Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 28-33 | Þriðji sigur Hauka staðreynd Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 20. október 2016 22:00 Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka. vísir/eyþór Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti