Kemur hönnun sinni á framfæri á Instagram með dyggri aðstoð sonarins Guðrún Ansnes skrifar 16. janúar 2016 09:00 Erna Kristín og litli sjarmörinn hennar Leon Bassi. Vísir/Anton Brink Fyrir mér er þetta ekki bara viðskiptalegs eðlis heldur líka mitt hobbí, hann græðir líka heilmikla útiveru á þessu,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir, sem hefur sölsað undir sig samfélagsmiðilinn Instagram, og má sjá myndir af syni hennar, hinum fagurrauðhærða Leon Bassa Bassasyni, á stórum Instagram-barnafatasíðum um allan heim. Um ræðir býsna nýstárlega markaðssetningu, sem Erna veit ekki til að fleiri mæður hérlendis hafi nýtt sér, en í grunninn snúast herlegheitin um að hún fái sendar barnavörur utan úr heimi, sem hún svo myndar drenginn með, birtir á Instagram-reikningi sínum og fær svo launaðan greiðann þegar aðrar mæður fá vörur frá henni og leika sama leik með sín börn. „Ég hef eiginlega ekki þurft að kaupa föt á barnið síðan þetta byrjaði,“ segir hún og hlær. Hún bætir jafnframt við að rauða hárið, sem sonurinn skartar, hafi heilmikið aðdráttarafl, og þyki eftirsóknarvert að fá hann til að auglýsa. „Þetta byrjaði allt þegar bandaríska síðan Poshlittletots lækaði mynd frá mér, sem viðkomandi hefur væntanlega bara rambað inn á. Þá datt mér í hug að senda henni eintak af pöndumyndunum mínum, og sjá hvort hún væri ekki til í að birta hana á síðunni, en síðan er gríðarlega vinsæl með átján þúsund fylgjendur,“ útskýrir Erna. Úr varð að Erna hefur haldið ótrauð áfram, og hefur náð að teygja anga merkisins Alphabetpanda út um allan heim. „Pandan hefur birst á hollenskum, breskum, bandarískum, sænskum, dönskum og rómverskum síðum með þessum hætti, og mömmur hvaðanæva sjá þannig vöruna mína. Ég hef nóg að gera, og eiginlega allt of mikið með skóla, ég gæti sleppt skólanum og verið að gera þetta. En ég kýs að hafa einhverjar tekjur í framtíðinni, svo skólinn fylgir með. Ég er sumsé augljóslega ekki að gera þetta fyrir peninginn, það er bara gaman að sjá hvernig þetta vex og ég ætla ekki að þvinga þetta neitt,“ útskýrir hún, en Erna er nemi í guðfræði við Háskóla Íslands. „Jú jú vissulega hef ég lent á einhverjum sem taka illa í þetta, og einhvern tíma fór einhver í fýlu yfir að ég væri að vinna með pöndu, en viðkomandi var sjálfur að nota pöndu í sinni hönnun, nema töluvert öðruvísi. En ég læt svoleiðis ekkert á mig fá,“ svarar hún þegar hún er spurð hvort hún lendi aldrei í óþægilegum aðstæðum við að beita þessari sérstæðu aðferð í markaðssetningu. Sjálf segist Erna auglýsa sig langmest á Instagram, enda sé tengslanetið sem hún hefur komið sér upp þar greinilega býsna gjöfult. Erna er í miklu og góðu samstarfi við hollensku síðuna Newbornmusthaves, sem hefur rúmlega ellefu þúsund fylgjendur, og er nú í óðaönn að koma samfellum í framleiðslu, svo enn stækkar umfangið. Það sem hins vegar vekur dálitla undrun er að hún hefur sjálf aldrei nokkurn tíma talað við viðkomandi, öðruvísi en í gegnum persónuleg skilaboð á Instagram, og þegar stórar ákvarðanir eru teknar, er það gert í gegnum Gmail. „Við höfum alveg rætt að hittast, en þetta gengur ljómandi vel svona,“ segir hún að lokum. Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Fyrir mér er þetta ekki bara viðskiptalegs eðlis heldur líka mitt hobbí, hann græðir líka heilmikla útiveru á þessu,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir, sem hefur sölsað undir sig samfélagsmiðilinn Instagram, og má sjá myndir af syni hennar, hinum fagurrauðhærða Leon Bassa Bassasyni, á stórum Instagram-barnafatasíðum um allan heim. Um ræðir býsna nýstárlega markaðssetningu, sem Erna veit ekki til að fleiri mæður hérlendis hafi nýtt sér, en í grunninn snúast herlegheitin um að hún fái sendar barnavörur utan úr heimi, sem hún svo myndar drenginn með, birtir á Instagram-reikningi sínum og fær svo launaðan greiðann þegar aðrar mæður fá vörur frá henni og leika sama leik með sín börn. „Ég hef eiginlega ekki þurft að kaupa föt á barnið síðan þetta byrjaði,“ segir hún og hlær. Hún bætir jafnframt við að rauða hárið, sem sonurinn skartar, hafi heilmikið aðdráttarafl, og þyki eftirsóknarvert að fá hann til að auglýsa. „Þetta byrjaði allt þegar bandaríska síðan Poshlittletots lækaði mynd frá mér, sem viðkomandi hefur væntanlega bara rambað inn á. Þá datt mér í hug að senda henni eintak af pöndumyndunum mínum, og sjá hvort hún væri ekki til í að birta hana á síðunni, en síðan er gríðarlega vinsæl með átján þúsund fylgjendur,“ útskýrir Erna. Úr varð að Erna hefur haldið ótrauð áfram, og hefur náð að teygja anga merkisins Alphabetpanda út um allan heim. „Pandan hefur birst á hollenskum, breskum, bandarískum, sænskum, dönskum og rómverskum síðum með þessum hætti, og mömmur hvaðanæva sjá þannig vöruna mína. Ég hef nóg að gera, og eiginlega allt of mikið með skóla, ég gæti sleppt skólanum og verið að gera þetta. En ég kýs að hafa einhverjar tekjur í framtíðinni, svo skólinn fylgir með. Ég er sumsé augljóslega ekki að gera þetta fyrir peninginn, það er bara gaman að sjá hvernig þetta vex og ég ætla ekki að þvinga þetta neitt,“ útskýrir hún, en Erna er nemi í guðfræði við Háskóla Íslands. „Jú jú vissulega hef ég lent á einhverjum sem taka illa í þetta, og einhvern tíma fór einhver í fýlu yfir að ég væri að vinna með pöndu, en viðkomandi var sjálfur að nota pöndu í sinni hönnun, nema töluvert öðruvísi. En ég læt svoleiðis ekkert á mig fá,“ svarar hún þegar hún er spurð hvort hún lendi aldrei í óþægilegum aðstæðum við að beita þessari sérstæðu aðferð í markaðssetningu. Sjálf segist Erna auglýsa sig langmest á Instagram, enda sé tengslanetið sem hún hefur komið sér upp þar greinilega býsna gjöfult. Erna er í miklu og góðu samstarfi við hollensku síðuna Newbornmusthaves, sem hefur rúmlega ellefu þúsund fylgjendur, og er nú í óðaönn að koma samfellum í framleiðslu, svo enn stækkar umfangið. Það sem hins vegar vekur dálitla undrun er að hún hefur sjálf aldrei nokkurn tíma talað við viðkomandi, öðruvísi en í gegnum persónuleg skilaboð á Instagram, og þegar stórar ákvarðanir eru teknar, er það gert í gegnum Gmail. „Við höfum alveg rætt að hittast, en þetta gengur ljómandi vel svona,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“