Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Ávísunum á sterk verkjalyf sem innihalda ópíóða fer fjölgandi á Íslandi og eru hvergi fleiri á Norðurlöndunum en hér. Landlæknisembættið telur þetta vera áhyggjuefni vegna hættu á misnotkun þessar lyfja, enda ópíafíkn bráðhættuleg. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Þá verður einnig fjallað um frjókornaofnæmi sem þúsundir landsmanna þjást af. Grasfrjó eru fyrr á ferðinni í ár en venja er og búist við að þau nái hámarki á næstu dögum.



Við verðum síðan í beinni frá Nauthólsvík þar sem risamarglyttur hafa hreiðrar um sig og haft töluverð áhrif á sundfólk.



Við lítum síðan við í veislu múslima sem gerðu sér glaðan dag með hátíðarhöldum í tilefni af því að föstumánuðinum Ramadan er lokið.



Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×