Innlent

Lét ófriðlega og skallaði lögreglumann

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/Anton
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt. Einn árásarmáður var handtekinn á veitingastað við Austurstræti en hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu. Maðurinn lét ófriðlega þegar hann var handtekinn og skallaði meðal annars lögreglumann.

Þá var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi við Laugaveg. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild en lögreglan segist hafa upplýsingar um gerendur. Þá voru fimm ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×