Erlendir þolendur ofbeldis fá ekki fræðslu Þórdís Valsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:00 Erfitt getur reynst fyrir innflytjendur hér á landi að nálgast upplýsingar og fræðslu um heimilisofbeldi á öðru tungumáli en íslensku. NORDICPHOTOS/GETTY Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels