Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 14:00 Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður. Vísir/Vilhelm „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness. Listamannalaun Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness.
Listamannalaun Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira