Karl Filippus Svíaprins og Soffía Hellquist prinsessa eignuðust barn í dag. Bæði móður og barni heilsast vel en um er að ræða dreng. Samkvæmt sænsku hirðinni er drengurinn 3,5 kíló og 59 sentímetrar.
Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna sem giftu sig í júní í fyrra.
Fjölgar í sænsku konungsfjölskyldunni
Samúel Karl Ólason skrifar
