Innlent

Dæmdur fyrir grjótkastið við Glammastaðavatn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Deilur sem meðal annars snúa að veiðirétti, hirðu girðinga og lagningu vega og vatnslagna hafa lengi staðið yfir í sumarhúsabyggðinni.
Deilur sem meðal annars snúa að veiðirétti, hirðu girðinga og lagningu vega og vatnslagna hafa lengi staðið yfir í sumarhúsabyggðinni. Vísir/Pjetur
Landeigandi við Glammastaðavatn í Hvalfjarðarsveit var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta grjóti að örðum landeiganda við vatnið sem var að gera við grindverk á landareign þess fyrrnefnda. Umfangsmiklar deilur hafa verið meðal sumarbústaðaeiganda á svæðinu í töluverðan tíma og málið ein birtingarmynd þess.

Vísir fjallaði um deilurnar í apríl sem snúa meðal annars að veiðirétti, hirðu girðinga, lagningu vega og vatnslagna. Deila þar hinn dæmdi, Zoran Kokotovic, og landeigendafélagið á Glammastöðum. Hafa nokkrar deilur þeirra farið fyrir dómstóla.

Grjótkastið átti sér stað í maí 2014 en Zoran kastaði fjórum sinnum grjóti í áttina að öðrum landeigenda. Í dómsorði kemur fram að líta verði til þess að ákærða hafi staðið nokkur ógn af brotaþola og þeirra sem með í för voru. Þeir hafi ekki sinnt fyrirmælum um að yfirgefa land Zorans og sömuleiðis ögrað honum með því að taka uppákomuna upp á myndband.

Ályktar dómurinn að Zoran hafi ekki haft sterk áform um að valda brotaþola ótta um líf hans og heilsu. Af myndbandinu megi ekki ráða að ásetningu hafi verið að hæfa brotaþola með grjótinu. Að því virtu var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. Farið var fram á eina milljón króna í miskabætur en ákvað dómurinn að hæfilegar bætur væru 150 þúsund krónur.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×