Enginn stuðningur við tillögur stjórnarskrárnefndar í Samfylkingunni Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2016 19:58 Enginn stuðningur var við tillögur stjórnarskrárnefndar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag en ríkur vilji til að farið verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður flokksins tilkynnti um formannsframboð sitt í dag. Þar með eru formlegir formannsframbjóðendur orðnir tveir, Magnús Orri og Helgi Hjörvar. Árni Páll Árnason formaður flokksins hefur hins vegar enn ekki gefið upp hvort hann gefi áfram kost á sér.Ertu til í að svara því í dag?„Nei ég er ekki til í það. Það er bara mjög gott að sjá að það sé áhugi á að leiða Samfylkinguna. Merki um heilbrigðan félagsskap að menn hafi áhuga á að gefa kost á sér í forystuhlutverk í flokknum,“ segir Árni Páll.Er ekki slæmt að menn viti ekki hvort leiðtogi flokksins ætli að sækjast eftir því hlutverki áfram á meðan þing starfar?„Nei, nei. Ég verð ekki var við að nokkur hafi áhyggjur af því. Ég hef skýrt umboð sem formaður flokksins,“ segir formaðurinn.Það er stundum talað um páska, það sé gott að fólk hafi eitthvað að tala um yfir páskana. Heldur þú að þetta liggi fyrir fyrir páskahátíðina?„Það er líka rosalega gott að hugsa um páskana. Það getur vel verið að ég fari bara í útreiðartúr um páskana og hugsi,“ segir Árni Páll. En hvað sem niðurstöðu formannsins líður gæti framboðum enn átt eftir að fjölga. Oddný G. Harðardóttir þingmaður flokksins staðfestir að hún sé að íhuga formannsframboð en vildi að örðu leyti ekki ræða málið að svo stöddu. Magnús Orri segist finna fyrir miklu ákalli um breytingar í flokknum. „Það þarf að hrista vel upp í þessu. Menn kalla svolítið eftir ferskari sýn og við höfum í raun og veru engu að tapa í Samfylkingunni í dag. Í þessari stöðu sem við búum við eru mikil tækifæri. Ég ætla að reyna að færa hér inn ferska rödd, tala skýrar og reyna að kveikja í fólki aftur um að við getum verið valkostur,“ segir Magnús Orri. Aðalumræðuefni flokksstjórnarfundarins í Iðnó í dag voru hins vegar tillögur stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði og skilaði drögum að tillögum um daginn um breytingar á stjórnarskránni. Fundarmönnum fannst almennt að tillögurnar gengju allt of skammt.Mun Samfylkingin þá ekki greiða fyrir afgreiðslu þeirra mála í þinginu?„Við erum bara ekki komin þangað. Það sem blasir við á þessum fundi er að fólk vill ítreka stuðning við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á nýju kjörtímabili á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012,“ segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Enginn stuðningur var við tillögur stjórnarskrárnefndar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag en ríkur vilji til að farið verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður flokksins tilkynnti um formannsframboð sitt í dag. Þar með eru formlegir formannsframbjóðendur orðnir tveir, Magnús Orri og Helgi Hjörvar. Árni Páll Árnason formaður flokksins hefur hins vegar enn ekki gefið upp hvort hann gefi áfram kost á sér.Ertu til í að svara því í dag?„Nei ég er ekki til í það. Það er bara mjög gott að sjá að það sé áhugi á að leiða Samfylkinguna. Merki um heilbrigðan félagsskap að menn hafi áhuga á að gefa kost á sér í forystuhlutverk í flokknum,“ segir Árni Páll.Er ekki slæmt að menn viti ekki hvort leiðtogi flokksins ætli að sækjast eftir því hlutverki áfram á meðan þing starfar?„Nei, nei. Ég verð ekki var við að nokkur hafi áhyggjur af því. Ég hef skýrt umboð sem formaður flokksins,“ segir formaðurinn.Það er stundum talað um páska, það sé gott að fólk hafi eitthvað að tala um yfir páskana. Heldur þú að þetta liggi fyrir fyrir páskahátíðina?„Það er líka rosalega gott að hugsa um páskana. Það getur vel verið að ég fari bara í útreiðartúr um páskana og hugsi,“ segir Árni Páll. En hvað sem niðurstöðu formannsins líður gæti framboðum enn átt eftir að fjölga. Oddný G. Harðardóttir þingmaður flokksins staðfestir að hún sé að íhuga formannsframboð en vildi að örðu leyti ekki ræða málið að svo stöddu. Magnús Orri segist finna fyrir miklu ákalli um breytingar í flokknum. „Það þarf að hrista vel upp í þessu. Menn kalla svolítið eftir ferskari sýn og við höfum í raun og veru engu að tapa í Samfylkingunni í dag. Í þessari stöðu sem við búum við eru mikil tækifæri. Ég ætla að reyna að færa hér inn ferska rödd, tala skýrar og reyna að kveikja í fólki aftur um að við getum verið valkostur,“ segir Magnús Orri. Aðalumræðuefni flokksstjórnarfundarins í Iðnó í dag voru hins vegar tillögur stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði og skilaði drögum að tillögum um daginn um breytingar á stjórnarskránni. Fundarmönnum fannst almennt að tillögurnar gengju allt of skammt.Mun Samfylkingin þá ekki greiða fyrir afgreiðslu þeirra mála í þinginu?„Við erum bara ekki komin þangað. Það sem blasir við á þessum fundi er að fólk vill ítreka stuðning við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á nýju kjörtímabili á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012,“ segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira