Vilja að miðhálendið verði friðað 11. maí 2015 13:00 Snorri Baldursson nýkjörinn formaður Landverndar. „Það eru svo mörg góð verkefni sem Landvernd hefur verið að vinna að og ég mun ekki breyta um stefnu. Þó er alveg möguleiki að með tímanum verði einhverjar nýjar áherslur,“ segir Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar. Snorri tekur við af Guðmundi Herði Guðmundssyni sem formaður Landverndar. Snorri var kosinn formaður á aðalfundi samtakanna sem fram fór á laugardag. Guðmundur Hörður hefur leitt samtökin síðan 2011. „Það er á nægu að taka og munum við stjórnin hittast fljótlega og fara yfir málin,“ segir Snorri, sem er líffræðingur að mennt, og hefur meðal annars getið sér gott orð sem rithöfundur. Bók hans, Lífríki Íslands, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Auk formannskjörsins voru fimm ályktanir samþykktar á fundinum. Skoraði aðalfundurinn á stjórnvöld að hefja vinnu við friðun miðhálendisins með stofnun þjóðgarðs. Að auki var þingsályktunartillögu atvinnuveganefndar Alþingis harðlega mótmælt á fundinum, en hún snýr að færslu fimm virkjanahugmynda úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar án þess þó að fullnægjandi umfjöllun hafi átt sér stað. Einnig var krafist frekari rannsókna á áhrifum ferðamanna á náttúruperlur landsins auk þess sem krafa var gerð um aukna landvörslu og að gæði yrðu tryggð í uppbyggingu innviða á ferðamannstöðum. Skoraði aðalfundurinn jafnframt á stjórnvöld að tryggja vernd Jökulsárlóns og Breiðamerkursands og lögðu til að skoðað yrði hvort fótur væri fyrir að svæðið yrði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
„Það eru svo mörg góð verkefni sem Landvernd hefur verið að vinna að og ég mun ekki breyta um stefnu. Þó er alveg möguleiki að með tímanum verði einhverjar nýjar áherslur,“ segir Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar. Snorri tekur við af Guðmundi Herði Guðmundssyni sem formaður Landverndar. Snorri var kosinn formaður á aðalfundi samtakanna sem fram fór á laugardag. Guðmundur Hörður hefur leitt samtökin síðan 2011. „Það er á nægu að taka og munum við stjórnin hittast fljótlega og fara yfir málin,“ segir Snorri, sem er líffræðingur að mennt, og hefur meðal annars getið sér gott orð sem rithöfundur. Bók hans, Lífríki Íslands, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Auk formannskjörsins voru fimm ályktanir samþykktar á fundinum. Skoraði aðalfundurinn á stjórnvöld að hefja vinnu við friðun miðhálendisins með stofnun þjóðgarðs. Að auki var þingsályktunartillögu atvinnuveganefndar Alþingis harðlega mótmælt á fundinum, en hún snýr að færslu fimm virkjanahugmynda úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar án þess þó að fullnægjandi umfjöllun hafi átt sér stað. Einnig var krafist frekari rannsókna á áhrifum ferðamanna á náttúruperlur landsins auk þess sem krafa var gerð um aukna landvörslu og að gæði yrðu tryggð í uppbyggingu innviða á ferðamannstöðum. Skoraði aðalfundurinn jafnframt á stjórnvöld að tryggja vernd Jökulsárlóns og Breiðamerkursands og lögðu til að skoðað yrði hvort fótur væri fyrir að svæðið yrði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira