Enginn stuðningur við tillögur stjórnarskrárnefndar í Samfylkingunni Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2016 19:58 Enginn stuðningur var við tillögur stjórnarskrárnefndar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag en ríkur vilji til að farið verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður flokksins tilkynnti um formannsframboð sitt í dag. Þar með eru formlegir formannsframbjóðendur orðnir tveir, Magnús Orri og Helgi Hjörvar. Árni Páll Árnason formaður flokksins hefur hins vegar enn ekki gefið upp hvort hann gefi áfram kost á sér.Ertu til í að svara því í dag?„Nei ég er ekki til í það. Það er bara mjög gott að sjá að það sé áhugi á að leiða Samfylkinguna. Merki um heilbrigðan félagsskap að menn hafi áhuga á að gefa kost á sér í forystuhlutverk í flokknum,“ segir Árni Páll.Er ekki slæmt að menn viti ekki hvort leiðtogi flokksins ætli að sækjast eftir því hlutverki áfram á meðan þing starfar?„Nei, nei. Ég verð ekki var við að nokkur hafi áhyggjur af því. Ég hef skýrt umboð sem formaður flokksins,“ segir formaðurinn.Það er stundum talað um páska, það sé gott að fólk hafi eitthvað að tala um yfir páskana. Heldur þú að þetta liggi fyrir fyrir páskahátíðina?„Það er líka rosalega gott að hugsa um páskana. Það getur vel verið að ég fari bara í útreiðartúr um páskana og hugsi,“ segir Árni Páll. En hvað sem niðurstöðu formannsins líður gæti framboðum enn átt eftir að fjölga. Oddný G. Harðardóttir þingmaður flokksins staðfestir að hún sé að íhuga formannsframboð en vildi að örðu leyti ekki ræða málið að svo stöddu. Magnús Orri segist finna fyrir miklu ákalli um breytingar í flokknum. „Það þarf að hrista vel upp í þessu. Menn kalla svolítið eftir ferskari sýn og við höfum í raun og veru engu að tapa í Samfylkingunni í dag. Í þessari stöðu sem við búum við eru mikil tækifæri. Ég ætla að reyna að færa hér inn ferska rödd, tala skýrar og reyna að kveikja í fólki aftur um að við getum verið valkostur,“ segir Magnús Orri. Aðalumræðuefni flokksstjórnarfundarins í Iðnó í dag voru hins vegar tillögur stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði og skilaði drögum að tillögum um daginn um breytingar á stjórnarskránni. Fundarmönnum fannst almennt að tillögurnar gengju allt of skammt.Mun Samfylkingin þá ekki greiða fyrir afgreiðslu þeirra mála í þinginu?„Við erum bara ekki komin þangað. Það sem blasir við á þessum fundi er að fólk vill ítreka stuðning við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á nýju kjörtímabili á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012,“ segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Enginn stuðningur var við tillögur stjórnarskrárnefndar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag en ríkur vilji til að farið verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður flokksins tilkynnti um formannsframboð sitt í dag. Þar með eru formlegir formannsframbjóðendur orðnir tveir, Magnús Orri og Helgi Hjörvar. Árni Páll Árnason formaður flokksins hefur hins vegar enn ekki gefið upp hvort hann gefi áfram kost á sér.Ertu til í að svara því í dag?„Nei ég er ekki til í það. Það er bara mjög gott að sjá að það sé áhugi á að leiða Samfylkinguna. Merki um heilbrigðan félagsskap að menn hafi áhuga á að gefa kost á sér í forystuhlutverk í flokknum,“ segir Árni Páll.Er ekki slæmt að menn viti ekki hvort leiðtogi flokksins ætli að sækjast eftir því hlutverki áfram á meðan þing starfar?„Nei, nei. Ég verð ekki var við að nokkur hafi áhyggjur af því. Ég hef skýrt umboð sem formaður flokksins,“ segir formaðurinn.Það er stundum talað um páska, það sé gott að fólk hafi eitthvað að tala um yfir páskana. Heldur þú að þetta liggi fyrir fyrir páskahátíðina?„Það er líka rosalega gott að hugsa um páskana. Það getur vel verið að ég fari bara í útreiðartúr um páskana og hugsi,“ segir Árni Páll. En hvað sem niðurstöðu formannsins líður gæti framboðum enn átt eftir að fjölga. Oddný G. Harðardóttir þingmaður flokksins staðfestir að hún sé að íhuga formannsframboð en vildi að örðu leyti ekki ræða málið að svo stöddu. Magnús Orri segist finna fyrir miklu ákalli um breytingar í flokknum. „Það þarf að hrista vel upp í þessu. Menn kalla svolítið eftir ferskari sýn og við höfum í raun og veru engu að tapa í Samfylkingunni í dag. Í þessari stöðu sem við búum við eru mikil tækifæri. Ég ætla að reyna að færa hér inn ferska rödd, tala skýrar og reyna að kveikja í fólki aftur um að við getum verið valkostur,“ segir Magnús Orri. Aðalumræðuefni flokksstjórnarfundarins í Iðnó í dag voru hins vegar tillögur stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði og skilaði drögum að tillögum um daginn um breytingar á stjórnarskránni. Fundarmönnum fannst almennt að tillögurnar gengju allt of skammt.Mun Samfylkingin þá ekki greiða fyrir afgreiðslu þeirra mála í þinginu?„Við erum bara ekki komin þangað. Það sem blasir við á þessum fundi er að fólk vill ítreka stuðning við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á nýju kjörtímabili á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012,“ segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira