Bjarni Ben fjármálasnillingur? Sverrir Björnsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Margir hafa spurt sig að því hvort Bjarni Ben sé flinkur í fjármálum. Það er eðlilegt að spurt sé þar sem hann fer með sameiginlegar eignir okkar allra. Gjaldþrota- og afskriftaslóðin eftir Bjarna businessmann vekur ekki sérstaka trú á fjármálahæfni hans sem og takmörkuð vitneskja hans um eigin fjármál: „Ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum.“ BB. Nú stendur fyrir dyrum sala á hlutum ríkisins í fjölmörgum fyrirtækjum, því er hér spurning til þín, lesandi góður: Ef þú vilt selja nokkur fyrirtæki og fá gott verð fyrir, myndirðu þá tilkynna hátt og snjallt að þú ætlir að selja þau öll í einu í einum grænum hvelli? Er brunaútsöluleiðin líkleg til að skila þér besta verðinu? „Við vonumst til þess að meginþorra eignanna verði komið í verð fyrir árslok.“ BB. Ég efast um að snjallir viðskiptamenn stæðu svona að sölu á sínum eignasöfnum. Spor sjálfstæðismanna í einkavæðingu eigna okkar hræða. Ein vinsælasta viðskiptahugmynd auðmanna er að sækja sér auð í eigur almennings. Aðferðirnar eru kunnuglegar; að selja sér ríkisfyrirtæki á undirverði, nýta auðlindir í þjóðareign á tombóluprís og koma einkarekstri inn í almannakerfin. Bjarni Ben hefur sýnt að hann styður þessar auðsöfnunaraðferðir dyggilega, hann vill selja þær eignir sem mala gull fyrir ríkissjóð, Landsvirkjun og Landsbankann. Selur góður búmaður frá sér bestu mjólkurkýrnar? Nýjasta dæmið um afhendingu almannafjár eru 500 milljarðarnir sem ríkisstjórnin gaf kröfuhöfum í afslátt á stöðugleikaskatti. Icesave-hópurinn hefur bent á að þetta var óþarfa gjafgjörningur sem er þjóðinni afar dýrkeyptur. Ég sé ekki fjármálasnilld Bjarna sem íhaldsmenn eru að reyna að selja okkur. Í fordæmalausu góðærinu gæti ágætlega greindur gjaldkeri rekið ríkissjóð. Kannski er það bara í öflugri gjafastarfsemi á eignum almennings sem „fjármálasnilld“ frjálshyggjuráðherrans liggur. Líkt og Bjarni hafði ekki eftir leiðarstjörnu sinni, Margaret Thatcher á Twitter 1. maí: „ Gallinn við frjálshyggjuna er að á endanum verða engar almannaeignir eftir til að einkavinavæða.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa spurt sig að því hvort Bjarni Ben sé flinkur í fjármálum. Það er eðlilegt að spurt sé þar sem hann fer með sameiginlegar eignir okkar allra. Gjaldþrota- og afskriftaslóðin eftir Bjarna businessmann vekur ekki sérstaka trú á fjármálahæfni hans sem og takmörkuð vitneskja hans um eigin fjármál: „Ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum.“ BB. Nú stendur fyrir dyrum sala á hlutum ríkisins í fjölmörgum fyrirtækjum, því er hér spurning til þín, lesandi góður: Ef þú vilt selja nokkur fyrirtæki og fá gott verð fyrir, myndirðu þá tilkynna hátt og snjallt að þú ætlir að selja þau öll í einu í einum grænum hvelli? Er brunaútsöluleiðin líkleg til að skila þér besta verðinu? „Við vonumst til þess að meginþorra eignanna verði komið í verð fyrir árslok.“ BB. Ég efast um að snjallir viðskiptamenn stæðu svona að sölu á sínum eignasöfnum. Spor sjálfstæðismanna í einkavæðingu eigna okkar hræða. Ein vinsælasta viðskiptahugmynd auðmanna er að sækja sér auð í eigur almennings. Aðferðirnar eru kunnuglegar; að selja sér ríkisfyrirtæki á undirverði, nýta auðlindir í þjóðareign á tombóluprís og koma einkarekstri inn í almannakerfin. Bjarni Ben hefur sýnt að hann styður þessar auðsöfnunaraðferðir dyggilega, hann vill selja þær eignir sem mala gull fyrir ríkissjóð, Landsvirkjun og Landsbankann. Selur góður búmaður frá sér bestu mjólkurkýrnar? Nýjasta dæmið um afhendingu almannafjár eru 500 milljarðarnir sem ríkisstjórnin gaf kröfuhöfum í afslátt á stöðugleikaskatti. Icesave-hópurinn hefur bent á að þetta var óþarfa gjafgjörningur sem er þjóðinni afar dýrkeyptur. Ég sé ekki fjármálasnilld Bjarna sem íhaldsmenn eru að reyna að selja okkur. Í fordæmalausu góðærinu gæti ágætlega greindur gjaldkeri rekið ríkissjóð. Kannski er það bara í öflugri gjafastarfsemi á eignum almennings sem „fjármálasnilld“ frjálshyggjuráðherrans liggur. Líkt og Bjarni hafði ekki eftir leiðarstjörnu sinni, Margaret Thatcher á Twitter 1. maí: „ Gallinn við frjálshyggjuna er að á endanum verða engar almannaeignir eftir til að einkavinavæða.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar