Gerhard Delling kom Degi Sigurðssyni á óvart í myndveri þýska sjónvarpsins eftir sigur Þýskalands á Svíþjóð á EM í Póllandi.
Delling er einn þekktasti sjónvarpsmaður Þýskalands og var með Dag í viðtali eftir eins marks sigurinn á Svíum þar sem úrslitin réðust á lokamínútunum.
Sjá einnig: Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum
Hann kom Degi á óvart með því að skipta yfir í beina útsendingu frá Reykjavík þar sem bróðir hans, Bjarki, beið hans.
„Hvernig fór leikurinn?“ spurði Bjarki og ekki stóð á svörunum. „Við unnum með einu, sterkt,“ svaraði Dagur á íslensku en innslagið má sjá hér. Því lauk vitanlega með því að Bjarki, sem er tónlistarmaður, tók lagið.
Sjá einnig: Sjáðu heimildaþáttinn um Dag
Þýskaland fylgdi svo sigrinum á Svíum eftir með því að leggja Slóvena að velli. Þjóðverjar komust því áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig og mæta næst Ungverjum annað kvöld.
Degi komið á óvart í beinni útsendingu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti





Segir að þeim besta í heimi sé skítsama
Körfubolti