Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 5. október 2015 10:11 Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar