Lætur ekki afturhald samfélagsins stoppa sig Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 12. mars 2016 09:00 „Þetta er mánaðarleg kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu, þar sem öllum er frjálst að senda inn efni og svo er valnefnd sem sér um að velja efni sem keppir fyrir hvern mánuð. Við komumst inn í mars með myndband með lag hljómsveitarinnar Milkhouse, Gleymérei og það er alveg ótrúlega spennandi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson leikstjóri og bætir við að enn sem komið er sé myndbandið með flest atkvæði til áhorfendaverðlaunanna en fólk getur farið inn á www.tmff.net og kosið myndbandið. The Monthly film festival er alþjóðleg keppni og hart er barist um sæti þar, því þeir sem hreppa verðlaunin hljóta mikla auglýsingu. „Ef við vinnum þá er það bæði frábært afrek fyrir myndbandið og mikill heiður fyrir okkur þar sem þetta er stór alþjóðleg kvikmyndahátíð og það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera með,“ segir Birnir. Myndbandið fjallar um unga konu, sem er óánægð í starfi, hún finnur kassa fullan af munum sem rifja upp fyrir henni gamlar minningar og áttar sig á því að veruleiki hennar er í algjörri andstæðu við það sem hana dreymdi um í æsku. „Lagið fjallar um nostalgíu og það var okkar útgangspunktur fyrir alla hugmyndavinnu í sambandi við handritið. Þetta var mikil reynsla og skemmtilegt ferli,“ segir Birnir. Hann er ekki að leikstýra í fyrsta skipti en stuttmyndin hans Heimanám sem hann vann í samstarfi við Elmar Þórarinsson var sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Fram undan er nóg um að vera hjá þessum unga, efnilega leikstjóra sem á framtíðina svo sannarlega fyrir sér í þessum bransa. „Sem stendur er ég að gera nokkur tónlistarmyndbönd, þau eru mismunandi eftir lögum en öll eru þau spennandi og skemmtileg. Núna í sumar er ég að fara gera kvikmynd í fullri lengd ásamt flottum hópi fólks. Myndin fjallar um mig, Birni J, sem er leikstjóri sem lætur ekki afturhald samfélagsins stöðva sig í því að koma sinni listrænu sýn á hvíta tjaldið. Þetta er rosalega stór biti að ráðast í með lítinn pening, en ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið,“ segir Birnir fullur bjartsýni. Milkhouse - Gleymerei (Official Video) from Birnir Sigurðsson on Vimeo. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
„Þetta er mánaðarleg kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu, þar sem öllum er frjálst að senda inn efni og svo er valnefnd sem sér um að velja efni sem keppir fyrir hvern mánuð. Við komumst inn í mars með myndband með lag hljómsveitarinnar Milkhouse, Gleymérei og það er alveg ótrúlega spennandi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson leikstjóri og bætir við að enn sem komið er sé myndbandið með flest atkvæði til áhorfendaverðlaunanna en fólk getur farið inn á www.tmff.net og kosið myndbandið. The Monthly film festival er alþjóðleg keppni og hart er barist um sæti þar, því þeir sem hreppa verðlaunin hljóta mikla auglýsingu. „Ef við vinnum þá er það bæði frábært afrek fyrir myndbandið og mikill heiður fyrir okkur þar sem þetta er stór alþjóðleg kvikmyndahátíð og það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera með,“ segir Birnir. Myndbandið fjallar um unga konu, sem er óánægð í starfi, hún finnur kassa fullan af munum sem rifja upp fyrir henni gamlar minningar og áttar sig á því að veruleiki hennar er í algjörri andstæðu við það sem hana dreymdi um í æsku. „Lagið fjallar um nostalgíu og það var okkar útgangspunktur fyrir alla hugmyndavinnu í sambandi við handritið. Þetta var mikil reynsla og skemmtilegt ferli,“ segir Birnir. Hann er ekki að leikstýra í fyrsta skipti en stuttmyndin hans Heimanám sem hann vann í samstarfi við Elmar Þórarinsson var sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Fram undan er nóg um að vera hjá þessum unga, efnilega leikstjóra sem á framtíðina svo sannarlega fyrir sér í þessum bransa. „Sem stendur er ég að gera nokkur tónlistarmyndbönd, þau eru mismunandi eftir lögum en öll eru þau spennandi og skemmtileg. Núna í sumar er ég að fara gera kvikmynd í fullri lengd ásamt flottum hópi fólks. Myndin fjallar um mig, Birni J, sem er leikstjóri sem lætur ekki afturhald samfélagsins stöðva sig í því að koma sinni listrænu sýn á hvíta tjaldið. Þetta er rosalega stór biti að ráðast í með lítinn pening, en ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið,“ segir Birnir fullur bjartsýni. Milkhouse - Gleymerei (Official Video) from Birnir Sigurðsson on Vimeo.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira