Sterklega varað við landfyllingu í Elliðaárvogi Svavar Hávarðsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Laxastofn Elliðaánna er á tyllidögum sagður ein af skrautfjöðrum borgarinnar. vísir/Stefán Sérfræðingur Veiðimálastofnunar hefur uppi sterk varnaðarorð vegna landfyllingar í Elliðaárvogi og bendir á hættur sem því fylgja að þrengja enn meira að lífríki Elliðaánna en þegar hefur verið gert. Það lítur helst að laxastofninum, en einnig að öðrum stofnum ferksvatnsfiska sem og lífríkisins í heild. Þetta kemur fram í umsögn Þórólfs Antonssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun, um áhrif fyrirhugaðrar landfyllingar í Elliðaárvogi á laxfiska í ánum. „Farleiðir laxa úr sjó og seiða til hafs liggja þarna um og það segir sig sjálft að þegar þrengt er að því þá veit maður ekkert hvaða afleiðingar það getur haft. Strandsvæði þarna eru í hættu og þar fer fram mikil framleiðsla smádýra sem eru fæða seiðanna á leiðinni út,“ segir Þórólfur í viðtali við Fréttablaðið. Landfyllingin sem um ræðir er þrettán hektara landfylling við Sævarhöfða, sem varin verður af sjóvarnargörðum, en í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að uppbyggingu blandaðrar byggðar við Elliðaárvog og er eitt af þremur megin uppbyggingarsvæðum Reykjavíkur fyrir blandaða byggð á næstu áratugum. Landfyllingin mun þjóna hluta af þeirri uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð, segir í frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna landfyllingarinnar. Þórólfur segir í skýrslu sinni að ef litið er til allra tegundanna sem sem lifa í ánum – sem eru allar helstu tegundir ferskvatnsfiska hérlendis - er göngutími einhverrar þeirra um Elliðaárvog allt frá apríl á vorin fram í nóvember á haustin. Það er því einungis um fimm vetrarmánuðir sem ekki er samgangur fiska milli ferskvatns og sjávar um Elliðaárvog.Þórólfur bendir á að seiði eru sérstaklega viðkvæm á þeim tíma sem þau ganga til sjávar og venjast breyttu umhverfi í sjó. Þegar allt er talið gerir Þórólfur grein fyrir því hversu mikilvægt ósasvæðið er, og hefur uppi sérstök varnaðarorð í því sambandi. Í viðtali við Fréttablaðið minnir Þórólfur á hversu mjög hefur verið þrengt að Elliðaánum á síðustu áratugum. Frekari hugmyndir séu þá uppi um framkvæmdir við ósa ánna á landfyllingum, t.d. Sundabraut þó ekki sé búið að tímasetja þær. Í niðurlagi umsagnar Þórólfs segir þess utan að „ef þannig færi að þessar fyrirhuguðu landfyllingar hækkuðu dánartölu fiska umtalsvert eru allmiklir hagsmunir í húfi. Ber fyrst að nefna veiðihagsmuni í Elliðaánum. [...] Um tíma fór laxastofn ánna verulega hrakandi og kostaði mikið átak að ná honum upp úr lægðinni á ný og í raun hefur hann ekki náð sömu stofnstærð og áður var,“ skrifar Þórólfur og bætir við að Elliðaárnar hafa verið eitt af „vörumerkjum“ Reykjavíkur sem hrein borg. Þau rök voru til dæmis í umsókn fyrir verkefnið Græn borg Evrópu og bent á laxastofn sem þrifist inn í miðri höfuðborg. Eins séu framkvæmdirnar á skjön við nýja stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík. „Þar er meðal annars getið um verndun lífríkis fjöru og strandsjávar sem og lífríkis í ferskvatni. Önnur hönd Umhverfissviðs er því að vernda búsvæði lífvera á meðan hin höndin er að granda þeim,“ skrifar Þórólfur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira
Sérfræðingur Veiðimálastofnunar hefur uppi sterk varnaðarorð vegna landfyllingar í Elliðaárvogi og bendir á hættur sem því fylgja að þrengja enn meira að lífríki Elliðaánna en þegar hefur verið gert. Það lítur helst að laxastofninum, en einnig að öðrum stofnum ferksvatnsfiska sem og lífríkisins í heild. Þetta kemur fram í umsögn Þórólfs Antonssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun, um áhrif fyrirhugaðrar landfyllingar í Elliðaárvogi á laxfiska í ánum. „Farleiðir laxa úr sjó og seiða til hafs liggja þarna um og það segir sig sjálft að þegar þrengt er að því þá veit maður ekkert hvaða afleiðingar það getur haft. Strandsvæði þarna eru í hættu og þar fer fram mikil framleiðsla smádýra sem eru fæða seiðanna á leiðinni út,“ segir Þórólfur í viðtali við Fréttablaðið. Landfyllingin sem um ræðir er þrettán hektara landfylling við Sævarhöfða, sem varin verður af sjóvarnargörðum, en í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að uppbyggingu blandaðrar byggðar við Elliðaárvog og er eitt af þremur megin uppbyggingarsvæðum Reykjavíkur fyrir blandaða byggð á næstu áratugum. Landfyllingin mun þjóna hluta af þeirri uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð, segir í frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna landfyllingarinnar. Þórólfur segir í skýrslu sinni að ef litið er til allra tegundanna sem sem lifa í ánum – sem eru allar helstu tegundir ferskvatnsfiska hérlendis - er göngutími einhverrar þeirra um Elliðaárvog allt frá apríl á vorin fram í nóvember á haustin. Það er því einungis um fimm vetrarmánuðir sem ekki er samgangur fiska milli ferskvatns og sjávar um Elliðaárvog.Þórólfur bendir á að seiði eru sérstaklega viðkvæm á þeim tíma sem þau ganga til sjávar og venjast breyttu umhverfi í sjó. Þegar allt er talið gerir Þórólfur grein fyrir því hversu mikilvægt ósasvæðið er, og hefur uppi sérstök varnaðarorð í því sambandi. Í viðtali við Fréttablaðið minnir Þórólfur á hversu mjög hefur verið þrengt að Elliðaánum á síðustu áratugum. Frekari hugmyndir séu þá uppi um framkvæmdir við ósa ánna á landfyllingum, t.d. Sundabraut þó ekki sé búið að tímasetja þær. Í niðurlagi umsagnar Þórólfs segir þess utan að „ef þannig færi að þessar fyrirhuguðu landfyllingar hækkuðu dánartölu fiska umtalsvert eru allmiklir hagsmunir í húfi. Ber fyrst að nefna veiðihagsmuni í Elliðaánum. [...] Um tíma fór laxastofn ánna verulega hrakandi og kostaði mikið átak að ná honum upp úr lægðinni á ný og í raun hefur hann ekki náð sömu stofnstærð og áður var,“ skrifar Þórólfur og bætir við að Elliðaárnar hafa verið eitt af „vörumerkjum“ Reykjavíkur sem hrein borg. Þau rök voru til dæmis í umsókn fyrir verkefnið Græn borg Evrópu og bent á laxastofn sem þrifist inn í miðri höfuðborg. Eins séu framkvæmdirnar á skjön við nýja stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík. „Þar er meðal annars getið um verndun lífríkis fjöru og strandsjávar sem og lífríkis í ferskvatni. Önnur hönd Umhverfissviðs er því að vernda búsvæði lífvera á meðan hin höndin er að granda þeim,“ skrifar Þórólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira