Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2016 17:51 Dagur Sigurðsson fagnar með sínum mönnum í dag. vísir/epa Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00
Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45