Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2016 17:51 Dagur Sigurðsson fagnar með sínum mönnum í dag. vísir/epa Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00
Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45