Bjarni Ben fjármálasnillingur? Sverrir Björnsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Margir hafa spurt sig að því hvort Bjarni Ben sé flinkur í fjármálum. Það er eðlilegt að spurt sé þar sem hann fer með sameiginlegar eignir okkar allra. Gjaldþrota- og afskriftaslóðin eftir Bjarna businessmann vekur ekki sérstaka trú á fjármálahæfni hans sem og takmörkuð vitneskja hans um eigin fjármál: „Ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum.“ BB. Nú stendur fyrir dyrum sala á hlutum ríkisins í fjölmörgum fyrirtækjum, því er hér spurning til þín, lesandi góður: Ef þú vilt selja nokkur fyrirtæki og fá gott verð fyrir, myndirðu þá tilkynna hátt og snjallt að þú ætlir að selja þau öll í einu í einum grænum hvelli? Er brunaútsöluleiðin líkleg til að skila þér besta verðinu? „Við vonumst til þess að meginþorra eignanna verði komið í verð fyrir árslok.“ BB. Ég efast um að snjallir viðskiptamenn stæðu svona að sölu á sínum eignasöfnum. Spor sjálfstæðismanna í einkavæðingu eigna okkar hræða. Ein vinsælasta viðskiptahugmynd auðmanna er að sækja sér auð í eigur almennings. Aðferðirnar eru kunnuglegar; að selja sér ríkisfyrirtæki á undirverði, nýta auðlindir í þjóðareign á tombóluprís og koma einkarekstri inn í almannakerfin. Bjarni Ben hefur sýnt að hann styður þessar auðsöfnunaraðferðir dyggilega, hann vill selja þær eignir sem mala gull fyrir ríkissjóð, Landsvirkjun og Landsbankann. Selur góður búmaður frá sér bestu mjólkurkýrnar? Nýjasta dæmið um afhendingu almannafjár eru 500 milljarðarnir sem ríkisstjórnin gaf kröfuhöfum í afslátt á stöðugleikaskatti. Icesave-hópurinn hefur bent á að þetta var óþarfa gjafgjörningur sem er þjóðinni afar dýrkeyptur. Ég sé ekki fjármálasnilld Bjarna sem íhaldsmenn eru að reyna að selja okkur. Í fordæmalausu góðærinu gæti ágætlega greindur gjaldkeri rekið ríkissjóð. Kannski er það bara í öflugri gjafastarfsemi á eignum almennings sem „fjármálasnilld“ frjálshyggjuráðherrans liggur. Líkt og Bjarni hafði ekki eftir leiðarstjörnu sinni, Margaret Thatcher á Twitter 1. maí: „ Gallinn við frjálshyggjuna er að á endanum verða engar almannaeignir eftir til að einkavinavæða.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa spurt sig að því hvort Bjarni Ben sé flinkur í fjármálum. Það er eðlilegt að spurt sé þar sem hann fer með sameiginlegar eignir okkar allra. Gjaldþrota- og afskriftaslóðin eftir Bjarna businessmann vekur ekki sérstaka trú á fjármálahæfni hans sem og takmörkuð vitneskja hans um eigin fjármál: „Ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum.“ BB. Nú stendur fyrir dyrum sala á hlutum ríkisins í fjölmörgum fyrirtækjum, því er hér spurning til þín, lesandi góður: Ef þú vilt selja nokkur fyrirtæki og fá gott verð fyrir, myndirðu þá tilkynna hátt og snjallt að þú ætlir að selja þau öll í einu í einum grænum hvelli? Er brunaútsöluleiðin líkleg til að skila þér besta verðinu? „Við vonumst til þess að meginþorra eignanna verði komið í verð fyrir árslok.“ BB. Ég efast um að snjallir viðskiptamenn stæðu svona að sölu á sínum eignasöfnum. Spor sjálfstæðismanna í einkavæðingu eigna okkar hræða. Ein vinsælasta viðskiptahugmynd auðmanna er að sækja sér auð í eigur almennings. Aðferðirnar eru kunnuglegar; að selja sér ríkisfyrirtæki á undirverði, nýta auðlindir í þjóðareign á tombóluprís og koma einkarekstri inn í almannakerfin. Bjarni Ben hefur sýnt að hann styður þessar auðsöfnunaraðferðir dyggilega, hann vill selja þær eignir sem mala gull fyrir ríkissjóð, Landsvirkjun og Landsbankann. Selur góður búmaður frá sér bestu mjólkurkýrnar? Nýjasta dæmið um afhendingu almannafjár eru 500 milljarðarnir sem ríkisstjórnin gaf kröfuhöfum í afslátt á stöðugleikaskatti. Icesave-hópurinn hefur bent á að þetta var óþarfa gjafgjörningur sem er þjóðinni afar dýrkeyptur. Ég sé ekki fjármálasnilld Bjarna sem íhaldsmenn eru að reyna að selja okkur. Í fordæmalausu góðærinu gæti ágætlega greindur gjaldkeri rekið ríkissjóð. Kannski er það bara í öflugri gjafastarfsemi á eignum almennings sem „fjármálasnilld“ frjálshyggjuráðherrans liggur. Líkt og Bjarni hafði ekki eftir leiðarstjörnu sinni, Margaret Thatcher á Twitter 1. maí: „ Gallinn við frjálshyggjuna er að á endanum verða engar almannaeignir eftir til að einkavinavæða.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun