Erlendir þolendur ofbeldis fá ekki fræðslu Þórdís Valsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:00 Erfitt getur reynst fyrir innflytjendur hér á landi að nálgast upplýsingar og fræðslu um heimilisofbeldi á öðru tungumáli en íslensku. NORDICPHOTOS/GETTY Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda