Innlent

Veiðileyfi beint í rannsóknir

Svavar Hávarðsson skrifar
Jóhannes Sturlaugsson með einn skjólstæðinga sinna.
Jóhannes Sturlaugsson með einn skjólstæðinga sinna. Vísir/Garðar
Orkuveita Reykjavíkur mun verja öllum tekjum sínum af sölu veiðileyfa í Þingvallavatni frá 2015 til 2017 til rannsókna.

Þrjú verkefni hafa þegar hlotið styrk byggt á þessari ákvörðun.

Jóhannes Sturlaugsson, hjá Laxfiskum ehf., fær 8,1 milljón króna til rannsókna á lífsháttum urriða sem nýta sunnanvert Þingvallavatn. Jóhannes hefur sinnt þessum rannsóknum um árabil. Veiðimálastofnun fær 4,1 milljón króna til rannsókna á urriðastofni Ölfusvatnsár og Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur fær 1,8 milljónir króna til rannsókna á svifþörungum í Þingvallavatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×