfs segir þess utan að „ef þannig færi að þessar fyrirhuguðu landfyllingar hækkuðu dánartölu fiska umtalsvert eru allmiklir hagsmunir í húfi. Ber fyrst að nefna veiðihagsmuni í Elliðaánum. [...] Um tíma fór laxastofn ánna verulega hrakandi og kostaði mikið átak að ná honum upp úr lægðinni á ný og í raun hefur hann ekki náð sömu stofnstærð og áður var,“ skrifar Þórólfur og bætir við að Elliðaárnar hafa verið eitt af „vörumerkjum“ Reykjavíkur sem hrein borg. Þau rök voru til dæmis í umsókn fyrir verkefnið Græn borg Evrópu og bent á laxastofn sem þrifist inn í miðri höfuðborg. Eins séu framkvæmdirnar á skjön við nýja stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík. „Þar er meðal annars getið um verndun lífríkis fjöru og strandsjávar sem og lífríkis í ferskvatni. Önnur hönd Umhverfissviðs er því að vernda búsvæði lífvera á meðan hin höndin er að granda þeim,“ skrifar Þórólfur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sérfræðingur Veiðimálastofnunar hefur uppi sterk varnaðarorð vegna landfyllingar í Elliðaárvogi og bendir á hættur sem því fylgja að þrengja enn meira að lífríki Elliðaánna en þegar hefur verið gert. Það lítur helst að laxastofninum, en einnig að öðrum stofnum ferksvatnsfiska sem og lífríkisins í heild. Þetta kemur fram í umsögn Þórólfs Antonssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun, um áhrif fyrirhugaðrar landfyllingar í Elliðaárvogi á laxfiska í ánum. „Farleiðir laxa úr sjó og seiða til hafs liggja þarna um og það segir sig sjálft að þegar þrengt er að því þá veit maður ekkert hvaða afleiðingar það getur haft. Strandsvæði þarna eru í hættu og þar fer fram mikil framleiðsla smádýra sem eru fæða seiðanna á leiðinni út,“ segir Þórólfur í viðtali við Fréttablaðið. Landfyllingin sem um ræðir er þrettán hektara landfylling við Sævarhöfða, sem varin verður af sjóvarnargörðum, en í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að uppbyggingu blandaðrar byggðar við Elliðaárvog og er eitt af þremur megin uppbyggingarsvæðum Reykjavíkur fyrir blandaða byggð á næstu áratugum. Landfyllingin mun þjóna hluta af þeirri uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð, segir í frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna landfyllingarinnar. Þórólfur segir í skýrslu sinni að ef litið er til allra tegundanna sem sem lifa í ánum – sem eru allar helstu tegundir ferskvatnsfiska hérlendis - er göngutími einhverrar þeirra um Elliðaárvog allt frá apríl á vorin fram í nóvember á haustin. Það er því einungis um fimm vetrarmánuðir sem ekki er samgangur fiska milli ferskvatns og sjávar um Elliðaárvog.Þórólfur bendir á að seiði eru sérstaklega viðkvæm á þeim tíma sem þau ganga til sjávar og venjast breyttu umhverfi í sjó. Þegar allt er talið gerir Þórólfur grein fyrir því hversu mikilvægt ósasvæðið er, og hefur uppi sérstök varnaðarorð í því sambandi. Í viðtali við Fréttablaðið minnir Þórólfur á hversu mjög hefur verið þrengt að Elliðaánum á síðustu áratugum. Frekari hugmyndir séu þá uppi um framkvæmdir við ósa ánna á landfyllingum, t.d. Sundabraut þó ekki sé búið að tímasetja þær. Í niðurlagi umsagnar Þórólfs segir þess utan að „ef þannig færi að þessar fyrirhuguðu landfyllingar hækkuðu dánartölu fiska umtalsvert eru allmiklir hagsmunir í húfi. Ber fyrst að nefna veiðihagsmuni í Elliðaánum. [...] Um tíma fór laxastofn ánna verulega hrakandi og kostaði mikið átak að ná honum upp úr lægðinni á ný og í raun hefur hann ekki náð sömu stofnstærð og áður var,“ skrifar Þórólfur og bætir við að Elliðaárnar hafa verið eitt af „vörumerkjum“ Reykjavíkur sem hrein borg. Þau rök voru til dæmis í umsókn fyrir verkefnið Græn borg Evrópu og bent á laxastofn sem þrifist inn í miðri höfuðborg. Eins séu framkvæmdirnar á skjön við nýja stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík. „Þar er meðal annars getið um verndun lífríkis fjöru og strandsjávar sem og lífríkis í ferskvatni. Önnur hönd Umhverfissviðs er því að vernda búsvæði lífvera á meðan hin höndin er að granda þeim,“ skrifar Þórólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira