„Tilbúnar að taka sæti í Þjóðhagsráði“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 16:38 Stjórn FKA: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, Rakel Sveinsdóttir, Danielle Pamela Neben og Anna Þóra Ísfold. Á myndina vantar Áshildi Bragadóttur stjórnarkonu, en hún er stödd erlendis. Vísir/FKA Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, kallar eftir meiri fjölbreytileika í kjölfar frétta um stofnun Þjóðhagsráðs. Þjóðhagsráð er skipað Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, Halldóri Halldórssyni formanni sambands sveitarfélaga, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Þorsteini Víglundssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. FKA segir ljóst að við stofnun Þjóðhagsráðs séu stjórnvöld ekki að fara eftir jafnréttislögum sem nú eru í gildi. Bendir FKA að í 15. grein laganna segi að skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli að því gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Í Þjóðhagsráði sitja hins vegar fimm karlmenn. „Með ályktun þessari vill FKA benda stjórnvöldum á að innan vébanda FKA og hvarvetna um okkar fjölbreytta samfélag, eru hundruð kvenna í startholunum, tilbúnar að taka að sér ábyrgð, tilbúnar að leggja hönd á plóg og tilbúnar að taka sæti í Þjóðhagsráði,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Skorar stjórnin á stjórnvöld að bregðast við þeirri gagnrýni sem ályktun þeirra felur í sér. „Fjölbreytni er grundvallar forsenda þess að góðar ákvarðanir séu teknar með þarfir heildarinnar að leiðarljósi.“Lesa ályktunina í heild hér fyrir neðan:Konur í startholunum fyrir ÞjóðhagsráðStjórn FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu kallar eftir meiri fjölbreytileika í kjölfar frétta um stofnun Þjóðhagsráðs, kom stjórn FKA saman í dag og fjallaði um málið.Niðurstaða fundarins er neðangreind ályktun.Ljóst er að við stofnun Þjóðhagsráðs eru stjórnvöld ekki að fara eftir jafnréttislögum nr.10/2008 sem eru í fullu gildi. Þar segir í 15. grein laganna að skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli að því gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða, í Þjóðhagsráði sitja hins vegar fimm karlmenn.Með ályktun þessari vill FKA benda stjórnvöldum á að innan vébanda FKA og hvarvetna um okkar fjölbreytta samfélag, eru hundruð kvenna í startholunum, tilbúnar að taka að sér ábyrgð, tilbúnar að leggja hönd á plóg og tilbúnar að taka sæti í Þjóðhagsráði. FKA eflir kraft atvinnulífsins, er leiðandi hreyfiafl sem gerir leiðtogum kleift að sækja fram í fjölbreyttu atvinnulífi. FKA er öflugt tengslanet athafnakvenna úr öllum geirum atvinnulífsins, sem sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku. Er meðal annars bent á þau hundruð nafna sem birt eru á vefsíðu FKA og lista upp konur úr atvinnulífinu, sem hafa boðið sig fram til stjórnarstarfa og bera til þess margvíslega reynslu af stjórnun og rekstri. https://www.fka.is/felagatal/#stjornStjórn FKA skorar hér með á stjórnvöld að bregðast við þeirri gagnrýni sem ályktun þessi felur í sér, fjölbreytni er grundvallar forsenda þess að góðar ákvarðanir séu teknar með þarfir heildarinnar að leiðarljósi.Tökum þátt í því að breyta til batnaðar og vera til fyrirmyndar.Stjórn FKAReykjavík 13. júní 2016. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, kallar eftir meiri fjölbreytileika í kjölfar frétta um stofnun Þjóðhagsráðs. Þjóðhagsráð er skipað Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, Halldóri Halldórssyni formanni sambands sveitarfélaga, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Þorsteini Víglundssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. FKA segir ljóst að við stofnun Þjóðhagsráðs séu stjórnvöld ekki að fara eftir jafnréttislögum sem nú eru í gildi. Bendir FKA að í 15. grein laganna segi að skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli að því gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Í Þjóðhagsráði sitja hins vegar fimm karlmenn. „Með ályktun þessari vill FKA benda stjórnvöldum á að innan vébanda FKA og hvarvetna um okkar fjölbreytta samfélag, eru hundruð kvenna í startholunum, tilbúnar að taka að sér ábyrgð, tilbúnar að leggja hönd á plóg og tilbúnar að taka sæti í Þjóðhagsráði,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Skorar stjórnin á stjórnvöld að bregðast við þeirri gagnrýni sem ályktun þeirra felur í sér. „Fjölbreytni er grundvallar forsenda þess að góðar ákvarðanir séu teknar með þarfir heildarinnar að leiðarljósi.“Lesa ályktunina í heild hér fyrir neðan:Konur í startholunum fyrir ÞjóðhagsráðStjórn FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu kallar eftir meiri fjölbreytileika í kjölfar frétta um stofnun Þjóðhagsráðs, kom stjórn FKA saman í dag og fjallaði um málið.Niðurstaða fundarins er neðangreind ályktun.Ljóst er að við stofnun Þjóðhagsráðs eru stjórnvöld ekki að fara eftir jafnréttislögum nr.10/2008 sem eru í fullu gildi. Þar segir í 15. grein laganna að skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli að því gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða, í Þjóðhagsráði sitja hins vegar fimm karlmenn.Með ályktun þessari vill FKA benda stjórnvöldum á að innan vébanda FKA og hvarvetna um okkar fjölbreytta samfélag, eru hundruð kvenna í startholunum, tilbúnar að taka að sér ábyrgð, tilbúnar að leggja hönd á plóg og tilbúnar að taka sæti í Þjóðhagsráði. FKA eflir kraft atvinnulífsins, er leiðandi hreyfiafl sem gerir leiðtogum kleift að sækja fram í fjölbreyttu atvinnulífi. FKA er öflugt tengslanet athafnakvenna úr öllum geirum atvinnulífsins, sem sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku. Er meðal annars bent á þau hundruð nafna sem birt eru á vefsíðu FKA og lista upp konur úr atvinnulífinu, sem hafa boðið sig fram til stjórnarstarfa og bera til þess margvíslega reynslu af stjórnun og rekstri. https://www.fka.is/felagatal/#stjornStjórn FKA skorar hér með á stjórnvöld að bregðast við þeirri gagnrýni sem ályktun þessi felur í sér, fjölbreytni er grundvallar forsenda þess að góðar ákvarðanir séu teknar með þarfir heildarinnar að leiðarljósi.Tökum þátt í því að breyta til batnaðar og vera til fyrirmyndar.Stjórn FKAReykjavík 13. júní 2016.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira